Fréttablaðið - 29.04.2011, Side 2
29. apríl 2011 FÖSTUDAGUR2
SAMFÉLAGSMÁL Sérstakir sendiherr-
ar Sáttmála Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks tóku í gær
við skjali úr hendi forseta Íslands
til staðfestingar hlutverki sínu.
Sendiherrarnir sjö hafa und-
anfarna mánuði tekið þátt í nám-
skeiði sem hefur að markmiði að
fræða og freista þess að breyta
ímynd fatlaðra. Meðal viðfangs-
efna sendiherranna á námskeið-
inu hafa verið búsetu-, atvinnu-,
mennta- og fjölskyldumál og frið-
helgi einkalífsins.
Sendiherrarnir sjö hafa mikla
reynslu af réttindabaráttu fatl-
aðra, sumir í gegnum samtök-
in Átak, sem er félag fólks með
þroskahömlun.
Samningur Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðra var undir-
ritaður á Íslandi árið 2007. Hann
hefur þó ekki enn verið lögfestur.
- ss
Sendiherrar Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks:
Liðsauki í réttindabaráttu
IRON MAIDEN Söngvari Iron Maiden
mun fljúga vél Iceland Express af og til
í sumar.
SAMGÖNGUR Ein véla Iceland
Express hefur verið merkt Iron
Maiden, einni frægustu þunga-
rokksveit heims. Hljómsveitin
hefur verið á tónleikaferðalagi um
heiminn á vélinni að undanförnu
og er flugstjóri Bruce Dickinson,
söngvari hljómsveitarinnar.
Flugvélin mun fljúga á flugleið-
um Iceland Express í sumar og
mun Dickinson fljúga henni af og
til. - sv
Söngvari flýgur vél Express:
Iron Maiden
prýðir flugvél
FÓLK „Hann er núna aðalkarlinn
í þorpinu sínu,“ segir Óðinn Páll
Ríkharðsson, sautján ára nemandi
í Fjölbrautaskólanum í Ármúla.
Þar vísar hann til afa síns, Davids
Middleton, sem verður í dag við-
staddur brúðkaup frænku sinn-
ar, Kate Middleton, og Vilhjálms
Bretaprins í Westminster Abbey í
London.
Ekkjumaðurinn og lögfræðing-
urinn David er eins konar höfuð
Middleton-fjölskyldunnar, elsti
meðlimur hennar sem enn lifir.
Hann og faðir brúðarinnar, Michael
Middleton, eru systkinabörn.
Óðinn Páll segist alla tíð hafa átt
regluleg samskipti við afa sinn og
heimsótt hann á sumrin til smábæj-
arins Boston Spa í Yorkshire-hér-
aði, þar sem sá gamli er nú hrókur
alls fagnaðar.
Hann segist ekki hafa íhugað að
taka upp eftirnafnið Middleton,
eins og hann gæti gert. „Það
væri þá frekar að breyta því í
Richardsson,“ segir hann, en
faðir hans er Richard Middle-
ton, menntaskólakennari á
Akureyri.
Stóra spurningin er hins
vegar þessi: Hefur Óðinn
Páll hitt Kate? Hann
segist ekki muna eftir
því. „En ég hef örugg-
lega verið með henni
í fjölskylduboði ein-
hvern tímann.“
Óðinn Páll segist
hafa verið að skrif-
ast á við afa sinn upp
á síðkastið og kveður hann
mjög spenntan fyrir brúð-
kaupinu í dag.
En þá er ekki öll sagan
sögð, því Óðinn Páll á
annan afa, og raun-
ar ömmu líka, sem
einnig hafa verið
viðstödd konung-
legt brúðkaup í
Bretlandi, ótrú-
legt en satt.
Móðurafi hans,
Sigurður Bjarna-
son, var sendi-
herra Íslands í
London á árum
áður og fór sem
slíkur í brúðkaup
Karls Bretaprins
og Díönu prins-
essu af Wales fyrir þrjátíu árum
ásamt konu sinni, Ólöfu Pálsdóttur.
