Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1917, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.01.1917, Blaðsíða 11
329 Reykholts í Borgarfirði. Prestskapartíð hans varð þó ei lengri en rúmt ár. Eftir ársþjónustu í Reykholti tók hann prestsþjónustn á Akureyri, en þjónaði þar ein- ungis 2—3 mánuði. Yar honum þá veitt kennara-em- bætti við prestaskólann, og var síðan kennari við skóla þann þar til 1908; 14 síðustu ár þau var hann lektor, eða forstöðumaður skólans. Aðalstarf Þóralls Bjarnarsonar er óefað kenslu- starfið, enda varði hann til þess mestum og beztum parti æfi sinnar. Yið biskups-embætti tók Þ. B. að fráfornum Hall- grími biskupi Sveinssyni, 1. Okt. 1908, og var vígður bisk- upsvígslu 4. s.m. Sýndi liann alkunna þjóðrækni sína í því, að hann baðst undan utanför til vígslu, en þáði vígsl- una af fyrirrennara sínum. Vinsæli maður var Þ. B. einnig á biskups-stóli, en stórvirkur gat hann þar ekki orðið. Biskupsembættið er orðið, fyrir nýtt stjórnar- skipulag', ekki nema svipur hjá sjón, borið saman við það, sem áður var, og völdin eru horfin til stjórnardeildarinn- ar. 1 annan stað átti hann örðugt aðstöðu sökum flokka- deila innan kirkjunnar, sem harðnað hafa með hverju ári. Vildi biskup fyrir hvern mun hafa kirkjuna svo rúmgóða, að báðar stefnurnar gætu búið þar saman. Vegna vinsælda biskups varð ekki af því, að þær segðu sig úr lögum hvor við aðra. Vinur beggja flokka vestur hér vildi Þ. B. einnig vera. Eru til marks um það ummæli hans í bréfi til þess, er þetta ritar, þar sem hann segist fús til að útvega, ef liann geti, og vígja, ef vilji, kandídata lieima til safnaða hér, án tillits til þess “í hvorri Iveflavíkinni þeir rói” þegar vestur kemur. Arið 1891 byrjaði Þ. B. á útgáfu Kirkjublaðsins og gaf það út í 7. ár. Bar þar brátt á nýrri stefnu og, að því er virtist, afslætti á sumum kenningar-greinum kirkj- unnar. Þeir, sem þá stóðu að “Sameiningunni” mæltu þar fast á, móti. Þó voru þeir ritstjórarnir, dr. Jón Bjarnason og Þórhallur biskup, þrátt fyrir skoðanamun, alúðarvinir, og hélzt sú vinátta jafnan meðan báðir lifðu. Vegna skoðanamunar við Kirkjublaðið stofnuðu þeir sóra Jón Helgason, meðkennari Þ.B., og tveir menn aðr- ir, “Verði-Ljós!”, og liélt það 1)1 að í byrjun fram eldri og evangeliskari stefnu en “Kbl.”. En sú breyting varð á stefnu V.-L.-manna þegar fram liðu stundir, að þeir að-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.