Fréttablaðið - 29.04.2011, Side 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sími: 512 5000
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011
STJÓRNMÁL Frumvarp um breytingar á lögum
um stjórn fiskveiða verður lagt fyrir ríkisstjórn
í dag eða strax eftir helgi í síðasta lagi. Hags-
munaaðilar í sjávarútvegi fá ekki að sjá frum-
varpið fyrr en það hefur fengið umfjöllun í rík-
isstjórn og í þingflokkum stjórnarflokkanna.
Mikil vinna hefur verið lögð í að ljúka
gerð frumvarpsins síðustu daga. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins hafa embættis-
menn og fáeinir stjórnarliðar setið tugi funda
og embættismenn lögðu lokahönd á einstakar
greinar frumvarpsins í gær.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra
sendu ríkissáttasemjara yfirlýsingu í gærkvöldi
vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. Yfirlýs-
ingunni fylgdi sérstök bókun um málsmeðferð
vegna frumvarpsins.
Samkvæmt heimildum segir í bókuninni að
eftir að frumvarpið hefur fengið umfjöllun í
ríkisstjórn og þingflokkum stjórnar flokkanna
verði það fyrst kynnt helstu hagsmunaaðilum í
sjávarútvegi á lokuðum trúnaðarfundum, áður
en það verður lagt fram á þingi.
Þá segir að eftir að hagfræðilegri greiningu
á áhrifum fyrirhugaðra breytinga á rekstur og
starfsumhverfi sjávarútvegsins er lokið muni
Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið til-
nefna tvo fulltrúa hvort ásamt fulltrúum stjórn-
arflokkanna til að vinna að frekari sátt um
málið. Þeirri yfirferð á að vera lokið 8. júní.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru
þessar hugmyndir um málsmeðferð metnar
af forystumönnum í sjávarútvegi sem hrein
sýndarmennska af hálfu ríkisstjórnarinnar og
í sjálfu sér einskis virði í samhengi við gerð
kjarasamninga.
Fáir þekkja efni frumvarpsins í þaula. Kerf-
inu verður þó örugglega skipt upp; í nýtinga-
samninga við útgerðina og potta til samfélags-
legra verkefna.
Samkvæmt heimildum er stefnt að því að
pottarnir verði 15 til 20 prósent aflaheimilda að
fimmtán árum liðnum og nýtingartími útgerð-
arinnar fimmtán til tuttugu ár. Útgerðarmenn
segja að lágmarks nýtingartími í samningum
verði að vera 35 ár. Framsal aflaheimilda tekur
þá nær örugglega breytingum, enda sagði í yfir-
lýsingu ríkisstjórnarinnar til SA nýlega að for-
gangur núverandi kvótahafa yrði brotinn upp
og komið í veg fyrir fénýtingu á sameign þjóð-
arinnar með leigu og sölu á aflaheimildum.
Heimildir segja að ágreiningur á stjórnar-
heimilinu snúist um hvort útgerðarmenn eigi
að ganga að frekari nýtingarsamningum vísum
eftir tuttugu ár. Eins hvaða forsendur verða
hafðar til hliðsjónar við að reikna út veiðigjald
og hvernig skattheimta af útgerðinni verður
hugsuð. - shá
Föstudagur
skoðun 12
3 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Föstudagur
Popp
29. apríl 2011
98. tölublað 11. árgangur
aflaheimilda
fara í potta
til samfélags-
legra verkefna.
15 - 20%
FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS • MAÍ 2011
JÚLÍ HEIÐAR
föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS
29. apríl 2011
Sigurður Hrannar HjaltasonÚr leiklistinni ífl
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
Voru Mozart og Beethoven vinir? er yfirskrift hádeg-istónleika í tónleikaröðinni Klassík í hádeginu sem haldnir verða í Gerðubergi á sunnudag. Þar munu Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari og Þóra Einarsdóttir sópransöng-kona flytja ljóð klassísku höfuðskáldanna Mozarts og Beethovens. Tónleikarnir hefjast klukkan 13.15.