Óðinn Páll segist reyndar aldrei
hafa rætt brúðkaupið við Sigurð
afa sinn. „En ég get ímyndað mér
að hann eigi nokkrar góðar sögur
þaðan,“ bætir hann við.
Og hvernig skyldi það vera fyrir
sautján ára menntskæling uppi á
Íslandi að eiga afa og ömmu sem
hafa umgengist allt þetta kónga-
fólk?
„Ég er alveg rólegur yfir þessu,“
segir hann, en játar að athyglin
sem hann fær frá vinum sínum og
félögum vegna málsins sé pínulítið
spennandi. „Krakkarnir í skólanum
kalla mig Royal,“ segir Óðinn Páll
Ríkharðsson, frændi tilvonandi
Bretaprinsessu.
stigur@frettabladid.is
Krakkarnir í skólan-
um kalla mig Royal
Þegar dagurinn er úti munu báðir afar Óðins Páls Ríkharðssonar hafa verið við-
staddir konunglegt brúðkaup í Bretlandi. Óðinn er frændi Kate Middleton og
segir afa sinn, sem er á leið í brúðkaupið í dag, vera aðalkarlinn í þorpinu sínu.
FRÆNDI Óðinn heyrir reglulega í afa sínum í Boston Spa og segir hann spenntan
fyrir brúðkaupinu í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FRÆNKA Pabbi Kate
Middleton og afi Óðins
eru systkinasynir.
Þórður, ertu nokkuð að fara að
safnast til feðra þinna?
„Ég á ekki ráð á deginum á morgun,
svo að ég get ekki svarað því, en
ég fagna hverjum góðum degi sem
mætir mér.“
Þórður Tómasson, safnvörður í Skógum og
einn ötulasti safnari landsins, er níræður
og hefur gefið út bók af því tilefni.
HEILBRIGÐISMÁL Tryggingastofn-
un býður nú ókeypis nauðsynlega
tannlæknaþjónustu fyrir börn
tekjulágra foreldra frá 1. maí til
og með 26. ágúst. Tannlæknar í
Háskóla Íslands meta hvað teljast
nauðsynlegar lækningar og þar
er þjónustan veitt.
Réttur til þjónustunnar miðast
við að barnið hafi lögheimili hjá
því foreldri sem sækir um. Miðað
er við að allar skattskyldar tekjur
einstæðra foreldra á árinu 2010
séu undir 2,9 milljónum króna og
tekjur hjóna eða sambúðarfólks
séu undir 4,6 milljónum.
Tekið verður við umsóknum frá
28. apríl til og með 1. júní 2011. - sv
Bjóða börnum tekjulágra:
Börn fá ókeypis
tannviðgerðir
ATVINNUMÁL Íslenska hátækni-
fyrirtækið Valka hefur gert sam-
komulag við Mainstream, eina
stærstu laxavinnslu Noregs, um
sölu og uppsetningu á sjálfvirkri
vinnslulínu og innleiðingu á alís-
lenskum flokkunarhugbúnaði.
Andvirði samningsins er um 400
milljónir íslenskra króna. Main-
stream er ein af mörgum fram-
leiðslum sem eru í eigu fiskeld-
isrisans Cermaq Group, sem á
fiskeldisstöðvar í Noregi, Skot-
landi, Kanada og Chile. Fyrirtæk-
ið framleiðir um 120 þúsund tonn
af laxi á ári. - sv
Samningur við laxavinnslu:
Valka semur
við Mainstream
EVRÓPUSAMBANDIÐ Evrópusam-
bandið hefur lýst því yfir að það
sé tilbúið til að hefja eiginlegar
samningaviðræður við Íslendinga
og leggur til að viðræðurnar hefj-
ist formlega 17. júní, á þjóðhátíð-
ardegi Íslendinga.
