Fréttablaðið - 29.04.2011, Side 42
29. apríl 2011 FÖSTUDAGUR18
timamot@frettabladid.is
Tíu ár eru liðin frá því að hönnunar-
og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
tók til starfa. Af því tilefni efnir deild-
in til samræðuþingsins Hreyfiafls í
Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi,
á morgun, laugardag. Þar munu sautj-
án kennarar við skólann flytja stutt
erindi og kynna verkefni deildarinnar
og hlutverk.
„Síðustu ár hefur orðið sprenging
í hönnun og öllum áhuga á hönnun,
sem við teljum tilkomu deildarinnar
eiga þátt í,“ segir Jóhannes Þórðar-
son, deildarforseti hönnunar- og arki-
tektúrdeildar. „Almennt gerir fólk sér
þó ekki grein fyrir hvað kennararn-
ir eru að fást við hér innanbúðar. Við
viljum vekja athygli á umhverfi okkar
og starfsháttum og benda á þær fjöl-
breyttu aðstæður sem hönnun og arki-
tektúr snerta í samfélagsmyndinni,“
segir Jóhannes og bætir við að sú hug-
myndafræði sem beitt er í hönnun eigi
erindi við fleiri greinar í samfélaginu;
hún byggi á rannsóknum, rökhugsun
og fagurfræði en ekki síst ímyndunar-
afli.
„Hönnuðir eru skapandi fólk og for-
vitið, þeir spyrja áleitinna spurninga
og draga hlutina fram frá öðrum sjón-
arhornum en venjan er,“ segir Jóhann-
es. Rannsóknar- og samstarfsverkefnð
„Stefnumót við bændur“ er dæmi um
þetta en þar hafa nemar í vöruhönnun
skoðað það hráefni sem bændur vinna
með og hvernig auka megi virðisauka
þess. Verkefnið er styrkt af Rannís
tæknisjóði og hefur staðið yfir í fjög-
ur ár. Þegar eru komnar vörur í fram-
leiðslu, meðal annars skyrkonfektið
frá Erpsstöðum og Rabbarbía, sultur
og karamella frá Löngumýri.
„Við viljum hvetja til þess að horft
verði til staðbundinna aðstæðna hér á
Íslandi og séreinkenna samfélagsins,
náttúrunnar og menningararfsins. Og
að þessi aðferðafræði verði nýtt inn í
fleiri atvinnugreinar, til dæmis sjávar-
útveginn, ferðamennsku og orkugeir-
ann,“ segir Jóhannes.
Á tíu árum hafa útskrifast frá
Listaháskólanum um sjötíu nemendur
með BA í arkitektúr, hátt í sextíu vöru-
hönnuðir, um 100 fatahönnuðir og enn
stærri hópur grafískra hönnuða. En
hvernig metur Jóhannes stöðu hönn-
unar á þessum tíu ára tímamótum?
„Staða hönnunar er sterk faglega en
það vantar upp á almennan skilning á
hvers konar afl hönnun er. Við vörpum
vonandi ljósi á það á morgun.“
Samræðuþingið hefst klukkan 10
og stendur til 17. Aðgangur er öllum
opinn. Nánari upplýsingar er að finna
á www.lhi.is
heida@frettabladid.is
SAMRÆÐUÞING: Í TILEFNI 10 ÁRA AFMÆLIS HÖNNUNAR- OG ARKITEKTÚRDEILDAR
Hönnun er vannýtt hreyfiafl
KYNNA MÖGULEIKA HÖNNUNAR Á morgun hefst samræðuþingið Hreyfiafl í Listasafni Íslands á vegum hönnunar- og arkitektúrdeildar LHÍ en
tíu ár eru síðan deildin tók til starfa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
53
Óeirðir brutust út í Los Angeles í kjölfar
þess að fjórir lögregluþjónar voru sýknaðir
eftir að hafa gengið í skrokk á Rodney
King, þeldökkum leigubílstjóra. Forsaga
málsins var sú að árið 1991 stöðvaði
lögreglan Rodney King fyrir að aka
yfir hámarkshraða. Lögreglumennirnir
fjórir gengu síðan í skrokk á leigubílstjór-
anum meðan aðrir laganna verðir stóðu
aðgerðarlausir hjá.
Atvikið náðist á myndband, sem var
sýnt um allan heim og vakti gífurleg
viðbrögð. Þegar sýknudómur féll í máli
lögreglumannanna hópuðust þúsundir af
reiðum þeldökkum Bandaríkjamönnum
saman og óeirðir brutust út. Alls létust
53 í óeirðunum, 2.000 manns slösuðust
og yfir 10.000 manns voru handteknir en
óeirðirnar stóðu yfir í sex daga.
