Fréttablaðið - 29.04.2011, Side 34

Fréttablaðið - 29.04.2011, Side 34
H önnun danska tískumerkis-ins Moon Spoon Saloon þykir ólík annarri skandinavískri hönn- un. Flíkurnar eru ýktar, litríkar og framandi. Sara Sachs er aðalhönnuður fatamerkisins en listamaðurinn Tal R sér um að glæða flíkurnar lífi með lit. Aðrir meðlimir Moon Spoon Saloon gengisins eru ljós- myndarinn Noam Giegst og stílist- inn Melanie Buchhave. Hópurinn er óhræddur við að fara eigin leið- ir í hönnun sinni og þykir mörg- um aðdáunarvert hvað þau láta sig það litlu varða hvort flíkurn- ar eru söluvænar eða ekki. Hönn- un Moon Spoon Saloon er fyrst og fremst listræn, ýkt og glaðleg en fáir hönnuðir leyfa sér slíkt í dag. Ný lína merkisins var sýnd á tískuvikunni í Kaupmanna- höfn í febrúar og þar klæddust fyrirsæturnar gömlum Buff- alo-skóm sem liðsmenn Moon Spoon Saloon höfðu skreytt og málað í ýmsum skemmtilegum litum. Þó að hönnun hópsins sé ef til vill of ærslafull fyrir suma er gaman að fylgjast með hönn- un hans sem er ólík öllu öðru. - sm Litaglöð og ærslafull hönnun Moon Spoon Saloon: Myndskreyttir Buffalo-skór Sundurskorið Svartur kjóll með skemmtilegum smáatriðum frá Moon Spoon Saloon. MYND/COPENHAGENFASHIONWEEK Litagleði Svartar leggings og litríkur mittisjakki við. Skórnir voru skreyttir af liðsmönnum Moon Spoon Saloon fyrir sýninguna. Framúr- stefna Hönn- un Moon Spoon Sal oon þykir stundum ljósár- um á undan öðrum enda eru flíkurn- ar nokkuð framúr- stefnulegar. Skemmtilegt mynstur Listamað- urinn Tal R sér um að glæða flíkurnar lífi og lit. Einstakt Ein- stakur kjóll sem mun vekja athygli hvar sem er.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.