Fréttablaðið - 29.04.2011, Side 18
29. apríl 2011 FÖSTUDAGUR2
Sem telpa teiknaði ég mig alltaf
með kórónu við kastala og enn á ég
mín augnablik þar sem ég hugga
mig við að vera prinsessa þegar
heimurinn er vondur,“ segir Lára
sem smitaðist af áhuga á kónga-
fólki og amerískum forsetafrúm af
ömmu sinni, Birnu Önnu Sigvalda-
dóttur, sem var lengi húsmóðir í
Bandaríkjunum og ánafnaði henni
stórt bókasafn um hið bláa blóð.
„Þannig hafði ég lengi dálæti á
spænsku konungsfjölskyldunni og
var mjög tilbúin að giftast Felipe
krónprins þegar hann var á lausu.
Ég var búin að kynna mér að hann
átti átta hallir í samanburði við
Hákon krónprins af Noregi sem
átti bara fjórar. Þá þótti mér ein-
faldlega viðeigandi að við myndum
eigast því nafnið Lára er spænskt
og mamma hans heitir Soffía eins
og langamma mín og önnur hver
kona í ættinni, auk þess sem for-
eldrar hans gáfu ömmu minni og
afa áletraðan silfurplatta sem nú
stendur í öndvegi hjá mér. Því var
pínu erfitt þegar hann byrjaði með
sinni ótrúlega fögru og mjóu sjón-
varpsstjörnu, en lífið heldur áfram
og ég hefði líkast til aldrei getað
keppt við prinsessuna hans,“ segir
Lára einlæg, en hún ber ósvikna
hlýju til sona Díönu prinsessu.
„Ég hafði árum saman áhyggj-
ur af Vilhjálmi og Harrý því móð-
urmissirinn var þeim þungbær,
en það hefur ræst ótrúlega vel úr
þeim. Mér finnst Vilhjálmur bæði
sætur og góður, og alls ekki síðri
þótt hárið sé farið að þynnast, því
hann er bara að eldast sem full-
orðinn karlmaður,“ segir Lára með
sanni, en hún hefur einnig sínar
skoðanir á kvonfangi Vilhjálms.
„Kate er ósköp settleg, mjó og
fullkomin, en það sviptir hana
karakter. Bæði Jackie Kennedy
og Díana prinsessa höfðu ein-
hverjar náðargjaf-
ir sem gerðu þær
einstakar en Kate
skortir allt slíkt. Því
á hún sennilega ekki
eftir að gera eitthvað
óvænt eða einstakt
sem prinsessa,“ segir
Lára íhugul, en hún er
einna spenntust fyrir
að sjá brúðhjónin
ganga heilu og höldnu
í eina sæng í dag.
„Ég set öryggið ofar
en kjólinn og vil ekki upplifa morð
eða slys á þessum hamingjudegi.
Meira en hálf milljón stjórnleys-
ingja hefur boðað komu sína á
vettvang brúðkaupsins, og af því
ég er svartsýn að eðlisfari óttast
ég óeirðir og um öryggi
þeirra, en óska þess um
leið að þau eigi fallegan
dag og lifi hamingju-
söm til æviloka eins og
í ævintýrunum,“ segir
Lára.
thordis@frettabladid.is
Lára Björg segir þá sem hæst mótmæla beinni útsendingu brúðkaupsins vera þá
sömu og sitja yfir enskum fótbolta í beinni allar helgar, og biður þá að hafa sig hæga.
Silfurplatti Spánarkonungs
var gjöf til afa Láru Bjargar,
Guðmundar Benediktsson-
ar, fyrrverandi ráðuneytis-
stjóra í forsætisráðuneytinu, og
ömmu hennar, Kristínar Önnu
Claessen.
Framhald af forsíðu
Sýning á verkum Margrétar Birgisdóttur opnaði í Kirsuberjatrénu að Vesturgötu 4 í gær
og stendur opin til 7. maí. Margrét útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið
1981 og er þetta fimmta einkasýning hennar en hún hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum
samsýningum heima og erlendis.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRI
MENNING
Háskólalestin mun ferðast um landið í
sumar með dagskrá fyrir allan aldur.
Háskólalestin fór af stað í gær. Hún
er liður í aldarafmælishaldi Háskóla
Íslands en ætlunin er að fagna því
um allt land í sumar.
„Háskólalestin mun ferðast með fjöl-
breytta dagskrá fyrir alla aldurshópa
og bjóða upp á viðburði, vísindi, fjör
og fræði,“ segir lestarstjórinn Guð-
rún Bachmann. „Fyrstu áfangastaðir
eru Stykkishólmur og Hvolsvöllur en
á ferðaáætlun lestarinnar eru samtals
níu viðkomustaðir í sumar,“ bætir hún
við. Heimsókn lestarinnar á hverj-
um áfangastað stendur yfirleitt í tvo
daga. Þann fyrri sækja grunnskóla-
nemar margvísleg námskeið en síðari
dagurinn er ætlaður gestum á öllum
aldri. Viðkomustaðir lestarinnar verða
Stykkishólmur, Hvolsvöllur, Höfn í
Hornafirði, Skagaströnd, Húsavík, Bol-
ungarvík, Egilsstaðir, Sandgerði og
Seltjarnarnes. Lestin stoppar í Stykk-
ishólmi 29. og 30. apríl og verður á
Hvolsvelli dagana 1. til 6. maí. Nánari
upplýsingar um dagskrána á hverjum
stað fyrir sig er að finna á www.hi.is
Háskóla lestin af stað
Steinar Waage
Kringlunni/Smáralind
verð 19.995
st. 36-41
verð 24.995
st. 36-41
verð 12.995
st. 36-41
verð 21.995
st. 36-41
verð 17.995
st. 36-41
verð 12.995
st. 36-41
Kaupfélagið
Kringlunni/Smáralind
verð 15.995
st 37-41
ecco
Kringlunni/Smáralind
Skór.is
Kringlunni/Smáralind
verð 8.995
st. 36-41
Sölustaðir:
10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó,
Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1,
Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,
Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin,
Fiskbúðin Freyja, Melabúðin.
ÍSLENSK FÆÐUBÓT
BITAFISKUR
-næring fyrir líkama og sál