Lára Björg Björnsdóttir rithöfundur fylgist uppáklædd með frumburði Díönu ganga í það heilaga:
Díana
fylgist
með að
ofan
Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton ganga í það heilaga í Lundúnum í dag:
Augu heimsins á brúðhjónunum
Heimsviðburður í
Westminster Abbey
Búist er við að margar
milljónir manna um
heim allan muni
fylgjast með
brúðkaupi Vil-
hjálms Breta-
prins og Kate
Middleton í
dag. SÍÐA 4
Stela athyglinni á Bretlandseyjum
Kristján Eyjólfs-
son gullsmiður
var spurður
hvort hann
vissi ekki
hvaða dagur
væri þegar
hann
ákvað að gifta sig í
London í dag. SÍÐA 30
Báðir afar í kon-
unglegt brúðkaup
Föðurafi Óðins
Páls Ríkharðssonar
verður viðstaddur
brúðkaupið í dag.
Móðurafi hans var
við brúðkaup Karls
Bretaprins og Díönu
prinsessu fyrir þrjátíu
árum. SÍÐA 2
Rokkarar sameinast
Níðþung og sveitt stemning
á tónleikum Skálmaldar og
Sólstafa í kvöld.
fólk 24
Tjú tjú
Cocoa Puffs!
NÝ
KILJA
rimmakonungur
Danmerkur
ksins á íslensku!
www.forlagid.is
GSH / MBL
www.forlagid.is
Alvöru netbókabúð
Ekkert sendingargjald út apríl!
Veldu léttari kost í þína
matargerð, veldu Milda.
SKÚRIR V-TIL Í dag verður
sunnan strekkingur V-til framan
af og skúrir, en annars hægari og
úrkomu lítið. Hiti 6-12 stig.
VEÐUR 4
8
7
5
7
8
UMHVERFISMÁL Fyrir lok næsta
árs er stefnt að opnun fyrsta met-
anorkuversins hér á landi sem
nýtir lífrænan úrgang til fram-
leiðslu á metangasi.
Skrifað verður undir vilja-
yfirlýsingu Stjörnugríss og Metan-
orku hf. um að kanna vænleika
þess að nýta úrgang frá svínabúi
Stjörnugríss að Melum í Melasveit
til framleiðslu og sölu metans sem
á að geta knúið allt að þúsund bíla.
Kostnaður við gerð orkuversins
er talinn nema 350 til 400 milljón-
um króna. Geir Gunnar Geirsson,
framkvæmdastjóri Stjörnugríss,
telur verkefnið hagkvæmt.
„Með þessu spörum við gjald-
eyri upp á að minnsta kosti 120
milljónir á ári. Til þess að gera
þetta mögulegt þarf ákveðna
stærðarhagkvæmni og hún er
til staðar á þessu svæði. Þarna
er líka pláss til kornræktar og í
leiðinni leysum við mál varðandi
lyktmengun og annað. Þetta er
grænt og vænt í alla staði.“
- óká / sjá síðu 4
Ætla að opna metanorkuver:
Svín knýi þús-
und metanbíla
Kvótafrumvarpið lagt fram
Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi fá ekki að sjá nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða fyrr en ríkisstjórn og þing-
flokkar stjórnarflokkanna hafa fjallað um það. Frumvarpið verður líklega lagt fram í ríkisstjórn í dag.
HRAUST UNGMENNI Holtaskóli í Reykjanesbæ kom sá og sigraði í úrslitum Skólahreysti sem
fram fór í Laugardalshöllinni í gær. Ungmenni fjölmenntu til að styðja sína keppendur. Sumir máluðu sig jafnvel
frá toppi til táar líkt og þessir glæsilegi hópur frá grunnskólanum á Egilsstöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Sigla þessi lygnan sjó?
Fréttablaðið skoðar í dag
hvaða lið enda í 5. til 8.
sæti í Pepsi-deild karla í
sumar.
sport 2 6
Valdboðleiðin ekki rétt
Hanna Birna Kristjáns-
dóttir er enn sannfærð
um að aukið samráð í
stjórnmálum sé hið rétta.
föstudagsviðtalið 10