Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1917, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.01.1917, Blaðsíða 15
333 í ritningunni, fái sérstakar mætur á einni bók hennar eftir aðra, og svo er um hann sjálfan. Hann heldur mikið, nú í seinni tíð, af ýmsum köflum í Opinberunarbókinni. Sam- landar hans í Wales segja, að fyrir trúaráhugann sé hann orðinn það, sem hann er. Yfirforingi brezka hersins á Frakklandi, Sir Douglas Haig, er Presbýtéri, skozkur að ætt. Hann er einstakt ljúf- menni sagður, siðavandur og trúrækinn; honum svipar í þessu sem mörgu öðru, segja kunnugir, til herforingjans fræga í þrælastríðinu í Bandaríkjunum, Jackson “stein- veggs.” Haig hershöfðingi er vel heima í biblíunni eins og LIoyd-George, og í samræðum hittir hann oft naglann mætavel á höfuðið með einhverri ritningargrein. Hann er víðlesinn, hneigður fyrir guðfræði eins og Gladstone, og hefir safnað að sér talsverðum bókaforða andlegs efnis. Hann sækir guðsþjónustur á hverri helgi á vígstöðvunum. Haig var foringi riddaraliðs í Búastríðinu. par varð hann brátt orðlagður fyrir guðhræðslu og siðavendni. Á eftir einni skærunni við Búana, þegar gjört var yfirlit yfir mannf- skaðann og aðrar skemdir, var Haig spurður, hvort hann hefði tapað nokkru í bardaganum. “Já,” svaraði hann al- varlegur, “biblíunni minni.” Sá óvani hefir á síðari árum farið í vöxt meðal kenni- manna, að prédika um alla skapaða hluti milli himins og jarðar nema fagnaðarerindið. pað lítur helzt út fyrir, að þeir menn sé orðnir lítiltrúaðir á kraft sáluhjálparorðsins; haldi, að “nútíðarmaðurinn” svo nefndi fáist ekki til að hlusta á andleg efni, og þurfi því að kaupa hann til að koma í kirkju með því, að bjóða honum veraldlegar og kitlandi ræður um pólitík eða skáldsögur eða síðasta hneykslið. Ekki hefir öllum prestum reynst þetta satt. Margir trúir þjónar Drottins fá enn góða áheyrn, þótt aldrei kom- ist ræðukaflar frá þeim undir hrossaleturs-fyrirsagnir í blöðunum. Einn prestur úr þeim hópi var nýlega kvaddur til að prédika fyrir námsmönnum á einum háskólanum í austurhluta Bandaríkjanna, segir balðið “Lutheran Church Work.” Á undan guðsþjónustu átti hann tal við nokkra námsmenn og spurði þá, hverskonar prédikun þeim myndi falla bezt í geð. “Ekkert dónamál,” sagði einn þeirra. “Tal- ið ekki um knattleika,” sagði annar. “Segið ekkert um nýjustu vísindi,” sagði sá þriðji. Enn annar sagði: “Pré- dikið Guðs orð, það líkar drengjunum bezt.” Kirkjan held-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.