Sameiningin - 01.01.1917, Blaðsíða 24
342
að sjá, og þetta tog í hjartastrengi föðurástarinnar varð
ofurefli ríkisstjóranum í Indiana. Eg laut niður, tók dreng-
inn í fang mér, þrýsti honum að brjósti mér og sagði við
hann: ‘Guð blessi þig, litli maður! pú hefir sigrað; þú
hefir sigrað! Eg skal gefa þér pabba þinn aftur.”
Móðir hans spratt á fætur og sagði: “Ríkisstjóri,
heyrði eg rétt, ætlið þér að gefa okkur hann aftur?”
Eg sagði: “Já.” Hringdi eg þá eftir ritara mínum
og sagði: “Símið til Whitaker, fangavarðar ríkisfangels-
isins, að láta Will Wolsifer leggja af stað á hádegi á morg-
un. Segið honum eg gefi honum skilyrðislausn, gegn góðri
hegðun.” Og svo sneri eg mér til konunnar og sagði við
hana:
“pér farið og mætið honum. Hann kemur á Samfé-
lags járnbrautarstöðvarnar kl. 7 annað kvöld. Farið og
komið með hann hingað til mín, eg þarf að tala við hann
nokkur orð í yðar áheyrn.”
Með það í huga, auðsjáanlega, að þessi tími væri ó-
þægilegur mér, tók hún til máls og sagði:
“Ríkisstjóri, því þá kl. 7? pað er eftir allan skrif-
stofutíma og lestin getur orðið á eftir áætlun.”
“Gerir ekkert til,” sagði eg. “Ríkisstjórinn getur ekki
haft neitt meira áríðandi málefni með höndum annað kvöld,
en þetta mál yðar, og hann verður hér til staðar.”
Næsta kvöld, þegar allir höfðu farið burt úr hinni stóru
skrifstofu, sat eg einn eftir þar í kyrðinni og skuggamir
smálengdust, Ijósaskiftin liðu hjá og kvöldhúmið færðist
yfir. f gegn um Ijósbirtuna gat eg loks að líta, hvar þau
komu, þessi kona, maðurinn og litli drengurinn, og um leið
og þau komu upp að skrifstofuborði mínu stóð eg á fætur,
tók í hönd manninum, horfði í augu honum og sagði:
“Will Wolsifer, þér hafið syndgað á móti ríkinu, sem
var gott við yður; þér hafið svift niður máttarstoðum yðar
eigin heimilis og látið það hrynja ofan á yðar eigið hold
og blóð; þér hafið svikið heitið, sem þér á giftingardegi
unnuð þessari góðu konu frammi fyrir Guði og mönnum,
og þér hafið brugðist skyldu yðar gagnvart eigin afkvæmi
yðar. Wolsifer, þér eruð slæmur maður. En samt ætla
eg að gefa yður færi á að vinna fyrir frelsi yðar á ný. Eg
ætla að gefa yður skilyrðislausn, í von um góða hegðun;
ekki yðar vegna, nei, heldur vegna þessa litla drengs, sem
sigraði hjarta mitt í gær, og vegna þessarar góðu konu—
og til minningar um minn eigin dána ástvin—ætla eg að
gefa yður enn eitt tækifæri. Takið við þessu bréfi. Fær-
ið það manninum, sem það á að fara til. pað er búið að
semja við hann. Hann lætur yður hafa vinnu og gott kaup.
Komið hingað einu sinni í hverjum mánuði og hafið konu