Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1917, Blaðsíða 29

Sameiningin - 01.01.1917, Blaðsíða 29
347 Galatamanna (5. kapj, “og þau eru: fjandskapur, deilur, metning- ur, reiSi, eigingirni, tvídrægni, flokkadráttur, öfund—Og til Rómverja skrifar hann f8. kap.): “Hyggja holdsins er fjandskapur gegn Guöi, meö því þaS lýtur ekki lögmáli Guös, enda getur hún það ekki.” Af þessu getum v'ér ráöiö, hvað Páll heföi úrskuröaö um framferöi kristnu þjóöanna. Spurning.—“Þá er 10. vers í 1. kap. Þar kemst Páll svo að orði: ‘Og væntiö nú sonar hans frá himnum, sem hann uppvakti frá dauöum, Jesú, sem frelsar oss frá hinni komandi reiSi’. Er hér átt vi'S það, aS vænta guðssonar í hjarta sitt, eSa meS öSrum orSum aS vænta, aS GuSs heilagi andi veitist fyrir Jesúm Krist, svo aS þeir frelsist frá hegningu. ?” Svar.—Kristnir menn vænta ekki guSssonar, eSa anda hans, inn í hjarta sitt, fyrir þá sök, aS frelsarinn býr nú þegar meS anda sín- um í hverju kristnu hjarta, eftir kenning postulans. Menn vænta ekki þess, sem oröiS er, heldur hins komanda. Kenning Páis er skýr og tvímælalaus um þessa íbúS sonar og anda í trúaSri sál: “Sjálfur lifi eg ekki framar, heldur lifir Kristur í mér,” ritar hann Galatamönnum (2. kap.J; og fyrir Efesusmönnum segist hann biSja, “aS Kristur megi fyrir trúna búa í hjörtum þeirra” ("3. kap.J; meS öSrum orSum, aS trú þeirra haldist, svo aS Kristur búi þar áfram. Til Rómverja ritar hann þetta (8. kap.J: “Hafi einhver ekki anda Krists, þá er sá ekki hans. En ef Kristur býr í ySur, þá er líkaminn aS sönnu dauSur vegna syndarinnar, en andinn líf vegna réttlætis- ins.” Hver, sem ekki hefir þegar tekiS á móti Jesú meS anda hans inn í hjarta sitt, hann er alls ekki kristinn maSur; hann er annað hvort enn ókominn til trúarinnar, eSa þá fallinn frá henni aftur— þaS er kenning Páls, hér og annarsstaöar. Sannkristinn maSur væntir því ekki frelsarans í þeim skilningi, sem spurningin felur í sér. Nú hrósar postulinn einmitt Þessaloníkumönnum fyrir þaS, hv’e vakandi þeir sé og einlægir í trúnni. Þessi von þeirra, sem postulinn talar um, er því ekki von eftir frelsaranum inn í hjartaö Cþ. e. von eftir sinnaskiftumj, heldur hin mikla eftirvænting allrar postulakristninnar eftir sýnlegri endurkomu frelsarans. Spurning.—“Vofir ekki ætíS hegning yfir sérhverri synd, í hverri helzt mynd, sem syndin er?” Svar.—Vissulega, svo framt aS syndin sé ekki fyrirgefin; en fyrirgefningin kemur fyrir Jesúm Krist. Spurning.—“Er líklegt, aS Páll hafi búist viS því, aS þeir menn, sem hann talar um í bréfinu, yrSi lifandi á dómsdegi, þegar Jesús kæmi aS dæma alt mannkyn?” Svar.—Kristnir menn bjuggust v'iS því yfirleitt á postulatíS- inni, aS Kristur myndi koma skjótt aftur. Sjá þaS, sem sagt er hér á undan, í sambandi viS Selkirk-bréfiS. Hvort postulinn hafi sjálf- ur búist viS því, aS Kristur kæmi í tiS þálifandi manna, er ervitt aS segja meS vissu; en hitt er víst, aS hann neitaSi því ekki, aS svo

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.