Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1917, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.01.1917, Blaðsíða 19
337 “Hún var skrifuð í alt of miklum flýti, framsetningin mjög ófullkomin, bókin í deilugerfi og um of óvægin í stað- hæfingum. Hún fór of langt í þeirri tilraun, að flytja leyndardóma trúarinnar yfir á grundvöll skynseminnar. pað, sem hún slepti, var mjög alvarlegt, sérstaklega í sam- bandi við endurlausnina, og út af því var kenningunum um kirkjuna og um sakramentin skipað í óæðri og ósögulegan sess. Stór galli á bókinni var það, að skoðun sú, sem hún hélt fram viðvíkjandi syndinni, var líkleg til að orsaka al- vöruleysi.” Setningar þær, sem að ofan eru skráðar, eru að vísu teknar frá ýmsum stöðum í bókinni “A Spiritual Pilgrim- age”, en eg held þær gefi hvergi skakkan blæ. Síðar í bók- inni segir hann: “Um langan tíma hafði eg í huga, að endurrita bókina “Hin nýja guðfræði”, fylgja þeirri efnis- röð, sem þar er, en leiðrétta alt, sem var í ósamræmi við sannleika hinnar almennu kristnu kirkju. Nafnið gjörði það að verkum, að þetta var ómögulegt. Mér féll það nafn mjög illa; og hafði aldrei fallið það. En að endurrita bók- ina án nafnsins, hefði verið að rita nýja bók. Mér datt í hug, að gjöra það, en það virtist ótímabært. Eg afréð því, að taka bókina burt af markaðinum, kaupa útgáfuréttinn og koma í veg fyrir, að hún yrði gefin út framar. petta gjörði eg í Marzmánuði 1915.” Sennilegt þykir mér, að enginn maður hefði gjört slíkt, sem þetta, af algjörlega óverulegum ástæðum. Fram hjá því get eg ekki komist, að þetta sýni töluverða breytingu á skoðunum mannsins. Mikið var ritað á móti þessari bók, þegar hún kom út, en eitt slíkra rita vakti sérstaklega eftirtekt hans. pað var safn fyrirlestra, sem dr. Gore, biskupinn í Birmingham, flutti, og var gefið út undir nafninu: “Nýja guðfræðin og gamla trúin”, haustið 1907. Bók þessi hafði þau áhrif á Campbell, að hann fór að nýj u að rannsaka allan sinn trúar- lega grundvöll, las alt annað, sem dr. Gore hafði skrifað, og eftir langan tíma og ítarléga athugun “komst eg”, segir hann sjálfur, “á þann grundvöll, sem eg hafði staðið á, þeg- ar eg var í Oxford.” Margt fleira kom fram á þessum árum, sem orsakaði það, að hann styrktist meir og meir í stefnubreyting sinni í áttina til hinnar almennu kristnu kirkju. f hjarta lítur út fyrir, að hann hafi ávalt trúað á guðdóm Krists og elskað hann, en hann gjörði sér ekki fulla grein fyrir ósamræminu,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.