Fréttablaðið - 29.04.2011, Side 50
29. apríl 2011 FÖSTUDAGUR26
sport@frettabladid.is
HALLBERA GUÐNÝ GÍSLADÓTTIR tryggði Val 2-1 sigur á Breiðabliki í undanúrslitaleik Lengjubikars kvenna á
gervigrasinu á Hlíðarenda í gærkvöldi en Valsliðið mætir annaðhvort Þór/KA eða Stjörnunni í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Leikur
Þórs/KA og Stjörnunnar átti að fara fram í Boganum í gær en honum var frestað um sólarhring. Rakel Logadóttir kom Val í 1-0 en
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir jafnaði metin fyrir Breiðablik. Hallbera skoraði síðan sigurmark Vals úr vítaspyrnu.
ÚRSLITASTUND
AKUREYRI 21-22 FH
Þri. 26. apríl | Úrslit | Leikur 1
FH - AKUREYRI
Kaplakriki | Kl. 20.15
Fös. 29. apríl | Úrslit | Leikur 2
FH - AKUREYRI
Kaplakriki | Kl. 19.30
Mið. 4. maí | Úrslit | Leikur 4 *ef þarf
AKUREYRI - FH
Höllin, Ak. | Kl. 20.15
Fös. 6. maí | Úrslit | Leikur 5 *ef þarf
AKUREYRI - FH
Höllin, Ak. | Kl. 16.00
Sun. 1. maí | Úrslit | Leikur 3
1. ???
2. ???
3. ???
4. ???
5. ÍBV 78 stig
6. Fram 73 stig
7. Keflavík 60 stig
8. Fylkir 46 stig
9. Grindavík 35 stig
10. Víkingur 34 stig
11. Stjarnan 33 stig
12. Þór Akureyri 12 stig
Spá Frétta blaðsins
fyrir sumarið 2011 í
Pepsi-deild karla
Lykilmenn liðanna
Andri Ólafsson, ÍBV var prímus mótor á miðju Eyjamanna í fyrra. Hann er mjög
mikilvægur á báðum endum vallarins og hefur verið lengi í leiðtoga-
hlutverki í Eyjaliðinu.
Jón Guðni Fjóluson, Fram átti frábært sumar í fyrra og var meðal
bestu manna deildarinnar. Jón Guðni var orðaður við erlend lið
síðasta haust en ákvað að vera áfram í Safamýrinni sem er mikið
fagnaðarefni fyrir Framara.
Guðmundur Steinarsson, Keflavík hefur ekki enn náð að
fylgja eftir sumrinu 2008 þegar hann var kosinn besti leikmaður
mótsins. Hann er þó einn allra besti spyrnumaður deildarinnar og
finni hann skotskóna er von á góðu sumri í Keflavík.
Andrés Már Jóhannesson, Fylki fékk nýja stöðu sem framliggjandi miðjumað-
ur og hefur alla burði til þess að verða potturinn og pannan í sóknarleik Fylkis í
þessari nýju ábyrgðarstöðu.
X-faktorinn
Tryggvi Guðmundsson, ÍBV átti flott sumar í fyrra, leiddi ÍBV-liðið inn í toppbarátt-
una og sýndi að hann er líklegur til að bæta markamet Inga Björns. Nú heyrast
samt sömu efasemdaraddirnar og í fyrra þar sem hann er að verða 37 ára.
Ögmundur Kristinsson, Fram fær stóra tækifærið hjá Þorvaldi Örlygssyni í sumar
eftir að Hannes Þór Halldórsson fór yfir í KR. Margir hafa trú á á þessum 22ja ára
markverði en hann þarf að fullorðnast fljótt í þessari mikilvægu stöðu.
Haukur Ingi Guðnason, Keflavík er illviðráðanlegur á góðum degi og Keflavík
spilaði aldrei betur í fyrra en þegar hann fór á flug. Það eru sem fyrr meiðsli sem
munu ráða öllu um hversu mikið hann getur hjálpað Keflavíkurliðinu í sumar.
Meiðsli miðjumanna Fylkis gætu reynst liðinu dýrkeypt. Gylfi Einarsson mun
styrkja liðið mikið en það er hins vegar óvíst hvort skrokkur hans verður í lagi.
Baldur Bett er líka að koma til baka eftir að hafa misst úr heilt tímabil og Valur
Fannar Gíslason hefur lítið verið með á undirbúningstímabilinu. Ef þessir leikmenn
verða heilir þá hefur Fylkir alla burði til þess að gera það gott í sumar.
FÓTBOLTI Fréttablaðið skoðaði í
gær fallabaráttuna í Pepsi-deild
karla í sumar en nú er komið að
liðunum sem íþróttablaðamenn
Fréttablaðsins spá að sigli þennan
klassíska lygna sjó í deildinni.
Það hefur samt sýnt sig margoft
að í þessum hópi leynist þó oft
spútniklið sumarsins, lið sem
smellur saman á hárréttum tíma
og blandar sér í titilbaráttuna.
Fréttablaðið spáir því að ÍBV
verði í 5. sæti og nái ekki alveg
að fylgja eftir sumrinu í fyrra
þegar liðið átti möguleika
á meistaratitlinum
fram í síðustu
u m ferð . Þ ega r
Gunnar Heiðar
Þorvaldsson samdi
við ÍBV og það heyrðist
af því að James Hurst vildi koma
aftur til Eyja var full ástæða
til að vera bjartsýnn fyrir hönd
Eyjamanna í sumar. En svo samdi
Gunnar Heiðar við Norrköping og
Hurst komst ekki sem eru áföll
sem Eyjamenn þurfa að vinna sig
út úr. Það er líka oft erfitt fyrir
spútniklið að fylgja eftir slíku
sumri eins og því hjá Eyjaliðinu
í fyrra og jafnframt ljóst að nú
búast menn við mun meiru af
liðinu sem mun kalla á meiri
pressu og minni þolinmæði.
