Fréttablaðið - 29.04.2011, Side 26
2 •
POPP er fylgirit Fréttablaðsins. POPP kemur út einu sinni í
mánuði.
Ritstjóri: Atli Fannar Bjarkason
atlifannar@frettabladid.is
Útlitshönnun: Arnór Bogason
Sölustjóri auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson
benediktj@365.is • sími 512 5411
Útgefandi: 365 hf.
4
6
Harðjaxlinn Ásgeir Börkur Ásgeirs-
son, leikmaður Fylkis í Pepsi-deildinni
í fótbolta, lætur það ekkert á sig fá
þótt hann hafi nýlega verið valinn
líklegastur til að vera dæmdur í
Twitter-bann í sumar, fyrstur ís-
lenskra leikmanna. Vefsíðan Fótbolti.
net stóð fyrir könnuninni.
„Eftir ýmsa umfjöllun síðasta sumar
kemur þetta kannski ekkert á óvart
en ég hugsa að ég hafi alveg það
góða stjórn á skapinu að ég muni
ekkert missa mig á Twitter þótt það
gangi ekki allt í haginn,“ segir Ásgeir
Börkur. „Ég hugsa að ég afsanni
þessa kenningu í sumar.“
Erlendis hafa menn verið sektaðir
fyrir ummæli sín á Twitter. Ekki er
langt síðan enska knattspyrnusam-
bandið sektaði Carlton Cole, leik-
mann West Ham, um tæpar fjórar
milljónir króna fyrir ummæli sín. KSÍ
hefur ekki ákveðið hvernig sam-
bandið muni taka á Twitter-færslum
leikmanna. Að sögn framkvæmda-
stjórans Þóris Hákonarsonar hefur
málið verið í umræðunni hjá KSÍ
og verða sjónarmið sambandsins
send félögum í Pepsi-deildinnni
von bráðar. Hann útilokar ekki að
leikmenn verði sektaðir eins og gert
hefur verið annars staðar.
Er Ásgeir Börkur ekkert hræddur
um að KSÍ taki sig til og sekti hann
fyrir Twitter-færslur sínar? „Ætli það,
en þeir eru nú til alls líklegir. Aldrei
að segja aldrei.“ Popp leyfir sér
reyndar að efast um að sú sekt yrði
há. Sem dæmi má nefna að árið 2007
sektaði KSÍ knattspyrnudeildir ÍA og
Víkings um tíu þúsund krónur hvora
um sig vegna ummæla þjálfaranna
Guðjóns Þórðarsonar og Magnúsar
Gylfasonar í garð dómara.
Ásgeir Börkur vakti athygli síðasta
sumar fyrir vasklega framgöngu á
vellinum og var duglegur að sanka
að sér spjöldum. Hann var einmitt
einnig valinn líklegastur á Fótbolti.
net til að fá flest spjöld í sumar.
„Þetta er hluti af mínum leik en
vissulega er alltaf hægt að fækka
spjöldunum. Ég er árinu eldri og
vonandi aðeins búinn að þroskast.
Ég mun spila jafn fast en kannski
gera það fagmannlegar en áður,“
segir hann.
En hvaðan kemur þessi Twitter-
áhugi? „Ég er búinn að vera á Twitter
heillengi, í eitt og hálft ár. Ég er
mikill íþróttaaðdáandi. Sérstaklega
úti í Bandaríkjunum eru allir með
Twitter og ég fylgist mikið með MMA
[blönduðum bardagaíþróttum] og
þeir eru duglegastir í þessu.“
Ásgeir Börkur er fyrrverandi
söngvari þungarokkssveitarinnar
Shogun en lagði tónlistarferilinn á
hilluna í fyrra til að einbeita sér að
fótboltanum. Hann segist enn fikta
aðeins í tónlistinni þótt boltinn eigi
hug hans allan. „Það er búið að
ganga mjög vel í vetur og við ætlum
bara að byggja ofan á það. Ég byrja
fyrstu þrjá leikina í banni en þegar
sá tími kemur að ég fæ að spila legg
ég mig 110 prósent fram eins og ég
geri alltaf.“ freyr@frettabladid.is
EKKI HRÆDDUR VIÐ
TWITTER-SEKTIR KSÍ
DUGLEGUR Á TWITTER Ásgeir Börkur gefur ekkert eftir á Twitter frekar en á fótboltavellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
VIRKIR Í PEPSI-DEILDINNI Í TWITTER
Arnar Sveinn Geirsson (Valur)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
Grétar Hjartarson (Keflavík)
Guðmundur Kristjánsson (Breiðablik)
Guðmundur Steinarsson (Keflavík)
Jóhann B. Guðmundsson (Keflavík)
Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Matthías Vilhjálmsson (FH)
AÐRIR VIRKIR Í BOLTANUM:
Guðmundur Benediktsson (íþróttafréttamaður)
Hjörvar Hafliðason (fótboltaspekingur)
Hörður Magnússon (íþróttafréttamaður)
Henry Birgir Gunnarsson (blaðamaður)
Eiríkur Stefán Ásgeirsson (blaðamaður)
Kristján Guðmundsson (þjálfari Vals)
PEPSI-DEILDIN
hefst óvenjusnemma í ár vegna hlés
sem þarf að gera á mótinu þegar
Evrópumót U21-landsliða fer fram
í Danmörku. Það er alltaf gaman
að kíkja á leik og Popp mælir að
sjálfsögðu með því að fólk styðji sitt
lið alla leið. Við skulum bara vona að
veðurguðirnir verði okkur hliðhollir
því það er ekki alveg eins gaman að
skella sér á völlinn í blindbyl.
HLUSTAÐU
á nýju plötuna með Fleet Foxes. Ef það
er verönd við húsið þitt skaltu festa
kaup á ruggustól. Vorkvöldin geturðu
svo nýtt í að sitja á veröndinni, rugga
þér í stólnum á meðan fagrir tónar Fleet
Foxes hljóma. Alveg þangað til það
kemur haglél og eyðileggur stemn-
inguna.
EUROVISION
er handan við hornið.
Popp getur ekki mælt
með því að lesendur
kynni sér öll lögin sem
taka þátt í keppninni – það
getur einfaldlega ógnað
heilsu fólks. En við þurfum
engu að síður að styðja Vini
Sjonna sem fara ásamt fríðu
föruneyti út og gætu náð
langt. Aldrei að vita.
LIFÐU AF
Í MAÍ
Frábært úrval af
umgjörðum
vörunúmer 744
Vinsæl gæða plastumgjörð
3.752 kr með glerjum samkvæmt þínu recepti
4.995 kr með lituðum glerjum (sólgleraugu)
11.031 kr með margskiptum glerjum
Erum með
þúsundir mismunandi
umgjarða. Ódýrustu
gleraugu á Íslandi,
sérsmíðuð eftir þínu
recepti.
kreppugler.is