Sameiningin - 01.03.1909, Blaðsíða 34
30
W Keisarinn lét sér þó ekki nœgja aS svifta Arkelás em- W
bættinu; hann veitti Jerúsalemsbúum þann áverka, sem
auðmýkti þá til muna, og einkum særöi hann mjög mikiö
hina stœrilátu valdhafendr Musterisins, sem öllum öörum
voru viökvæmari í þeim efnum. Hann gjörði Júdeu aö
rómversku skattlandi og tengdi það við stjórnarumdœmi
jarlsins, er settr var yfir Sýrland. Svo í stað þess að hafa
yfir sér konung, sem stjórnaði með Iþeim höfðingskap, er
slíkum valdsmanni hœfði, frá höllinni, sem Heródes lét
eftir sig á Síonsfjalli, komst Jerúsalem undir yfirráð minna-
háttar embættismanns, er nefndr var procurator og stóð í
sambandi við keisarahirðina í Róm gegn um Sýrlands-
jarlinn, sem aðsetr hafði í Antiokkíu. Til þess að Gyð-
ingar fyndi enn meir til áverkans var prókúratornum ekki
leyft að setjast að í Jerúsalem, heldr var Sesarea gjörð að
stjórnarsetri hans. Það, sem þó auðmýkti þá mest og
særði, enda var einmitt í þeim tilgangi gjört, var (það, að
Samaría, sem þeir fyrirlitu meir en nokkurn annan blett
í heimi, var tengd við Júdeu sem partr af sama skattlandi.
Má nærri geta, hve óheyrilega sárt Faríseum, hinum
kredduföstu sértrúarmönnum, hefir sviðið það að verða
fyrir olnbogaskotum og háði í návist prókúratorsins í
Sesareu af hálfu hinna hálf-heiðnu Samverja, sem helgistöð
höfðu á Gerizim-fjalli.
í þessu dimmviðri hörmunganna var þó fyrir hinn
fallna lýð ein — að eins ein — huggunar-skíma: Œðsti
prestrinn sat í höll Heródesar á torginu og hafði þar nokk-
urskonar hirð um sig. Það er hœgt að átta sig á því, í
hverju embættisvald hans var í raun og veru fólgið.
Dómsvald í málum, sem vörðuðu dauðahegning, heyrði
prókúratornum til. Réttarhald allt fór fram í nafni
lagafyrirmæla keisaradœmisins rómverska og þeim
samkvæmt. Enn meira máli skifti þó það, að em-
bættismaðr sá, sem stóð fyrir tollheimtunni af hálfu róm-
versku stjórnarinnar, var sambýlismaðr prókúratorsins í
hinu konunglega stórhýsi, með öllum hinum mörgu aðstoð-
armönnum hans, bókhöldurum, gjaldkerum, undir-toll-
heimtumönnum, uppljóstrsmönnum og njósnurum. Sú var
þó bót í máli fyrir þá, er síðar voru að láta sig dreyma um
frelsi þjóðarinnar, að helzti valdsmaðrinn í höllinni var
Gyðingr. Návist hans þar dag eftir dag var út af fyrir sig
nóg til þess að minna á sáttmálana og fyrirheiti spámanp-
anna og á þær tíðir, er Jehóva stjórnaði kynkvíslum þjóð-
arinnar með sonum Arons að verkfœrum sínum; þetta var
þeim til sannindamerkis um það, að hann hefði ekki sleppt
af þeim hendi sinni. Von þeirra lifði því, efldi þá að þol- $