Heimild: wikipedia.org
ÞETTA GERÐIST: 29. APRÍL ÁRIÐ 1992
Óeirðir brjótast út í Los Angeles
MICHELLE PFEIFFER leikkona er 53 ára
„Á einhverjum tímapunkti breytti ég til og fór að horfa á björtu hliðarnar í stað þess að
einblína stöðugt á skuggahliðarnar. Nú horfi ég á allt sem ég á og finnst ég heppin.“
Grænum apríl og árleg-
um degi umhverfisins
verður fagnað laug-
ardaginn 30. apríl í
Grasagarðinum með
fjörugum náttúruleikj-
um fyrir alla fjölskyld-
una. Einnig verður
boðið upp á göngu eftir
„ónáttúrulega stígnum“
en við hann er ýmislegt
forvitnilegt að finna
sem alla jafna á ekki
heima í Grasagarðin-
um.
Félagar í Rathlaups-
félaginu Heklu kynna
rathlaup fyrir gestum
sem og nýja, varanlega
rathlaupsbraut félags-
ins í Laugardal en rat-
hlaup er skemmti-
leg íþrótt fyrir alla aldurshópa. Þátttakendur fá kort af
hlaupasvæðinu og hlaupa með aðstoð þess á milli stöðva
sem merktar eru á kortið.
Tvær leiðir verða í boði í rathlaupinu. Önnur hentar vel
fjölskyldufólki með börn og vagna þar sem farið er eftir
stígum dalsins en hin leiðin ætti að kæta þá sem vilja
spretta úr spori og keppa við tímann. Einnig verða settar
upp tvær örbrautir þar sem gestum býðst að prófa rathlaup
með nýjum rafeindabúnaði fyrir tímatöku og stöðvamerk-
ingu. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.
Gestir eru hvattir til að koma sér á staðinn með umhverf-
isvænum hætti; gangandi, hlaupandi, hjólandi, með almenn-
ingsvagni eða með því að samnýta bílferðir. - gun
Náttúruleikir í
Laugardalnum
Í RATLEIK Hlaupið er milli stöðva sem
merktar eru á kort.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
Iðunn Heiðberg
áður til heimilis að Rauðalæk 12,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtudaginn
21. apríl. Útför fer fram frá Áskirkju föstudaginn
29. apríl kl. 13.00.
Páll Árnason Gyða Hafdís Margeirsdóttir
Ingibjörg Árnadóttir Neil Young
Helga Árnadóttir Róland Assier
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, sonur,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Kristján Sigurbjarnarson
verkfræðingur, Leirutanga 19,
Mosfellsbæ,
sem lést sunnudaginn 24. apríl á heimili sínu,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í Reykjavík,
mánu daginn 2. maí, klukkan 13. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast
hans er bent á heimahlynningu Landspítalans.
Ólöf S. Valdimarsdóttir
Áslaug Kristjánsdóttir
Valdimar Kristjánsson Anna Magdalena Helgadóttir
Áslaug Kristjánsdóttir Thor Thors
Katrín Kristjánsdóttir Peter Gadermeier
og afabörn.
100 ára afmæli
Ólöf Kristjánsdóttir
frá Gautsstöðum á Svalbarðsströnd er
100 ára í dag.
Ólöf er fædd 29. april 1911 á Helgastöðum
í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu.
Fyrstu árin var hún hjá Kristínu móður sinni og Hjálmari
fósturföður að Vagnbrekku í Mývatnssveit. Í kringum fermingu
fer hún í vist til Friðriku, eldri systur sinnar sem þá er orðin
húsfrú á Efri-Dálksstöðum á Svalbarðsströnd. Þar kynnist hún
Friðbirni Olgeirssyni eiginmanni sínum. Árið 1929 hófu þau Ólöf
og Friðbjörn búskap á Gautsstöðum og bjuggu þar til Kristján
Friðrik, sonur þeirra, tók við búskapnum í kringum 1980.
Saman áttu þau fi mm börn. Kristínu, f. 1930, Benedikt, f. 1934,
Jóhannes Olgeir, f. 1940, Kristján Friðrik, f. 1943 látinn 1998 og
Sæmund Gauta f. 1946. Friðbjörn, eiginmaður Ólafar, lést 1982.
Ólöf átti tvö alsystkin, Friðriku og Sæþór bónda í Fagranesi í
Aðaldal og tvö hálfsystkin, þau Helgu og Arinbjörn Hjálmars-
börn frá Vagnbrekku í Mývatnssveit.
Eftir 55 ára búskap á Gautsstöðum færir Ólöf sig yfi r fjörðinn
og dvaldi um tíma á Dvalarheimilinu að Skjaldarvík. En síðustu
árin hefur hún búið á Dvalarheimilinu Kjarnalundi við Akureyri.
Ólöf er við góða heilsu og aðeins er stutt síðan hún lagði handa-
vinnuna á hilluna. En daglega les hún rauðar ástarsögur og
getur ekki hugsað sér að missa af Bold and the Beautiful.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
Elsa Guðmundsson
áður til heimilis að Álfhólsvegi 72,
Kópavogi,
andaðist miðvikudaginn 20. apríl á Hjúkrunarheimili
Hrafnistu í Boðaþingi í Kópavogi. Útförin fer fram frá
Kópavogskirkju mánudaginn 2. maí kl. 13.00.
Guðmundur T. Guðmundsson
Sveinn G. Guðmundsson Gerður K. Karlsdóttir
Bjarni Guðmundsson Ida M. Semey
barnabörn og barnabarnabörn