Sameiningin - 01.01.1917, Blaðsíða 27
345
sjálfrar, jafnvel þótt þeir geti séS konunginn einhvern tínra síðar.
Þessi tllfinning, tífölduð, var eftirvæntingin eftir endurkomu frels-
arans í fyrstu kristni. Menn biðu þeirrar tilkomu-dýrðar óþreyju-
fullir, með barnslegri tilhlökkun, þegar frelsarinn myndi birtast eins
og leiftur í skýjunum, meö englaskörum og lúðurliljómi og ægilegri
guSdómsdýr'S. Sárt hefir Þessaloníkumönnum þótt aS hugsa til
þess, ef látnir ástvinir þeirra skyldi nú missa af þessu óumiræðilega
fagnaðar-augnabliki, þegar frelsarinn kæmi, og ekki rísa upp úr
gröfunum fyr en einhvern tíma, hver vissi hvað löngu síðar. OrS
Páls í bréfkafla þessum verSa ósegjanlega fögur, full viðkvæmrar
og huggandi bróSurblíSu, þegar v’ér heyrum í þeim svar viS slíkri
hrygSarhugsun í hjörtum bræSra hans þar í Þessaloníku.
Hún ber Jesú fagran vitnisburS og hjartnæ'man, þessi sterka,
bráSláta von allrar postulakristninnar eftir skjótri komu hans frá
himni. ÞaS var engin innantóm guSfræSingakredda, þetta. Óskin
var móSir þeirrar voanr, brennandi hjartans ósk. Og vonin hafSi
vald yfir gjörvallri hugsan og lífi kristinna manna í þá daga,—þessi
von, um aS frelsarinn kæmi. bráSlega. Hvorki frelsunarlöngunin
eSa tilhlökkun dýrSarinnar var hjartaS í þeirri v'on, heldur ást á
persónunni sjálfri, þessum krossfesta Jesú frá Nazaret. Vonin er
von eftir honum sjálfum, fyrst og síSast; þaS skín út úr nálega öllu,
sem um hann er sagt í nýja testamentinu. Menn þráSu stundina,
þegar hann kærni, sjálfur frelsarinn, í sýnilegri dýrð, og birti heim-
inum sakleysi sitt og guSdómstign og heilagan málstaS—birti þetta
heiminum, sem hafSi útskúfaS honum og krossfest hann. Menn
gátu ekki sætt sig viS þá hugsun, aS biSin yrSi löng. Þessi kær-
leiksþrá ríkir ekki aS eins hjá þeim, sem höfSu umgengist hann, hún
grípur og gagntekur hina líka, sem trúa fyrir þeirra orS. ÞaS er
eitthvert samúSarafl í henni, einhver sigurfögnuSur, sem laSar
hjarta vort aS bræSrunum í fyrstu kristni.
Þá sný eg til Selkirk-bréfsins aftur, eftir þennan útúrdúr: “Nú
fullvissar postulinn söfnuSinn ,um, aS dauSir upprísi—fyrst þeir,
sem dánir eru í trú á Krist, og síSan muni þeir, sem eftir lifa . verSa
ásamt hinum hrifnir burt í skýjum til fundar viS Drottin í loftinu;
og verSi svo meS Drotni alla tíma. En hann talar ekkert um þá,
sem ekki eru dánir í trú á Krist, hv'ort þeir muni þegar upprísa á
eftir hinum, og segir ekkert um aSskilnaS vondra og góSra eftir
upprisuna Jsjá Matt. 25. kap.J. HvaS ályktar þú, aS komi til þess?”
ÁstæSan liggur í því, sem eg hefi þegar bent á. BréfiS er ekki
guSfræSarit, heldur sendibréf, sett saman í snatri innan um margs-
konar annir, til þess aS styrkja og hughreýsta bræSurna í Þessalon-
íku. Postulinn skrifar því þaS eitt, sem hann álítur aS komi þessum
sérstaka söfnuSi helzt aS notum þá stundina, og tekur í sambandi
viS upprisulærdóminn ekkert annaS til umtals en þaS atriSi, sem
bræSurnir þar voru þá í vandræSum meS—hvaö yrSi um vinina
burtsofnuSu viS endurkomu Krists. Vér getum því ekki búist viS,
aS sjá hér alla upprisukenning Páls, hv'aS þá alls nýja testamentisins.