Sameiningin - 01.01.1917, Blaðsíða 6
324
Þá segir dr. Jowett frá því, að stríðið hafi þegar
liaft þau áhrif á kirkjulífið, að kirkjudeildirnar hafi
vingast hver við aðra,. Hjann segir, að því líkast sé, sem
grjótgarðar hafi hlaðnir verið milli kirkjudeil'danna á
Englandi. En nú neyðist þær til að vinna saman, bæði
í lierbúðunum heima fyrir og’ úti á vígvöllunum. Muni
þetta verða til mikillar blessunar. í Skotlandi segir
hann að ríkiskirkjan og fríkirkjan steypi skólum sínum
saman og safni nemendum heggja deilda undir eitt þak.
Muni þetta leiða til góðrar viðkynningar og vináttu.
Þegar ræðir um höfuðgreinir kristilegrar trúar, seg-
ist dr. Jowett hafa orðið var við mikinn rugling og' þoku
mikla í hugsunarhætti manna. Sá ruglingur segir hann
liafi verið kominn löngu fyrir stríðið, en alvaran og
hræðslan, sem stríðinu fylgir, hafi orðið til þess, að nú
hafi menn farið að fálma fyrir sér í þokunni eftir ein-
hverju staðföstu, sem menn geti gripið um tveim hönd-
um. 1 þessu sambandi skulu ummælin tilfærð orðrétt:
“ Sorgar-atburðir þeir, er nú gerast, knýja oss til
að rannsaka sjálfa trú vora og krefjast svars upp á
marga alvarlega spurningu. Hversu víðtækur er frels-
andi kraftur Drottins? Miljónir ungra manna hafa
látið lífið í Evrópu. Hvað er um þá orðið? Hvað verð-
ur um drenginn, sem leggur lífið í sölurnar fyrir föður-
landið ? IJafi hann verið skeytingarlaus og gjálífur og,
að því er virtist, hirðulaus um trú sína, hvað verður þá
nm hann, þegar lífið endar í fórnfærslunni mestu? Er
fórnfærsla. lífsins sakramenti? Hvað verður um þessa
menn? Trúin er krafin svars.
“Og hvað á að segja um ódauðleikann? Miljónir
karla og' k\'erma, sem mist hafa syni sína, knýja á dyrn-
ar og vilja fá að vita, hvað liinum megin er. Hvað get-
um vér frætt þær um síðari tilveruna? Gretum vér flutt
þeim boðskap fullvissunnar, er sefi titrandi hjörtun og
gefi þeim styrk til að ganga hin ófömu spor í Ijósi ó-
dauðlegrar vonar?
“Það er ekki allskostar ómerkilegt, að menn og
konur leita á náðir andatrúar (spiritualism) til að fálma
fvrir sér eftir fullvissu. Sir Oliver Lodge hefir mist