Sameiningin - 01.03.1909, Qupperneq 5
amcuúngtii.
Mánadarrit til stuð'nings kirJcju og kristindómi íslendinga,
gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vestrheimi.
RITSTJÓRI JÓN BJAJINASON.
XXIV. áeg. WINNIPEG, MARZ 1909 Nr. i.
Tilfinningalífið
í Ijósi trúarinnar á Jesúm, er hann gengr út í
friðþægingar-pislirnar.
Langafastan stendr nú yfir. Það er sú tíð ársins,
sem öllum öðrum árstíðum fremr leiðir fólk innan
kristinnar kirkju vorrar að dýpsta og alvarlegasta atriði
trúarinnar, — kirkjuárs-tíðin, sem frá alda-öðli hefir
helguð verið minning píslarsögu drottins vors Jesú
Krists. „Svo elskaði guð heiminn, að hann gaf son sinn
eingetinn til þess að liver, sem á hann trúir, glatist ekki,
heldr hafi eilíft lífJ‘ Þetta er hjartað í kristindóms-
opinberaninni, og' út frá þessu hjarta streyma hinir ó-
teljandi andlegu straumar vatnsins lifanda, sem náðar-
þyrstar mannssálirnar eru leiddar að með prédikan guðs
orðs — að sínu leyti eins og slagæðarnar, sem kvíslast út
um alla parta líkama vors, koma allar með hlóðið frá
sameiginlegri uppsprettu, hjartanu í brjósti voru. Að
þessum miðdepli trúar vorrar, þessarri uppsprettu allra
kristilegra huggunarorða, erum vér leiddir með píslar-
sögunni. Út af því óviðjafnanlega kærleikserindi, sem
nú sérstaklega um þetta leyti árs kveðr við í kirkjunni,
ætti angrblíð trúartilfinning að gagntaka sálir allra.
Það ætti í því efni að vera eins ástatt fyrir kirkjulýðnum
öllum eins og forðum var fyrir krossfara-hópnum, sem
á löngu liðinni öld var á leið vestan úr Evrópu í anstr-
veg til þess að vinna landið helga úr höndum Múhameðs-