Sameiningin - 01.03.1909, Síða 12
8
með sér inn á þessar venjulegu bœnarstöðvar, en verð-
andi fyrir þeirri raun, að þeir gátu ekki baldið sér vak-
andi, heldr sváfu eins og ekkert væri um að vera, þá er
hann nálega fast hjá þeim háði hina voðalegu sálar-
baráttu. Jesús, er hann hvað eftir annað rís upp frá
bœn sinni til þess með kærleiksorðum sínum, hinum blíðu
hryggðarorðum, að vekja þá af hinum líkamlega dvala
og vara þá við að falla í andlegan svefn. Jesús, er hann
er að virða fyrir sér fyrirfram allar hinar ókomnu písl-
ir, sem yfir honum vofa, og tekr svo mikið út af þeirri
hugsan, að hann sveitist blóði, hann allr líkamlega í
slíku sveitabaði, að blóðhnyklarnir falla af andliti hans
niðr á jörð. Þvílík sjón!
Auðsætt er, þá er þetta kemr fyrir í fyrsta þætti
hinnar miklu harmsögu, að á þeirri stund sér hann skelf-
ingarnar allar, líkamlegar og andlegar, er þá vofðu yfir
honum. Hann horfir yfir kvalahafið allt, er fyrir fram-
an hann lá. Hann er staddr á strönd þess úthafs, lítr
það í allri þess œgilegu breidd og lengd, sér öldurnar rísa>
eina annarri hærri og hræðilegri, óteljandi slíkar öldur,
sem allar hljóta yfir hann að falla með þunga eilífðar-
innar. Þvílíkar öldur! Þvílík kvöl! Þvílíkt dauðahaf!
Og hver einasti einn af oss, hver einasti maðr,
fœddr og ófœddr, um víða veröld átti, á enn og mun ætíð
eiga ítak í þessu hafi. Því synd mannkynsins hafði
myndað það kvalahaf. Þá er Jesús var skírðr í Jórdan,
hafði hann látið vígjast til þess að friðþægja fyrir mann-
kynssyndina og hinar óteljandi syndir mannlegra ein-
staklinga, en þá einnig til þess að kasta sér út í þetta
dauðahaf. Og nú er stundin komin, þá er þetta hlýtr
að verða. Þá grípr hin voðalega angist hann. Enginn
skilr þann sársauka til fulls, því þar er um dýpsta leynd-
ardóm endrlausnarverksins að rœða. Með skynseminni
alls ekki, og með hjartanu að eins að nokkru leyti. Guðs
sonr var hann — elskulegr sonr guðs eins og röddin frá
himnum heyrðist votta við skírn hans og seinna á fjall-
inu helga, þá er hann ummyndaðist. Guðdóminn átti
hann, og var sér þess fullkomlega meðvitandi ávallt. En
þjáningar verðr hann að taka út eins og væri hann að