Sameiginleg þingnefnd Íslands
og Evrópusambandsins fundaði í
Þjóðmenningarhúsinu í gær. Eftir
fundinn kom þessi yfirlýsing
frá forsæti Evrópusambandsins
sem er í höndum Ungverja. Þeir
segjast styðja aðildarferli Íslend-
inga og miðað við stöðu Íslands
sé kominn tími á að formlegar
aðildar viðræður hefjist. - sb
ESB tilbúið fyrir Ísland:
Segja viðræður
geta hafist
STJÓRNMÁL Þingmaðurinn Guð-
laugur Þór Þórðarson, Sjálfstæð-
isflokknum, hefur gefið kollega
sínum Birni Val Gíslasyni, Vinstri
grænum, frest til mánaðamóta
til að draga til baka ásakanir um
mútuþægni og biðjast afsökunar.
Verði Björn Valur ekki við því
hyggst Guðlaugur höfða meið-
yrðamál á hendur honum.
Rót málsins er bloggfærsla
Björns Vals frá því í desember
síðastliðnum, þar sem hann hélt
því fram að mútugreiðslur til
Guðlaugs hefðu komið honum til
valda sem ráðherra í ríkisstjórn
Geirs Haarde. Björn Valur hefur
ekki tekið afstöðu til málsins. - sh
Guðlaugi sárna ásakanir:
Hótar Birni Val
meiðyrðamáli
BJÖRN VALUR
GÍSLASON
GUÐLAUGUR ÞÓR
ÞÓRÐARSON
SENDIHERRARNIR SJÖ Sendiherrar Sáttmála SÞ með forsetahjónunum á Bessa-
stöðum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hjálmar endurkjörinn
Hjálmar Jónsson var endurkjörinn
formaður Blaðamannafélags Íslands á
aðalfundi sem haldinn var í gærkvöld.
Hjálmar fékk 166 atkvæði en mótfram-
bjóðandi hans Ingimar Karl Helgason
hlaut 26 atkvæði. Auðir seðlar voru 6.
FJÖLMIÐLAR
KJARAMÁL Forystumenn ríkis-
stjórnarinnar sendu Ríkissátta-
semjara í gærkvöldi lokaútgáfu
yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar til
að freista þess að liðka fyrir gerð
kjarasamninga til þriggja ára.
Í tilkynningu frá forsætisráðu-
neytinu segir að með henni hafi
ríkisstjórnin gert allt sem í hennar
valdi stendur til að auðvelda aðil-
um á almennum vinnumarkaði að
ná saman.
Jóhanna Sigurðardóttir sagði
við fréttastofu sjónvarps í gær-
kvöldi að í nýju yfirlýsingunni
væri ekki að finna neinar efnis-
legar breytingar á því sem aðilar
vinnumarkaðarins fengu í hend-
ur frá stjórnvöldum á skírdag –
aðeins skýringar eða orðalags-
breytingar.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
l ífsins, hafði ekki fengið
yfirlýsinguna í hendur frá Ríkis-
sáttasemjara þegar Fréttablaðið
ræddi við hann í gærkvöldi.
Spurður hvað honum finnist
um orð forsætisráðherra um yfir-
lýsinguna, að henni óséðri, sagði
hann: „Það hljómar ekki skynsam-
legt eða spennandi í mínum huga,
en það er ótímabært að fabúlera
um eitthvað sem maður ekki veit.“
- sh
Framkvæmdastjóri SA vill meira en orðalagsbreytingar í yfirlýsingu stjórnvalda:
Hljómar ekki skynsamlega að óséðu
VILHJÁLMUR
EGILSSON
JÓHANNA
SIGURÐARDÓTTIR
SPURNING DAGSINS
Byrjaðu góðan
dag vel
– Fáðu þér létta ab mjólk
á hverjum degi
Nú
fáanleg í
handhægum
½ lítra
umbúðum
Létta AB mjólkin er einhver
hollasti morgunverður sem
völ er á. AB mjólkin inni-
heldur milljarða gagnlegra
mjólkursýrugerla sem valda
því að óæskilegir gerlar eiga
erfitt uppdráttar í meltingar-
veginum. Regluleg neysla
tryggir að meltingarflóran er
alltaf í lagi og ónæmiskerfið
starfar með
hámarksafköstum.