Sameiningin - 01.01.1917, Blaðsíða 31
349
ætíð forgangsréttinn í öllum útskýringum, og víkur ekki, nema fyrir
sterkum rökum.
Allir englarnir verða meS, þegar mannssonurinn kemur, segir
Jesús fMatt. 25J. H'v'í skyldi þá ekki raust höfuöengilsins heyrast
á þeirri stund?
Spurning.—“Rísa þeir ekki allir upp frá djöfli, synd og dauSa,
sem i sannleika frelsast fyrir Jesúm Krist?”
Svar.—iVissulega. Þeir eru þegar í þessu lífi “endurfæddir” og
“uppvaktir” me'ö Kristi, eftir kenning Páls ("Ef. 2, 5. 6; Kol. 2, 12;
3, 1J, og á siöan munu þeir rísa upp frá dauöum, óforgengilegir,
þegar Kristur kemur fl. Kor. 15, 52; 1. Þess. 4, 16J.
Spurning.—“Enn vil eg nema staöar við 17. vers í 4. kap.:
‘Síðan munum vér, sem lifum, sem eftir erum, veröa ásamt þeim
hrifnir burt i skýjum til fundar viö Drottin í loftinu.’ Er hér átt
viö andleg eða náttúrleg ský?”
Svar.—Sjálfsagt sýnileg ský, náttúrleg eöa yfirnáttúrleg. Drott-
inn varð uppnuminn í sýnilegu skýi, og meö sama hætti kemur hann
aftur, segir ritningin ('Post. 1, llj.
Spurning.—Er hér átt viö hið ósýnilega, andlega og eilífa loft,
eöa er átt v'ið gufuhvolfið, sem er umhverfis hinn óvaranlega jarð-
arhnött, sem vér erum líkamlega bundnir við hér í tímanum?”
Svar.—Það fer eftir því, hvort Páll hefir hugsað sér endalok
himins og jarðar á undan komu Krists eða á eftir. Kenning Páls
um endalok veraldar er ekki berlega fram sett í öllum greinum.
Hann ritaði meira um önnur efni trúarinnar.
Spurningar þessar bera vott um það, að bréfritarinn hugsar
rnikið um Guðs orð, og er einlægur í trú sinni á Krist. Þar vil eg eiga
rsamleið með honum. Hitt, sem að framan er rætt um, hvenær og
með hverju móti Kristur komi aftur eða dauðir rísi upp, það er eftir
alt saman utan við brennidepilinn sjálfan, þó mikilvægt sé.
Hér láturn vér þá staðar numið að sinni. Umræðurnar halda
áfram í næsta blaði. Eg vil mælast til þess, að lesendur blaðsins
sem flestir fylgist með, lesi að minsta kosti umræðurnar og biblíu-
ritin, sem um er rætt. Og þeir, sem eitthvað vilja svo láta til sín
heyra, gjöri svo vel og skrifi. Þó vil eg afbiðja orðastapp og þrátt-
anir; en hispurslaust mun eg segja mitt álit, ef mér finst þeir, sem
rita mér, fara vilt í einhverju. Reynum að læra allir af heilagri ritn-
ing, og hjálpast að. Það er hugmyndin.
Næst á eftir fyrra Þessaloníkubréfinu verður síðara bréfið til
sama safnaðar tekið fyrir. Síðan læt eg lesendur sjálfa velja eitt-
hvert annað af bréfum Páls.