Sameiningin - 01.01.1917, Blaðsíða 9
327
liefir.”; sýnið réttlæti í viðsMftum,—“Krefjist ekld
meira, en yður er b.oðið ’ ’; leiðið mannúð í öndvegi, ■—
“kúgið ekki né svíkið fé út úr neinum og látið yðnr nægja
mála yðar. ’ ’
Hvert stefnir trúarlífið ? Það stefnir til Jesú
Krists, til bans- sem lifandi persónu, sem mannkyns-
frelsara og Guðs. Það stefnir að fjallinu, ]>ar sem
Kristur kennir, að einungis þeir gangi inn í himnaríki,
er gjöra vilja föðursins á liimnum. Það stefnir að Gol-
gata, þar sem sonur Guðs lætur lífið af mannást og inn-
siglar með hlóði sínu hoðorðið nýja: “Elskið hver ann-
an. ’ ’ Það stefnir að hvítasunnu, þar sem rnenn endurfæð-
ast fyrir andann frá Jesú og verða góðir menn.
Þetta er ekki ný stefna trúarinnar, engin ný guð-
fræði. Það er frumstefna kristindómsins. Hún hefir
aldrei horfið úr kirkjunni, en á hana hefir stundum ver-
ið skygt ýmist af fávizku eða lærdómi manna. Hún
virðist skýrast nú á þeim alvarlegu dögum, sem vér lif-
um. Mönnum er að skiljast, að það eitt er kristindóm-
ur, þá maðurinn fyrir kraft Krists og áhrif anda hans,
verður Kristi líkur, bæði að hugarfari og hegðun: end-
urfæddur, sannur og réttlátur maður, sem lifir og nærist
í trúar- og* bænar-sambandi við Guð föður í Jesú nafni.
Og það, sem kirkjan nú er að spurð, er það, hvort
lmn hafi slíka menn að bjóða mannfélaginu til frelsunar.
Sú kirkja stendur, sá söfnuður lifir, sem sýnt það getur,
að trúin geri játendur sína að hjartahreinum og rétt-
látum mönnum. Kirkja sú, sem er í sannleika ríki
Guðs á jörðu, ríki friðar og fagnaðar í heilögum anda
hér á jörðu, er takmarkið, sem trúin nú setur sér. Geti
ekki kirkjan frelsað menn frá helvíti í þessum heimi,
trúa menn henni naumast til þess, <að frelsa sig frá helvíti
annars heims.
Það er afturhvarfið, sem áherzlan er lögð á; það
er líf hvers einstaks manns, sem trúin nú teflir um.
“Sýn mér trú þína af verkunum”—það er stefnan.
fMeiraJ
O-