Fréttablaðið - 29.04.2011, Side 20

Fréttablaðið - 29.04.2011, Side 20
2 föstudagur 29. apríl núna ✽ Láttu þig dreyma augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is og Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 blogg vikunnar Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld er löngu orðinn lifandi goðsögn innan tískuheimsins og hefur aldrei verið hræddur við að tjá skoðanir sínar. Þrátt fyrir að vera að nálgast áttrætt er hann enn starfandi yfirhönnuður tísku- húsanna Chanel og Fendi ásamt því að hanna undir eigin nafni. Lagerfeld er svo önnum kafinn að hann hefur ekki tíma til að heimsækja tannlækni eða þvo á sér hárið. „Ég mundi aldrei klippa á mér hárið því þessi greiðsla er auðveld í umhirðu. Ég fæ einhvern til að koma heim, þvo á mér hárið og setja það í tagl, ég geri það ekki sjálfur því ég hef einfaldlega ekki tíma til þess. Ég hef þó ekkert á móti því að vera svona upptekinn, ég kaus það sjálfur.“ Hönnuðurinn var nýverið spurður hvaða flík honum fyndist klæða konur illa og nefndi hann þar þvenginn fremstan í flokki: „Ég er ekki hrifinn af þvengnum.“ Þá vitum við það! - sm Karl Lagerfeld er upptekinn maður: Enginn tími til að sinna hárþvotti Upptekinn maður Karl Lagerfeld er svo upptekinn að hann hefur ekki tíma til að þvo á sér hárið. NORDICPHOTOS/GETTY Föstudagur rakst á Larissu Hadjio á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í febrúar og kolféll fyrir stórskemmtilegum töskum sem hún hann- ar. Töskurnar eru eftirmynd ýmissa sjávardýra og er þetta fyrsta línan sem Hadjio sendir frá sér. Hadjio er fædd og uppalin í Þýskalandi en á ættir að rekja bæði til Tékklands og Aserbaídsjans. Hún stundaði myndlistarnám við Central St. Martins-skólann í London og hefur nú fest rætur í borg- inni. Aðspurð segist hún hafa fært sig út í töskuhönnun vegna þess að henni hafi þótt skemmtilegra að skapa eitthvað sem hafi nota- gildi. „Það að skapa myndlist er mjög ólíkt því að skapa eitthvað sem fólk mun nota. Það veitir mér meiri ánægju að skapa hlut sem öðlast sitt eigið líf,“ útskýrir hún. Sjávarverutöskurnar eru hennar fyrsta töskulína og segist Hadjio stefna að því að senda frá sér nýja línu árlega héðan í frá. Ný lína er væntanleg í haust og segir Hadjio hana mjög ólíka þeirri fyrri. „Hún er einn- ig gerð með þrívíddartækni en inni- heldur engin dýr,“ segir hún og bætir við: „Í nýju línunni vinn ég aðeins með ólík form og þá helst hringlaga form. Ég er mjög spennt fyrir þeirri línu.“ Áhugasamir geta nálgast þessar skemmtilegu tösk- ur í gegnum vefsíðu hönn- uðarins www.larissahadjio. com. - sm Larissa Hadjio hannar skemmtilega öðruvísi töskur: SJÁVARVERUR LOKS Í TÍSKU Skemmtileg Larissa Hadjio hannar stórskemmtilegar tösk- ur sem eru eftirmynd sjávarvera. Þessi rækjuhandtaska er úr hennar smiðju. MYND/HILDUR MARÍA VALGARÐSDÓTTIR TÍSKUBARN Julia Restoin Roitfeld, fyrirsæta og dóttir Carine Roitfeld, mætti svartklædd í boð á vegum Chanel á Tribeca-kvikmyndahátíð- inni. Beint frá Afríku Hafi fólk áhuga á innanhúshönnun og fallegum hlutum yfir höfuð þá er lífsstílsbloggið www.lanaloustyle. blogspot.com skemmtileg lesn- ing. Síðunni er haldið úti af suður- afrískri stúlku sem er bæði mennt- aður fata- og vöruhönnuður og hefur gaman af því að miðla áfram öllum þeim fallegu hlutum og flík- um sem á vegi hennar verða. Það er skemmtilegt að renna í gegnum bloggsíðuna og skoða allar þær fallegu mynd- ir sem þar má finna og fyllast í leiðinni inn- blæstri. Safaríkur ávöxtur Kjólar, pils, fallegt skart og annað fínerí er á meðal þess sem má finna á bloggsíðunni www. popcultureafternoon. blogspot.com. Síðan er hugarfóstur Liz, sem búsett er í San Franc- isco og virðist hafa sérstakt gaman af pastellitum, fal- legu skarti og flaksandi síð- pilsum. Það er ánægjulegt að skoða götutískuna frá borg- um þar sem loftslagið er svolítið hlýrra en hér heima og láta sig í leið- inni dreyma og hlýna um hjartarætur. TVEGGJA TÍMA HLÁTURSKAST... MEÐ HLÉI Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is „Mjög vel heppnaður farsi, hraður og ótrúlega fyndinn“ – IÞ, Mbl NÁTTÚRAN Í KRUKKU Angelica-andlitslínan frá L‘Occitane inniheldur efni úr lífrænni hvönn. Vörurnar eru léttar og frískandi og gera húðina bæði mjúka og ferska. Auk þess finnst manni húðin endurnærð og fallegri fyrir vikið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.