Sameiningin - 01.01.1917, Blaðsíða 26
344
ast undir sameiginlegu merki. Yér verðum að hætta að
syndga með atkvæðunum, sem feður vorir gáfu oss. Greið-
ið engum manni atkvæði nema hann opinberlega lofist til að
að vera óvinur þessarar verzlunar, og greiðið þeim atkvæði,
sem slíka afstöðu tekur. ..Nokkuð af slíkri bardaga að-
ferð, í staðinn fyrir að jagast innbyrðis, mundi ávinna
virðingu, og þegar fylling tímans kemur, samkvæmt Guðs
eigin vilja, mun þessi óláns-verzlun hvergi geta átt sér hlífð-
arskjól undir vorum gamla og göfuga þjóðfána.
RADDIR FRÁ ALMENNINGI
Deild |>essa annast séra G. Guttormsson.
TJmræður urn ritninguna.
,Uppástungan um biblíu-umræSur hér í blaöinu hefir fengiö góS-
ar undirtektir. Hér eru birtir kaflar úr bréfum, sem mér hafa bor-
ist út af þeim tilmælum,—Þaö er fyrra Þessaloníkubréf Páls, sem
fyrir liggur.
Maöur í West Selkirk ritar mér á þessa leið: “Þaö viröist
mega ráða af orðum postulans í 6 síðustu versum 4. kapítulans, að
Þessaloníkusöfnuður hafi verið í vafa um það, hvort dauðir myndi
rísa upp, eða hafi að minsta kosti haldið, að hinir sofnuðu myndi
einhvers fara á mis við tilkomu Drottins, sem hinir yrði aðnj'ótandi,
sem eftir eru á jörðinni, þegar hann kemur.”
Vafalaust rétt ályktað hjá bréfritaranum. Lesturinn á bréfum
Páls Verður oft mjög áþekkur því, þegar vér heyrum á samtal. Vér
heyrum ekki nema til annars mannsins, og verðum að ráða það af
svörum hans, hvað hinn muni hafa sagt. Og stundum skiljum vér
jafnvel ekki orðin, sem vér heyrum, fyr en vér getum ímyndað oss,
hv'að sagt hafi verið í hinn endann á símanum. Svo er um sex
versin þessi umræddu fl. Þess. 4, 13-18j. Þau virðast bera það
með sér, að einhv'erjir hafi dáið úr kristna hópnum í Þessaloníku,
eftir að Páll fór þaðan, og að eftirlifandi vinir þeirra hafi haft ó-
fullkominn skilning á kenningum postulans um upprisuna og endur-
komu Krists, og fyrir þá sök verið hræddir um, að þessir burtsofnuðu
bræður myndi fara á mis við tilkomufögnuðinn—myndi, með öðrum
orðum, ekki rísa upp, fyr en eftir að Kristur væri kominn. Það var
mjög líkt öllu manneðli, að kvíða þessu. jHjugsum oss, að von sé á
konunginum til borgar vorrar eða sveitar. Allir, sem mögulega
geta, vilja vera við, þegar hann kemur—þegar innreiðar-dýrðin og
móttöku-v'iðhöfnin stendur sem hæst. Mönnum finst þeir fara mik-
ils á mis, geti þeir ekki horft á þesssa dýrð konungs-komunnar