Sameiningin - 01.01.1917, Qupperneq 23
341
dómarinn á mig og sagði: ‘Guð veit, að eg vildi eg gæti
gert það, og ef eg gæti, þá gerði eg það. En samkvæmt lög-
um í Indiana hefi eg ekkert um að velja. Hendur mínar eru
bundnar. Hann er kærður um glæp. Hann játar, að hann
sé sekur. Eg hefi ekkert um að velja nema að kveða upp
dóminn samkvæmt lögum: Fimm til tuttugu og eitt ár í
fangelsi.’—Og svo fóru þeir með hann í burtu, en eg lagði af
stað með drenginn minn og við komum hingað aftur, til
heimilisins, sem nú var eyðilagt. Og þegar eg var þarna
stödd í myrkrinu, með eyðilegginguna umhverfis mig, þá
fyltist hjarta mitt bitru hatri. Eg hataði ríkið. Eg hat-
aði lögin. Eg hataði réttvísina, sem uppkveðið hafði dóm-
inn. Eg nærri því hataði manninn minn, þar til eg rankaði
við mér og áttaði mig á, að þetta var raunar áfenginu, en
ekki honum að kenna, og eg sagði: Guð hjálpi mér—eg
var rétt að því komin að gera rangt. Eg var rétt í þann
veginn að svíkja loforðið, sem eg hafði gefið honum: “í með-
læti og mótlæti, þar til dauðinn aðskilur okkur.” Með Guðs
hjálp skal eg halda þetta heit. Eg ætla að halda við heim-
ilinu og annast litla drenginn þar til Will kemur aftur, og
þegar hann kemur, skal hann finna okkur hér. Og, ríkis-
stjóri, í fimm langa og ömurlega vetrarmánuði hefi eg hald-
ið þetta heiti. Eg hefi þvegið og strokið lín, þvegið af
gólfum og gert alt, sem heiðvirð kona getur gert. Lítið á
og sjáið merkin á höndum mínum. Eg hefi ekki beðið nokk-
urn mann hjálpar, og eg væri nú ekki að biðja yður, ef það
væri ekki fyrir það, að innan lítils tíma á eg fjölgunarvon,
og þá verð eg að fara á spítalann og litli drengurinn minn á
munaðarleysingjahæli, nema þér hjálpið og gefið okkur
manninn minn aftur.”
Að svo mæltu fleygði hún sér á kné á gólfið, lagði höf-
uðið á skrifborðið mitt og grét svo þungt, að það var eins
og hjarta hennar myndi bresta. f sömu svifum stökk litli
pilturinn, naumast þriggja ára gamall, niður úr háa stóln-
um, þar sem hann hafði setið og dinglað fótunum, kom
rakleiðis til mín, með því látleysi, sem börnum er eiginlegt,
lagði hönd sína titrandi á mína hönd, leit upp til mín gegn
um tárin, sem streymdu niður andlitið, og sagði með barns-
legri angist:
“Herra, mig langar til að fá pabba minn. pví viltu
ekki gefa okkur pabba minn? Gefðu okkur pabba minn!”
Eg leit niður á tárvota andlitið hans og þá rifjuðust
upp fyrir mér endurminningar um minn eigin litla dreng,
sem var rétt á þessum aldri, og eg hafði elskað, en orðið af