Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1917, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.01.1917, Blaðsíða 13
331 fróðasti og’ gáfaðasti Islendingur og sannur höfðingi í ísrael. FUNDARSAMÞYKT. Að kveldi þess dags, er andlát Þórhalls hiskups spurðist til Winnipeg, hélt Fyrsti lúterski söfnuður fjöl- mennan fund í kirkju sinni, og var þar í einu hljóði sam- þykt yfirlýsing sú, er hér fer á eftir: “í tilefni af sorgarfregn þeirri, sem Ijarst oss fyrst í tlag, um að Ibiskup fslands. lir. pórhallur Bjarnarson, sé iláinn (15. Des. 1916), viljiim vér, meðlimir Fyrsta lúterska safnaðar í Winni- peg, samankomnir á ársfundi 16. Jan. 1917, votta vinum og vandamönnum og allri hinni íslenzku þióð samúð vora og samhrygð við fráfaU þessa góða og gáfaða manns og merka þjóðhöfðingja.” -———o------ Á víð og dreif. Eins og skýrt hefir verið frá áður í “Sam.”, þá er Lund- úna-klerurinn Reginald Campbell, höfundur bókarinnar al- ræmdu um “nýju guðfræðina”, nú fyrir nokkru genginn úr liði Congregationalista, orðinn prestur í Biskupakirkjunni og búinn opinberlega að segja sig frá sínum fyrri trúar- skoðunum. Skjólstæðingar Campbells andlegir í hópi vor íslendinga, hafa ekki viljað kannast við það, að hann væri horfinn frá nýju guðfræðinni — hafa talið það heimsku tóma og vanþekkingu af andstæðingum sínum, ef ekki verra, að halda slíku fram. Nú hefir Campbell skrifað bók um skoðanabreyting sína. Bókin heitir: “Andleg pílagríms- för”, og hefir vakið talsvert umtal. Hún hefir ekki borist enn í hendur þeim, er þetta ritar, en ef dæma skal eftir því, sem um hana er sagt í blöðunum, þá afneitar Campbell þar nýju guðfræðinni með talsverðri áherzlu. Blaðið “Christian Commonwealth” í Lundúnum, sem síðastliðin tíu ár hefir veitt Campbell eindregið fylgi, fer um bókina þessum orðum: “Campbell hefir nú sagt sig frá “nýju guðfræðinni”, sem hann flutti með svo miklum móð fyrir tíu árum síðan. Hann ver talsverðum hluta þessarar nýju bókar til þess, að herða á þeirri afneitun. Vér höfum leitað vandlega í bók- inni eftir ástæðum fyrir hugarbreyting Campbells, en oss

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.