Sameiningin - 01.03.1909, Side 8
4
einnig æfinlega í viljanum. Það, sem guð sýnir þér,
maðr! í kærleiks-opinberan sinni, það, sem liann býðr
þér eða bannar þér í orði sínu, það, sem Jesós Kristr
liefir fyrir þig gjört með endrlausnarverki sínu, — hver
áhrif hefir það á vilja þinn? Þetta er aðal-spurningin
til livers einasta manns. Dregr þetta þig að guði ? Eða
lirindir það þér, ef til vill, burt frá guði ? Hrífr það
vilja þinn svo, að hann rít af því stefni til ljóssins og
lífsins? eða út í myrkrið og dauðann? Eða hefir það
engin áhrif á þig, svo að vilji þinn sé af því ósnortinn,
eins og væri það ekki til fyrir þig? Nei, þetta þriðja er
ekki til. 1 reyndinni er það ómögulegt, að vilji nokkurs
manns lialdi sér óháðr andspænis hinum drottinlega
vilja, sem til mannanna talar í kristindóms-orðinu.
Guð spyr ætíð að því, hvað vilja manna líði. Brenni-
depill trúarlífsins því æfinlega í viljanum. Og þunga-
miðja hins siðferðislega lífs sömuleiðis þar. Vilja-
stefnan og vilja-styrkleikrinn — það er mælikvarði liins
kristilega trúarlífs. En þó að svo sé, þá iná því þó ekki
gleyma, að ef viljinn stefnir í rétta átt, þangað sem guð
fyrir Jesúm Krist kallar synduga menn, sé viljinn ein-
lægr og í sannleik innblásinn af heilögum anda, þá lilýtr
það vilja-ástand lijá manninum að hafa álirif á gjörvallt
líf lians, og því auðvitað á tilfinningarnar, bæði tilfinn-
ingar gleðinnar og sorgarinnar. Margar raddir má og
heyra úr gnðs orði, sem skora á menn ýmist að vera
glaðir ellegar hryggir, drottinleg boðorð um að menn
skuli fagna af öllu hjarta, eða að menn skuli syrgja og
gráta.
Að sumu leyti temprar kristindómrinn tilfinningar
manna, en að sumu leyti örvar hann þær. Til er synd-
samleg gleði, og til er svndsamleg sorg. Þær tilfinning-
ar geta orðið að loganda eldi, hræðilegu báli. Kristiri
dómrinn slekkr þann eld, fái hann fullt vald vfir viljan-
um. En til er og lieilög gleði og heilög sorg. Kristindómr
inn glœðir hvoratveggja. Og þar sem ekkert slíkt hefir
áðr verið fvrir í lífi einhvers manns lætr lrann hvort-
tveggja fœðast. Heilt haf af nýrri gleði er komið inn í
mannkynssöguna með kristindóminum; það hlýtr svo að