Fréttablaðið - 29.04.2011, Side 8

Fréttablaðið - 29.04.2011, Side 8
29. apríl 2011 FÖSTUDAGUR PI PA R\ TB W A \ S ÍA 1 10 99 7 Inntökupróf í Læknadeild Háskóla Íslands fyrir nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun verður haldið í Reykjavík þriðjudaginn 14. og miðvikudaginn 15. júní 2011. Nánari upplýsingar verða sendar próftakendum eftir að skráningu er lokið. Þátttakendur þurfa að skrá sig sérstaklega í inntökuprófið og er skráning opin til og með 20. maí 2011. Skráning fer fram á netinu (www.laeknadeild.hi.is). Próftökugjald er 15.000 kr. Skráning í inntökuprófið getur farið fram þótt nemandi hafi ekki lokið stúdentsprófi en þá skal skila staðfestingu til skrifstofu Læknadeildar um að stúdentsprófi verði lokið áður en inntökupróf hefst. Staðfesting þarf að berast eigi síðar en 20. maí 2011. Þegar inntökuprófið er þreytt skal nemandinn hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sam- bærilegu prófi og skilað inn staðfestingu því til sönnunar. Umsóknin telst því ekki gild fyrr en staðfest afrit af stúdentsprófskírteini eða rafrænt stúdentsprófskírteini úr Innu hefur borist skrifstofu Læknadeildar, Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar um prófið og dæmi um prófspurningar má finna á heimasíðu Læknadeildar, www.laeknadeild.hi.is Inntökuprófið er eitt próf sem tekur tvo daga, með þremur tveggja tíma próflotum hvorn daginn, eða 12 klst. alls. Niðurstaða prófsins birtist í einni einkunn sem verður reiknuð með tveimur aukastöfum. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir ekki síðar en um miðjan júlí. Árið 2011 fá 48 nemendur í læknisfræði og 25 í sjúkraþjálfun rétt til náms í Lækna- deild Háskóla Íslands og skulu þeir hafa skráð sig hjá Nemendaskrá fyrir 1. ágúst. Þeir sem ekki öðlast rétt til náms í Lækna- deild, eiga þess kost að skrá sig, innan sömu tímamarka, í aðrar deildir gegn greiðslu skrásetningargjalds skv. reglum Háskóla Íslands. Inntökupróf í Læknadeild HÍ Læknisfræði og sjúkraþjálfun HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ 13.2kW / 44,000 BTU Dual-Tube™ brennarar 2.7kW / 10,000 BTU hliðarhella úr ryðfríu stáli 5.25kW / 15,000 BTU bakbrennari fyrir grilltein 3 Dual-Tube™ ryðfríir línubrennarar 2 grillgrindur úr steypujárni Rotaisserie grillteinn Ryðfrí eldunarhlíf Flav-R-Wave™ Hágæða Accu-Temp™ hitamælir Sure-light™ elektrónískt kveikjukerfi Niðurfellanleg hliðarborð með áhaldakrókum 076 986583IS BROIL KING – SIGNET 90 124.979 kr. 076 900653 BROIL KING PORTA-CHEF PRO FERÐAGRILL 29.900 kr. 8,8kW / 30,000 BTU I brennari úr ryðfríu stáli til eldunar Ryðfrí eldunarhlíf Flav-R-Wave™ Hágæða Accu-Temp™ hitamælir Sure-light™ elektrónískt kveikjukerfi Niðurfellanleg hliðarborð með áhaldakrókum 076 53603IS BROIL KING – GEM 44.980 kr. 076 54723IS BROIL KING – MONARCH 20 66.979 kr. 11,4kW / 40,000 BTU Super 8™ brennari úr ryðfríu stáli Ryðfrí eldunarhlíf Flav-R-Wave™ 2 grillgrindur úr steypujárni Hágæða Accu-Temp™ hitamælir Sure-light™ elektrónískt kveikjukerfi Niðurfellanleg hliðarborð með áhaldakrókum 076 986553IS BROIL KING – SIGNET 20 99.980 kr. 13.2kW / 44,000 BTU Dual-Tube™ brennarar 3 Dual-Tube™ ryðfríir línubrennarar Ryðfrí eldunarhlíf Flav-R-Wave™ 2 grillgrindur úr steypujárni Hágæða Accu-Temp™ hitamælir Sure-light™ elektrónískt kveikjukerfi Niðurfellanleg hliðarborð með áhaldakrókum ELDHEITT EINTAK Mikið úrval af vönduðum grillum sem henta vel íslenskum aðstæðum. Komdu við í verslunum eða á þjónustustöðvum N1 og finndu rétta grillið fyrir þig. Meira í leiðinni N1 VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR WWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 BANDARÍKIN, AP Á þriðja hundrað manna fórust þegar tugir ský- stróka gengu yfir suðurhluta Bandaríkjanna í gær. Þetta eru mannskæðustu skýstrókar sem gengið hafa yfir þennan hluta Bandaríkjanna í 33 ár. „Við fórum inn á baðherberg- ið og héldum fast hvert í annað,“ segir Samantha Nail, sem býr í Alabama. „Ef húsið okkar væri ekki úr steinsteypu hefði það fokið eins og hús nágrannanna.“ Staðfest er að 215 létu lífið í sex ríkjum Bandaríkjanna. Óttast er að tala látinna muni hækka. Ský- strókarnir jöfnuðu heilu íbúða- hverfin við jörðu. „Ég leit við og sá heilu trén fjúka fram hjá,“ segir Mike Whitt, sem átti fótum fjör að launa þar sem hann var staddur í bílastæðahúsi í borginni Tuscaloosa í Alabama þegar skýstrókur gekk yfir borg- ina. Lýst var yfir neyðarástandi í Alabama, Mississippi og Georgíu. Barack Obama Bandaríkjafor- seti lofaði aðstoð frá alríkisstjór- ninni. „Þeir sem lent hafa í þessum hamförum eiga alla okkar samúð,“ sagði Obama. - bj Tugir skýstróka jafna heilu íbúðahverfin í suðurhluta Bandaríkjanna við jörðu: Á þriðja hundrað fórust í óveðri EYÐILEGGING Íbúar skoða eyðilegginguna í úthverfi Birmingham í Alabama. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.