Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1917, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.01.1917, Blaðsíða 18
336 að sér City Temple söfnuðinn, að sér látnum. Hinn deyj- andi maður sagði það með svo miklum ákafa, að Campbell treysti sér ekki til að neita. Varð það því úr, að hann lenti til London og gjörðist prestur í City Temple. Með Brighton-starfinu hefst nýtt tímabil í sögu Camp- bells, og er London-starfið beint áframhald af því, en för- in til London markar engin veruleg tímamót. Nýtt tímabil þar á móti rennur upp með útgáfu bókarinnar, “Hin nýja guðfræði”, eða, ef til vill enn réttara sagt, sú bók verður orsök til tímamóta síðar. f hvaða átt liggur þá hinn andlegi vöxtur Campbells— á þessu ofangreinda tímabili? f einu orði sagt: hann fer lengra og lengra burt frá hinum gamla grundvelli hinnar almennu kristnu kirkju. Hann las þá feikn af bókum, eins og hann hefir gjört alla æfi. Voru það mest heimspeki- og guðfræða-bækur mjög efakendar. Honum fanst hann með öllu óbundinn, og mætti rannsaka hvað og hvar, sem honum leizt, og komast að hvaða niðurstöðu, sem hans eigið hyggjuvit benti honum. Sjálfur segir hann um þetta atriði: “Eg gat ekki séð neinn milliveg milli þess, að lúta valdboði kirkjunnar og þess, að kannast við takmarkalaust skoðanafrelsi einstaklingsins” (bls. 91). Sérstaklega var það þýzka nýguðfræðin, sem hann teigaði í sig á þessum árum, og þegar vér erum nú að grenslast eftir því, hvort Campbell hafi nokkuð breyzt á hinum síðari árum, má tilfæra, áður en lengra er farið, það, sem hann segir sjálfur um áhrif hinna þýzku guðfræð- inga á sig á þessu tímabili. Hann segist hafa fylgt þeim alt of vel, og bætir svo við: “þegar eg minnist hinna taumlausu öfga, sem hugmyndaflug þeirra fyrir tuttugu árum framleiddi, þá get eg ekki annað en undrast yfir auð- sveipni minni í því að fallast á hinar ógætilegu staðhæf- ingar þeirra. Eins og fleiri, var eg of fús til að trúa þeim.” Eins og við var að búast, lenti Campbell í deilur við félagsbræður sína í kirkjufélagi Kongregazíónalista út af hinum mjög fráhverfu skoðunum hans á biblíunni og öðr- um atriðum. pátttaka í þeirri deilu varð bein orsök þess, að hann samdi bókina, “Hin nýja guðfræði.” Hefir hann þá nokkuð breyzt, síðan hann gaf þá bók út? Hvert er nú álit hans á henni? Um það verður hann að segja sjálfur. Eg hefi safn- að saman sumu því, sem hann segir um bókina, alt þýðing á orðum hans sjálfs:

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.