Sameiningin - 01.01.1917, Blaðsíða 8
326
ekkert var rætt armað en endurbætur á skipnlagi mann-
félagsins, livernig jöfrmður mætti verða á kjöriun
manna, kve afmá mætti spillingu stjórnarfarsins, live
stemma mætti stigu fyrir glæpum, hve bæta mætti fá-
tækra-bölið, hve bjarga mætti olnbogabörnum mannfé-
lagsins, hve afmá mætti ljótleika lífsins, en gera það
gott og fagurt. Ekki var þetta trúmálaþing, en þó
hljómaði þar hið eilífa fagnaðarerindi Krists hærra, en
á mörgu kirkjuþingi. Og þeim, er hlýddu á, gat ekki
dulist, að úrlausnar-von þeirra rnætu manna, sem þar
töluðu snjallast, var trúin,— trúin, hið lífganda og end-
urleysanda afl Jesú Krists, eldurinn himneski, sem
fluttist til jarðar með mannkynsfrelsaranum, og lifað
hefir allar aldir, þó einatt sé falinn undir hlóðarsteinum
syndarinnar. Og það var skýlaus yfirlýsing margra
manna, að til kirkju Jesú Krists yrði að leita hjálpar, og
úr kirkjunnar átt jafn skýlaust lýst yfir því, að líka
kirkjan hafi syndgað fyrir afskiftaleysi sitt af eymd og
synd mannfélagsins, og gefin von um yfirbót af hennar
hálfu.
Það, sem ritað er, það, sem talað er og það, sem starf-
að er, innan kirkju þessa lands, ber vott um, að þar sem
flest og bezt eru lífsmerkin, sé svipað hugsað og á þingi
þessu. Það stefnir að því, að leiða anda trúarinnar inn
í hverndagslíf manna. Það er ekki eytt tíma í að kljúfa
hár á höfðum trúar-setninganna, heldur er leitað að lif-
andi trúar-afli, sem endurfæði mennina. Það er ekld
nú deilt um form opinberunarinnar, tegundir innblást-
ursins eða umbúðir andans, heldur er hrópað á lifandi
Ouðs anda sjálfan að koma og svífa yfir vötnunum, sem
í upphafi, og breyta myrkrinu í ljós.
Hvert stefnir trúarlífið ? Það stefnir 19 aldir til
baka aftur í tímann. Það stefnir út að ánni til spá-
mannsins, sem þorir að tala um komandi reiði yfir af-
kvæmi naðranna, sem upphrokast af rétttrúnaði feðra
sinna, en enga ber ávexti iðraninni samboðna. Það
stefnir þangað, sem boðið er: Jafnið kjör mannanna—:
“sá, sem hefir tvo kyrtla, gefi þeim annan, sem engan