Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1917, Blaðsíða 33

Sameiningin - 01.01.1917, Blaðsíða 33
351 safnaSarins hafa beint gefiS alt fé, er inn hefir komiö. ‘Slík d'æmi er uppörvandi, og því fer betur, aö þeinr fjölgar. ------O------- . Nýtt ársrit hefir korniö út við síöustu áramót innan vébanda lút. kirkjunnar hér í landi, og nefnist “The Lutheran Church Year Book”. RitiS er þvínær 300 bls. aS stærS, og hefir fjölbreyttan fróöleik aö geyma um lútersku kirkjuna, auk tímatalsins. Fjögur lútersk kirkjufélög standa að útgáfu ritsins (General Council, Gen- eral Synod, United Synod South, og Joint Synod of Ohio). VerS íitsins er 25c. Þann 1. Jan. þ.á. lagði dr. M. Rhodes niSur embætti sem prestur í St. Markúsar kirkjunni í St. Touis. Er hann lúterskur prestur og hefir þjónað söfnuöi þessum síöan 1871. Þeim fækkar prestunum, sem svo lengi þjóna sama söfnuöi. ----—o-------- Fólk í Boston, sem er “Christian Science” trúar, hefir sent beiöni til bæjarstjórnarinnar um aS byggja sjúkrahús handa “svo- kölluSum sjúklingum” (the so-called sickj. Samkvæmt trú þeirra eru sjúkdómar hugarburöur tómur, en af því erfitt gengur aö “inn- ræta fólki þessi “sannind'i”, þarf enn á “sv'okölluöum sjúkrahúsum” að halda. ------o-----— Nefnd sú í New York, er hefir með höndum aöal umsjón á til- fialdi þar í sambandi við feraldarminningu siðbótarinnar, hefir birt ummæli ýmsra leiðandi mentamanna landsins um Lúter og siðbótina. Dr. David Starr Jordan, formaður Leland Stanford Junior háskól- ans, segir: “Mér er ljúft að leggja orð í belg til viðurkenningar á starfi Lúters fyrir mannfrelsi, til að .hefja rétt og skyldu einstak- lingsins til að hugsa fyrir sjálfan sig i trúmálum og stjórnmálum. Lúter v’ar feiknamikið mannlegt afl til viðhalds vizku, dygð og lif- andi trú, á tíð, sem bar einkenni yfirskyns, ágirndar og ruddaskapar. Og vel er að muna, að hann, sem var einn hinna þrekmestu manna, var eindfregið með friði heimafyrir og útávið. —• — Það er skylda vor í Ameríku, að leggja vorn skerf til þess að heiðra þennan post- ula frelsis og trúarlegrar einlægni.” ----—o-------- Annað dæmi viljurn vér tilfæra og láta það nægja. Eru það orð dr. John Greer Hibben, formanns við Princeton háskólann. Hann segir: “Mér er ánægja, að láta í ljós áhuga minn í sambandi við feraldarminningu siðbótarinnár. Kirkja yðar flúterska kirkjanj verðskuldar v'iðurkenningu og þökk alls heimsins fyrir þátt þann, er hún hefir tekið í sögu síðustu fjögurra alda. Þér flúterskir mannj hafið veitt eindregið fylgi borgaralegu og trúarlegu frelsi á hættu- tíma í sögu mannkynsins, og amerískt þjóðlíf og stofnanir hafa sótt lífsþrótt og kraft til anda þess, er hjá yður hefir ríkt. Eg vona, að hátíðarhaldið, sem í hönd fer, megi lánast sem bezt, og styðja að því, að efla á ný grundvallaratriði þau, er saga yðar leiðir í ljós.”

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.