Fréttablaðið - 29.04.2011, Side 4

Fréttablaðið - 29.04.2011, Side 4
29. apríl 2011 FÖSTUDAGUR4 BRETLAND Búist er við að milljónir muni fylgj- ast með þegar Kate Middleton og Harrý Bretaprins verða gefin saman í Westminster Abbey kirkjunni í London í dag. Mikill fjöldi manna safnaðist í gær saman við Westminster Abbey þegar lokaæfingin fyrir brúðkaupið fór fram. Auk brúðarinnar voru brúðarmeyjar á staðnum. Brúðguminn sjálfur var þó hvergi sjáanlegur. Talið er að um 600 þúsund fleiri verði í mið- borg Lundúna á meðan á brúðkaupinu stendur en á venjulegum degi. Búist er við miklu álagi á lestarkerfi og strætisvagna. Þá er áætlað að milljónir manna um heim allan muni fylgist með beinni útsendingu frá athöfninni. Breytingar voru einnig gerðar á boðslistan- um í gær. Sendiherra Sýrlands er ekki lengur boðið þar sem bresku konungsfjölskyldunni þykir ekki við hæfi að fulltrúi Sýrlands sé viðstaddur þar sem öryggissveitir landsins hafa skotið hundruð mótmælenda til bana síð- ustu vikur. Bein sjónvarpsútsending frá brúðkaupinu hefst í Ríkissjónvarpinu og á Stöð 2 klukk- an 7.00 í dag, og er áætlað að athöfnin standi fram að hádegi. Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton ganga í það heilaga í London í dag: Búist við að milljónir fylgist með brúðkaupinu EFTIRVÆNTING Mikill fjöldi fylgdist með undirbúningi fyrir konunglega brúðkaupið í miðborg London í gær. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Jónína Benedikts- dóttir, eiginkona Gunnars Þor- steinssonar í Krossinum, segist ekki hafa áreitt þær konur undanfarið sem ásaka mann hennar um kynferðislega áreitni. Ásta Knúts- dóttir, talskona kvennanna, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að meðlimir Krossins, þá sér í lagi Jónína, hafi áreitt sumar kvennanna. Allur tölvupóstur frá henni væri þó kominn á borð lög- reglu sem hluti af málinu, sem á að vísa til ákæruvaldsins á næstunni. „Ég hef ekki áreitt nokkra þessara kvenna undanfarið, það er rangt,“ segir Jónína á Facebook-síðu sinni. Þó hafi hún sent sumum þeirra tölvupóst, en ekki öllum. Hún hafi sjálf hugsað sér að koma póstinum til lögreglunnar ásamt öðrum bréf- um. - sv Jónína svarar talskonu: Neitar að hafa áreitt konurnar GENGIÐ 28.04.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,0253 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 110,75 111,27 184,55 185,45 164,15 165,07 22,010 22,138 18,390 18,498 18,390 18,498 1,3551 1,3631 179,34 180,40 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is JÓNÍNA BENEDIKTSDÓTTIR SAMGÖNGUR Hækkun gjalda í langtímabílastæðum við Kefla- víkurflugvöll nemur 41 pró- senti, á sama tíma og vísitala neysluverðs hefur hækkað um 27 prósent. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá Félagi íslenskra bif- reiðaeigenda (FÍB), sem hefur upplýsingarnar frá Guðmundi Ásgeirssyni, rekstrarstjóra Icepark á Keflavíkurflugvelli. Einnig kemur fram í tilkynn- ingu FÍB að svör Hjördísar Guð- mundsdóttur, upplýsingafulltrúa Isavia, um gjaldskrármál fyrir- tækisins séu röng og villandi í fjölmörgum atriðum. Hjördís sagði meðal annars við fjölmiðla í gær að hækkun Isavia á gjöldunum væri einung- is 27 prósent og í fullu samræmi við vísitölu neysluverðs. - sv FÍB svarar Icepark og Isavia: Hækkun gjalda rúmlega 40% Ranglega var haft eftir Ragnheiði Elínu Árnadóttur alþingismanni í blaðinu í gær að hún telji að ef flutningur Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja verði sleginn af sé það vanvirðing við íbúa svæðisins. Hið rétta er að Ragnheiður Elín taldi vanvirðinguna felast í vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar og þeim töfum sem orðið hafa á málinu. LEIÐRÉTTING Helmingur ók of hratt Brot sjö ökumanna voru mynduð í Háholti í Hafnarfirði í gær. Á einni klukkustund fóru sautján ökutæki þessa akstursleið og því ók 41 pró- sent of hratt eða yfir afskiptahraða. LÖGREGLAN Teppalagt tækifæri fyrir stigaganga. Verð frá 5.980 kr. per m2 ákomið. Vönduð og slitsterk, þétto n teppi sem auðvelt er að þrífa. Ármúla 32 · 108 Reykjavík · Sími 533 5060 · Fax 