Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1917, Blaðsíða 32

Sameiningin - 01.01.1917, Blaðsíða 32
350 Úr bréfi frá manni í Norður-Dakota. Um trú mína, er lítiS að segja. Hún hefir legið í dvala eða móki langa tíma stundum, en samt vildi eg ekki skifta henni fyrir aðra trú, því eg veit með vissu, að lúterskan er sú hreinasta og sann- asta trú, sem kend er á jörðinni. Mó'ðir mín kendi mér nokkur vers, þegar eg var ungur, og þau hefi eg lesið á hverju kvöldi síðan, eða því sem næst. Eg er ekki að segja frá þessu í þv'í skyni að hæla mér, heldur af því, aS þaS fór í vana, og mér fanst þaS gera mér gott. Eg ætla aS setja hér eitt versiS: “Eg fel mína aumu önd og vesalan líkama, þurfanda líf, í þina hönd, þessa nótt og hvern tíma, hegSan, vit, sinni’ og hjarta kalt, hugsan, skilning og sinni, sem mál og minni, og gjörSir og áform alt, alt sé í hendi þinni.” Ýmislegt mætti finna aS kveSandinni, ef dæma skyldi eftir list- arreglum vorrar tiSar, en lotningin og trúaralvaran skín út úr vers- inu, og þaS er fyrir mestu. Fáa helgidóma eiga kristnir menn dýr- mætari, heldur en slík trúarvers, sem opna heim trúarinnar fyrir hjörtum þeirra á barnsaldrinum og fylgja þeim síSan eins og tryggir vinir í gegn ,um lífiS og glæSa trúna hjá þeim og v'eita þeim liS í sorgum og erviSi fullorSinsáranna. Vér gleymum andlits-lýtum gamalla vina, og svo er um þessi gömlu vers. KIRKJULEGAR FRÉTTIR. Delld þessa annast séra Kristinn K. ólafsson. Eftir síSustu skýrslum aS dæma, er tala fermdra meSlima lút- erskra safnaSa í Bandaríkjunum 2,445,276. Á árinu nýliSna bætt- ust viS 31,360 fram yfir þaS, sem frá féll. Tala skírSra í söfnuS- unum er 3,774,774. Tala presta er 9,831, og safnaSa 15,069. Kirkju- eignir eru metnar á $102,320,045. AS meSaltali hefir tillag hv'ers meSlims til allra þarfa kirkjunnar veriS $7.59. ------o------ SöfnuSur einn lúterskur í borginni Milwaukee, er ber nafnifr Reformation Church, hefir á liSnu ári aukiS tekjur sínar um $1,800, án þess aS hafa nokkra samkomu til arSs fyrir söfnuSinn eSa nokk- uS af því gróSabralli, sem svo víSa tíSkast til aS fá inn fé. MeSlimir

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.