Fréttablaðið - 29.04.2011, Side 6

Fréttablaðið - 29.04.2011, Side 6
29. apríl 2011 FÖSTUDAGUR6 ÍSRAEL, AP Stjórnvöld í Ísrael munu ekki ræða við palestínsk stjórn- völd á meðan Hamas-samtök- in eiga aðild að stjórn Palestínu, sagði Avigdor Lieberman, utan- ríkisráðherra Ísraels, í gær. Forsvarsmenn stríðandi fylk- inga Palestínumanna náðu á mið- vikudag sögulegu samkomulagi um að sameina á ný svæði í Pal- estínu og hætta innbyrðis átök- um Hamas og Fatah, sem kostað hafa hundruð manna lífið á síð- ustu árum. „Með þessu er verið að fara yfir strikið,“ sagði Lieberman. „Þetta samkomulag þýðir í raun að hryðjuverkamenn eru komnir til valda á Vesturbakkanum.“ Ísrael, Bandaríkin og Evrópusambandið telja Hamas hryðjuverkasamtök. Þrátt fyrir að samkomulagið auki bjartsýni á að Palestínumenn geti sameinast í kröfum sínum um frjálst og sjálfstætt ríki er ekki talið líklegt að fréttir af sam- komulagi Hamas og Fatah blási nýju lífi í viðræður við Ísrael um sjálfstætt ríki Palestínumanna. „Fólkið kallaði eftir því að bundinn væri endi á klofninginn. Við segjum við fólkið: Það sem þið báðuð um er nú orðið að veru- leika,“ segir Azzam al-Ahmed, sem fór fyrir samninganefnd Fatah í viðræðunum við Hamas. Hamas og Fatah ætla nú að sameinast um eina ríkisstjórn sem starfa á tímabundið í eitt ár. Að þeim tíma liðnum verður boðað til forseta- og þingkosn- inga. Óvild milli Hamas og Fatah hefur verið mjög uppi á yfirborð- inu frá árinu 2006. Í kjölfar kosn- ingasigurs Hamas, sem eru her- skárri samtök en Fatah, komst Hamas til valda á Gasa en Fata hhélt stjórn á Vesturbakkanum. Stjórnvöld í Ísrael brugðust við fréttunum með því að hafna því alfarið að Hamas tæki þátt í stjórn Palestínu, enda hafi sam- tökin það á stefnuskrá sinni að eyða Ísraelsríki. Í yfirlýsingu bandarískra stjórnvalda var tekið í sama streng. „Palestínsk stjórnvöld verða að velja á milli þess að semja frið við Ísrael eða semja frið við Hamas,“ sagði Benjamín Netanjahú, for- sætisráðherra Ísraels, í yfirlýs- ingu. „Það gengur ekki að semja frið við báða þar sem takmark Hamas er að eyða Ísraelsríki.“ Innanbúðarmenn hjá Hamas- samtökunum segja að öryggis- sveitir samtakanna muni áfram stýra Gasa-svæðinu. Al-Ahmed sagði hins vegar að öryggissveitir bæði Fatah og Hamas yrðu sam- einaðar og endurskipulagðar með aðstoð vinveittra arabaríkja. Mahmoud Abbas, forseti Pal- estínu, mun sitja áfram sam- kvæmt samkomulaginu, en for- sætisráðherrar beggja landsvæða munu segja af sér. Ósamkomulag milli hópa Pal- estínumanna hefur haft afar slæm áhrif á það friðarferli sem þó hefur verið í gangi undanfarin ár, enda hafa Palestínumenn ekki getað talað einum rómi í viðræð- unum. brjann@frettabladid.is Þetta samkomulag þýðir í raun að hryðjuverkamenn eru komnir til valda á Vesturbakkanum. AVIGDOR LIEBERMAN UTANRÍKISRÁÐHERRA ÍSRAELS HEILBRIGÐISMÁL Með fyrirhuguðum breytingum á lögum um sjúkra- tryggingar er stefnt að því að draga verulega úr lyfjakostnaði þeirra sjúklinga sem mest greiða. Guð- bjartur Hannesson velferðarráð- herra kynnti frumvarpið í fyrra- dag. Meginmarkmiðið er að auka jöfnuð sjúklinga og draga úr heild- arútgjöldum þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda. Samkvæmt núgildandi kerfi greiðir fólk ákveðið hlutfall af verði þess lyfs sem ávísað er hverju sinni upp að ákveðnu hámarki. Hins vegar er ekki kveðið á um hámark heildarlyfjakostnaðar ein- staklings sem þýðir að kostnað- ur þeirra sem þurfa á mörgum og dýrum lyfjum að halda eða nota lyf að staðaldri getur orðið mjög hár. Breytingarnar gera ráð fyrir að sjúkratryggðir greiði lyfjakostnað að fullu upp að ákveðnu hámarki á tólf mánaða tímabili. Þá taka við stighækkandi greiðslur sjúkra- trygginga en kostnaður ein- staklingsins lækkar. Miðað er við að öll lyf sem sjúkra- tryggingar taka þátt í að greiða verði felld inn í einn flokk. Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra segir breyting- arnar fela í sér verulega kjarabót fyrir fjölda fólks sem nú glímir við há útgjöld vegna lyfjakostn- aðar. Frumvarpið feli þó ekki í sér breytingar á útgjöldum hins opin- bera heldur tilfærslu innan kerfis- ins. - sv Hugað að breytingum á sjúkratryggingalögum til að minnka lyfjakostnað: Bæti kjör sjúklinga sem mest þurfa FÉLAGSMÁL Samtök atvinnulífsins hafa gengið allt of langt í því að nota lausa kjarasamninga á vinnu- markaði til að reyna að hafa sitt fram um breytta umgjörð fisk- veiðistjórnunarkerfisins, sagði Stefán Einar Stefánsson, nýr for- maður VR, á aðalfundi félagsins á miðvikudag. „Þeir sem þar ráða för hafa engan siðferðislegan eða laga- legan rétt til að halda launafólki í gíslingu vegna þessa máls,“ sagði Stefán. Hann sagði almenning hafa sýnt ótrúlegt þ o l g æ ð i o g reynt að gera gott úr því sem að höndum hafi borið. Það hafi meðal annars verið gert af virðingu við atvinnurekend- ur. Stefán benti á að laun hafi lækkað, fólki hafi verið sagt upp, og dregið hafi úr yfirvinnu. „Allt hefur þetta verið framlag okkar launamanna til þess að halda fyrirtækjunum og hjólum efnahagslífsins gangandi. En við getum ekki dregið þann vagn ein og sér. Það þurfa allir að leggjast á eitt,“ sagði Stefán í ræðu sinni. „Og nú er svo komið að Samtök atvinnulífsins hafa í raun gefið það út, að þau ætlast til þess að við höldum púlinu áfram en að þau geti haldið að sér höndum þar til öllum þeirra kröfum hefur verið fullnægt gagnvart hinu opinbera. Við það verður ekki unað.“ - bj Formaður VR gagnrýndi Samtök atvinnulífsins harkalega á aðalfundi félagsins: Segir SA halda launafólki í gíslingu STEFÁN EINAR STEFÁNSSON LYF KEYPT Markmið frumvarpsins er að minnka lyfjakostnað þeirra sjúklinga sem mest þurfa af lyfjum. GUÐBJARTUR HANNESSON DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á Sel- fossi hefur ákært tvo karlmenn fyrir að veiða á stöng í óleyfi, nota maðk við veiðarnar og að hafa ekki sleppt veiddum fiski. Mennirnir, sem báðir eru á fertugsaldri, voru um hádegisbil 20. ágúst 2009 í heimildarleysi og óleyfi við stangveiðar í Köldukvísl á Holtamannaafrétti, skammt frá Hrauneyjum. Þeir notuðu að ein- hverju leyti óleyfilegt agn við veiðarnar og brutu auk þess veiði- reglur svæðisins með því að sleppa ekki öllum veiddum fiski. - jss Tveir menn brutu veiðilög: Veiddu í óleyfi og notuðu maðk Aðalfundur Vina Vatnajökuls – hollvinasamtaka Vatnajökulsþjóðgarðs Föstudaginn 6. maí 2011 kl. 15:00 verður haldinn aðalfundur Vina Vatnajökuls. Fundurinn verður til húsa í Þjóðmenningarhúsinu, Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík. Fundarefni venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Skemmtilegar hugmyndir fyrir fermingar- veisluborðið á www.gottimatinn.is Ísraelsstjórn hafnar samstarfi við Hamas Sögulegt samkomulag stríðandi fylkinga Palestínumanna virðist ekki auka líkur á friðarsamkomulagi við Ísrael. Utanríkisráðherra Ísraels segir Palestínumenn ganga of langt og að hryðjuverkamenn séu komnir til valda á Vesturbakkanum. FAGNAÐ Fjölmargir Palestínumenn fögnuðu samkomulagi Fatah og Hamas um að stjórna sjálfsstjórnarsvæðum Palestínu sameiginlega næsta árið og boða svo til kosninga. Hrifningin var minni hjá stjórnvöldum í Ísrael. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Á að flytja Landhelgisgæsluna á Keflavíkurflugvöll ef rekstrar- kostnaður hækkar við það? JÁ 22% NEI 78% SPURNING DAGSINS Í DAG: Spilar þú tölvuleiki? Segðu skoðun þína á Visir.is Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.