533 5061 · www.stepp.is Bjóðum heildarlausnir, þegar endurnýja á gólfteppi í stigagöngum í fjölbýlis- og sambýlishúsum. Við mætum og gerum tilboð í efni og vinnu. Aðeins eitt símtal og málið er komið í gang. S te fá n ss o n & S te fá n ss o n SAMFÉLAGSMÁL Félag stjórnenda leikskóla fordæmir ákvörð- un meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um sameiningu leikskóla. Í ályktun frá fundi félagsins segir: „Stjórn FSL fordæmir þá skammsýni sem einkennir þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við ákvörðun um sameiningu leik- skóla að fórna dýrmætum mann- auði með illa ígrunduðum upp- sögnum.“ Félagið sakar borgarstjórn um vanvirðingu gagnvart starfs- stéttinni og gagnrýnir störf stjórnarinnar við undirbúning og framkvæmd ákvörðunarinn- ar harðlega. - sv Félag stjórnenda leikskóla: Sameiningar fordæmdar VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 20° 23° 15° 24° 17° 14° 14° 21° 19° 18° 19° 28° 18° 20° 17° 12° Á MORGUN 3-8 m/s. SUNNUDAGUR Hæg breytileg átt. 7 3 8 7 8 6 5 7 6 8 8 8 4 7 4 4 410 5 9 12 9 8 2 3 3 6 5 8 5 7 7 HELGARVEÐRIÐ Helgin lítur ágæt- lega út en vindur verður yfi rleitt mjög hægur af suðri í fl estum lands- hlutum. Vætu- samt á morgun en á sunnudag eru horfur á nokkuð björtu veðri vestan til en líkur á stöku skúrum. Milt í veðri. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður UMHVERFISMÁL Fyrir lok næsta árs er stefnt að opnun fyrsta met- anorkuversins hér á landi sem nýtir lífrænan úrgang til framleiðslu á metangasi. Í dag verður skrifað undir vilja- yfirlýsingu Stjörnugríss og Met- anorku hf., dótturfélags Íslenska gámafélagsins, um að kanna væn- leika þess að nýta úrgang frá svínabúi Stjörnugríss að Melum í Melasveit til framleiðslu og sölu metans. Metanorkuverið að Melum á að verða fyrst í heimi til að nýta heitt vatn til að halda gerjunar- tanki við kjörhitastig. Geir Gunnar Geirsson, fram- kvæmdastjóri Stjörnugríss, seg- ist lengi hafa haft hug á gasfram- leiðslu. Vegna hækkana á verði eldsneytis og korns séu aðstæður nú með þeim hætti að verkefnið sé fýsilegt. „Þetta er skref í þá átt að gera búið sem sjálfbærast,“ segir hann, en við afgösun verður áburð- urinn betri og lyktarminni. Hann verður nýttur til að rækta korn handa svínunum og ökutækjum búsins breytt til að nýta gasið. Kostnaður við gerð orkuversins er talinn nema 350 til 400 millj- ónum króna. Geir telur verkefnið engu að síður hagkvæmt, bæði þjóðhagslega og fyrir búið. „Með þessu spörum við gjaldeyri upp á að minnsta kosti 120 milljónir á ári. Til þess að gera þetta mögu- legt þá þarf ákveðna stærðarhag- kvæmni og hún er til staðar á þessu svæði. Þarna er líka pláss til korn- ræktar og í leiðinni leysum við mál varðandi lyktmengun og annað. Þetta er grænt og vænt í alla staði.“ Metanorka setur svo upp gas- sölustöð þar sem aðrir geta fyllt á bíla sína. „Við sjáum fyrir okkur að svona orkustöðvar rísi í öllum landshlutum á næstu fimm árum,“ segir Dofri Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Metanorku. Framleiðslugeta búsins á að verða allt að 1,3 milljónir rúm- metra (Nm3) af metani, en það jafngildir tæplega einni og hálfri milljón lítra af bensíni. „Slík fram- leiðsla nemur ársnotkun um eitt þúsund meðalstórra fjölskyldu- bíla,“ segir Dofri og kveður frum- athuganir benda til þess að rekstr- argrundvöllur sé fyrir verkefninu. Hann segir það hafa verið kynnt sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar og fengið jákvæðar undirtektir. olikr@frettabladid.is Nota úrgang til að knýja þúsund bíla Stjörnugrís í Melasveit og Metanorka stefna að því að nota úrgang frá svína- búinu til framleiðslu metans. Við vinnsluna verður áburður búsins betri og lyktarminni. Gasið verður notað á búinu og sölustöð sett upp. STJÖRNUGRÍSIR Áburður úr svínabúi Stjörnugríss í Melasveit, auk úrgangs frá búi fyrir- tækisins á Kjalarnesi, kann að verða nýttur til framleiðslu á metangasi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DOFRI HERMANNSSON GEIR GUNNAR GEIRSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.