Sameiningin - 01.01.1917, Side 4
322
I.
Það svæði, sem vér látum oss mest um varða, er
svæði trúar og hristindóms. Þegar um er litast á því
svæði, dylst ekki, að þar eru umbrot og breytingar. Það
er ekki til sá blettur á Guðs grænni jörð, sem ekki verður
fyrir áhrifum þeirra umróta, sem nú eru. Það má
segja, að jarðskjálfti sá, er nú á sér stað, hristi allar
undirstöður mannfélagsins. Andi mannsins og hugsun
hans hefir hrokkið við. Hugur mannsins fær ekki sofið
þessa dagana—þessi árin. Heimsstríðið mikla vekur
einnig þá, sem trúarlega voru sofandi. Áhrif stríðsins
og dauðans nú eru ef til vill hvergi meiri, en á svæði trú-
arlífsins. Yitanlega eru þau áhrif enn ekki komin nema
í dauft ljós og verða síðar skýrari.
Hver era áhrif stríðsins á andlegt líf mannatma?
Af mörgu, sem oss hafði hugkvæmst að benda á til svars,
veljum vér umrnæli eins hins allra merkasta kennimanns
í Ameríku, sem nýlega er heim kominn úr Norðurálfu-
ferð. Það er presturinn dr. John H. Jowett í New York.
Auðvitað ná athuganir hans aðallega til Englands, en
það mun ekki fjarstæða að ætla, að manneðlið sé raunar
svipað í öllum löndum og áhrif stríðsins muni hvarvetna
svipuð, bæði á hið einstaka mannshjarta og á sameinað
hjarta þjóðanna. Vér skulum hér skýra lesendum frá
helztu atriðum í ummælum dr. Jowetts.
Dr. Jowett kvaðst hafa orðið var við áhrif trúar-
innar í þeirri breyting, sem orðin sé á ‘ ‘ siðferðilegu
andrúmslofti” þjóðarinnar. Einkum segir hann breyt-
inguna eftirtektarverða á svæði stjórnmálanna. Hon-
um farast orð á þessa leið:
“Fyrir stríðið réði blind ástríða flokkadráttar og
fl'okksspillingar. Þjóðmál og velferðarmál mannfélags-
ins voru ekki íhuguð lilutdrægnislaust, heldur voru þau
undirorpin hleypidómum flokka-aðstöðunnar. En nú
eru hin miklu mannfélagsmál, sem snerta velferð alþýð-
unnar, og sambiið manna og bræðralag, hugleidd og
skilin betur en þau hafa nokkru sinni áður verið hugleidd
og skilin. Eg á von á endurfæðing og endurnýung mann-