Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1917, Blaðsíða 25

Sameiningin - 01.01.1917, Blaðsíða 25
343 yðar og drenginn með yður, því, Wolsifer, eg má til að hafa trygging fyrir, að þér reynist trúr. Og ef þér svíkið mig, þá sendi eg yður aftur í fangelsið og verðið þér þar þá eins lengi og lög framast leyfa: tuttugu og eitt ár.—J?ér megið nú fara.”— Og eg horfði á eftir þeim um leið og þau hurfu út í myrkrið. Næsta mánuð komu þau aftur. En nú voru þau fjög- ur: faðirinn, móðirin, drengurinn litli og ungbarn. Og þau komu reglulega einu sinni í hverjum mánuði í átján mán- uði. Svo var það eitt aðfangadagskvöld jóla, að eg sem oftar sat í ríkisskrifstofunni stóru, skuggarnir lengdust og rökkrið kom, en eg var ekki einn þarna. Hjá mér voru, þessi maður, konan hans, drengurinn litli og barnið. Og aftur stóð eg upp, tók í hönd manninum, horfði í augu hon- um og sagði við hann: “Will, Guð blessi yður! pér eruð aftur orðinn maður. pér hafið reynst trúr. pér hafið gert góð reikningsskil. Og á þessari fagnaðarhátíð, sem svo þrungin er af minn- ingum um hann, sem dó til að afplána mannlega synd, ætla eg að gefa yður jólagjöf, sem nokkurs er verð: Skilyrðis- lausa náðun. Takið við náðunarbréfinu, hér er það, og gerið ekki rangt framar—”. Menn og konur, vitið þér hvað eg var að reyna að gera þetta aðfangadagskveld ? Eg var að reyna, eftir því sem eg bezt gat, að bæta úr skaðsemdarverki drykkjustofanna í Bandaríkjunum. Eg var að reyna, að skeyta saman aft- ur sundurbrotna hluti þeirrar einingar, sem myndar amer- ískt mannfélag,—heimilið, föður, móður og böm. Eg var að reyna að gefa æskunni sína réttmætu arfleifð. Og eft- ir að þau voru farin út, farin út undir bert loft, svalt, stilt og hressandi eins og það var þessi jól, sat eg einn eftir í hinni víðu og miklu skrifstofu og hafði nokkurskonar ein- tal við sjálfan mig: “Hanley, hér er verk handa manni að vinna. Mun þér vera gefin náð til þess, og hefir þú hu_g til að offra á altari þess metnaði þínum og löngun þinni til þess að hafa vinsældir og gott álit manna? Ertu viljugur að fara af stað, ferðast um þessa heimsálfu og berja á því, sem kom þessu hryggilega grimdarverki til leiðar?” Svo árum skiftir hefi eg hlýtt þessu kalli eins vel og eg hefi getað. Og heyrið mig, vinir, bardaginn hefir gengið frábærlega vel. Orustan aldrei staðið betur en nú. Og ef við sigrum—og við sigrum samkvæmt Guðs fyrirhugaða ráði.—En það verður að koma fram í hjörtum kristinna manna og kvenna meira af umburðarlyndi, meira af sam- tökum, meira af drenglyndi, að standa hlið við hlið og berj-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.