Sameiningin - 01.01.1917, Blaðsíða 20
338
sem var í kenningum hans, við þá trú, fyr en hann fór að sjá
afleiðingar þeirra hjá sumum skoðanabræðrum hans.
pað varð æ Ijósara fyrir honum, að hann átti ekki samleið
með þeim. Kom þetta í Ijós í sambandi við kenninguna um
persónu Krists, um sakramentin og niðurstöðu biblíurann-
sóknarinnar. “Mjög mikið á móti vilja sínum, hefir hin síð-
asta biblíurannsókn,” segir hann, “neyðst til að játa, að
Jesús sá, sem fríhyggjendur mótmælenda þóttust finna,
hefir aldrei verið til, en að Jesús guðspjallanna er miklu
nær þeim Kristi, sem hin almenna kristna kirkja hefir kent
öld fram af öld, en nútíðarmaðurinn á létt með að skilja.”
Með mikilli nákvæmni og auðsærri einlægni lýsir hann
því, hvemig augu hans opnuðust meir og meir fyrir sann-
leikanum viðvíkjandi Kristi og kirkju hans, og hann fyrir-
verður sig ekki fyrir að játa, að hann hafi breyzt. Loks
fann hann, að kirkjulega talað átti hann hvergi heima nema
í ríkiskirkjunni ensku. pó fanst honum lengi vel sjálfsögð
skylda hans að vera áfram við City Temple, þangað til hann
fyrir rás viðburðanna, sæi augljósan vilja Guðs—að hann
tæki það spor, sem hjarta hans þráði. Hann sagði ekki af
sér, fyr en heilsan bilaði. Hinn 10. Október prédikaði hann
í síðasta sinn í City Temple. Rétt áður hafði hann sagt af
sér embætti sínu og skömmu seinna var hann tekinn inn í
erssku kirkjuna og nokkru síðar prestvígður þar.
Bók þessa, sem eg hefi verið að tilfæra úr, segist hann
rita til að sýna, hvemig hann hafi komist á þann trúarlega
grundvöll, þar sem hann nú standi, með öðrum orðum,
hvernig hann hafi breyzt.
Að bœta úr verki drykkjustofanna.
Eftir Hon. J. Ei:ink Hanley, fyrrum ríkisstjóra í Indiana.*)
(í lauslegri þýÍSing eftir séra Jðhann Bjarnason.)
Mér hefir verið sagt, upp aftur og aftur, að eg væri að
gera mikinn hávaða út af litlu efni, að ef eg léti áfengis-
verzlanina vera, þá léti hún mig vera. pað er ekki satt, að
ef þú lætur þessa verzlun vera, þá láti hún þig vera.
Hér um bil á miðju því tímabili, sem eg var ríkisstjóri
í Indiana, var það einn seinni part dags, að inn í skrifstofu
*) Mr. Hanley mun vera maSur um fimtugt. pótti dugandi rik-
isstðri. Var forsetaefni bindindismanna i nýafstöSnum Bandaríkja-
kosningum. Mun ðhætt mega telja hann i hópi hinna mörgu ágælis-
manna, sem nú eru uppi.—pýS.