Fréttablaðið spáir því að Fram
verði í 6. sæti eða einu sæti
neðar en liðið var í fyrrasumar.
Framarar hafa lækkað sig um
eitt sæti síðustu tvö tímabil
og það er spá Fréttablaðsins
að svo verði einnig í sumar.
Þorvaldur Örlygsson hefur gert
frábæra hluti með Framliðið
og er óhræddur að nota ungu
strákana. Enn eitt dæmið um
það er að kasta markverðinum
Ögmundi Kristinssyni út í djúpu
laugina. Það er mikilvægt fyrir
Framliðið að hafa haldið Jóni
Guðna Fjólusyni sem hefur alla
burði til þess að vera einn allra
besti leikmaður deildarinnar
og þá gæti útsjónarsemi Arnars
Gunnlaugssonar nýst liðinu vel.
Fréttablaðið spáir því að
Keflavík verði í 7. sæti og lækki sig
því um eitt sæti eins og Framarar.
Keflvíkingar hafa endað í sjötta
sæti síðustu tvö ár eftir að hafa
verið hársbreidd frá því að vinna
titilinn 2008. Willum Þór Þórsson
tók við liðinu fyrir síðasta tímabil
og í fyrstu virtist liðið líklegt til
að vera í baráttunni á toppnum en
fljótlega fór allt í baklás hjá liðinu
sem vann bara tvo af 14 leikjum
frá júní fram í september. Það
hefur ekki aukið á bjartsýnina
fyrir sumarið að Keflavík hefur
misst fimm fastamenn frá því í
fyrra og það reynir því á Willum
að fylla í þau skörð.
Fréttablaðið spáir því að Fylkir
verði í 8. sæti eða einu sæti ofar en
síðasta sumar. Ólafur Þórðarson
hefur talað um það í vor að hann
sé með mun meiri breidd en í
fyrra enda hafa sterkir leikmenn
eins og Gylfi Einarsson, Bjarni
Þórður Halldórsson og Baldur
Bett (var meiddur) bæst í hópinn
fyrir tímabilið. Fylkir stóð sig vel
á undirbúningstímabilinu og getur
á góðum degi gert flestum liðum
skráveifu en það þarf hins vegar
margt að ganga upp ef liðið ætlar
að blanda sér í toppbaráttuna.
D ug n aðu r og s a m held n i
verða samt örugglega áfram
aðaleinkenni Árbæjarliðsins og
með það að vopni getur margt gott
gerst.
Á morgun kemur svo í ljós hvaða
lið Fréttablaðið spáir Íslands-
meistaratitlinum. ooj@frettabladid.is
Verður eitt af þessum spútnikliðið?
Fréttablaðið spáir fyrir um gang mála í Pepsi-deild karla sem hefst eftir tvo daga. Í dag skoðum við miðju-
baráttu deildarinnar en Fréttablaðið spáir að þar muni ÍBV, Fram, Keflavík og Fylkir sigla lygnan sjó.
HVAÐ GERA REYNSLUBOLTARNIR Í SUMAR? Gylfi Einarsson verður mikilvægur fyrir
Fylkismenn í sumar alveg eins og Tryggvi Guðmundsson sem mun verða jafn mikil-
vægur fyrir Eyjaliðið og hann var í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI OG STEFÁN
FÓTBOLTI Karlalið FH og kvenna-
lið Vals verða meistarar ef marka
má árlega spá fyrirliða, þjálfara
og forráðamanna liðanna í Pepsi-
deildum karla og kvenna en hún
var kynnt á kynningarfundi
deildanna í Háskólabíói í gær. - óój
Spáin í Pepsi-deild karla:
Íslandsmeistari FH 413 2. sæti KR 380
3. sæti Breiðablik 317 4. sæti Valur 308
5. sæti ÍBV 301 6. sæti Fram 248
7. sæti Keflavík 220 8. sæti Fylkir 205
9. sæti Grindavík 132 10. sæti Stjarnan 129
11. sæti Víkingur 93 12. sæti Þór Akureyri 62
Spáin í Pepsi-deild kvenna:
Íslandsmeistari Valur 283 2. sæti Stjarnan 234
2. sæti Þór/KA 234 4. sæti Breiðablik 218
5. sæti ÍBV 173 6. sæti Fylkir 152
7. sæti KR 140 8. sæti Afturelding 79
9. sæti Grindavík 69 10. sæti Þróttur 68
Kynningarfundur Pepsi-deilda:
FH og Valur
verða meistarar
HANDBOLTI Afturelding verður
áfram í hópi þeirra bestu eftir
2-0 sigur á Stjörnunni í umspili í
N1-deild karla í handbolta.
Afturelding vann sjö marka
sigur á Stjörnunni, 25-18, í öðrum
leik liðanna í Mýrinni í gær og
vann þar með alla fjóra leiki sína
í umspilinu. Þetta er annað árið
í röð sem Mosfellingar vinna
umspilið en þeir unnu Gróttu
í úrslitunum í fyrra. Daníel
Jónsson og Ásgeir Jónsson
skoruðu báðir fimm mörk fyrir
Aftureldingu í gær og þeir
Sverrir Hermannsson og Reynir
Ingi Árnason voru með fjögur
mörk hvor. - óój
Umspil N1-deildar karla:
Afturelding
hélt sæti sínu
ÁSGEIR JÓNSSON Skorar hér eitt af fimm
mörkum sínum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN