Fréttablaðið - 29.04.2011, Side 47

Fréttablaðið - 29.04.2011, Side 47
FÖSTUDAGUR 29. apríl 2011 23 Bókmenntir ★★★ Stolnar stundir Ágúst Borgþór Sverrisson Sögur ehf. 2011 Þórir er þjófur. Hann stelur tíma frá fjölskyldu sinni. Þykist vera í vinnunni en situr þess í stað á kaffi- húsi og skrifar blogg. Langar að skrifa skáldsögu en vandamálið er að hann hefur ekkert að skrifa um. Líf hans er of venjulegt til að hægt sé að nota það í skáldsögu og hann hefur ekki getu til að ímynda sér líf annarra. Svo hringir kona og sögu- efnið verður til. Hann á eftir að upplifa það Ágúst Borgþór er kunnur smá- sagnahöfundur og bloggari og óhjá- kvæmilegt að reka augun í sam- svaranirnar á milli hans sjálfs og sögupersónunnar Þóris. Enda hefur hann sagt í viðtölum að hann noti eigið líf og umhverfi sem grunn. Þessi aðferð er sniðug til að vekja gægjuhneigð lesandans sem óneit- anlega veltir því fyrir sér hvað í nóvellunni Stolnar stundir eigi sér rætur í lífi höfundarins. Ágúst ýtir enn frekar undir þessar vangaveltur með því að nota teikningu af sjálf- um sér á forsíðu bókarinnar, teikn- ingu sem Þórir skýrir frá í sögunni hvernig varð til. Þannig leikur hann sér með bloggformið þar sem fólk birtir þá mynd af sjálfu sér sem það vill að heimurinn sjái. Ímynd- arsköpun og mörk skáldskapar og veruleika eru meginstef sögunnar sem gerist árið 2007 þegar áherslan liggur öll á því hvað þú sýnist vera, ekki á því hver þú ert í raun. Og ein- hvers staðar á leiðinni missa menn sjónar á því hverjir þeir eru og hvert þeir eru að fara. „Þórir skynjaði að í honum blundaði sterk löngun til að vera einhver annar en hann var – en þó enginn sérstakur.“ (bls. 43) Ágúst Borgþór hefur sérhæft sig í stuttum textum, myndum af augna- blikum, og Stolnar stundir er byggð upp af slíkum örmyndum sem raðast saman í púslmynd af lífi sögupers- ónunnar á áhrifaríkan hátt. Firr- ingin og sjálfhverfnin kristallast í samskiptum Þóris við ókunnu konuna sem kemur hreyfingu á gráan hversdagsleik- ann um stund, en skiptir hann engu máli sem mann- eskja. Bráðfyndin lýsing á foreldra- fundi í fótbolta- deild sonar hans, þar sem umræðu- efnið er hvort hagkvæmara sé að þiggja fótboltatösk- ur af Landsbankanum eða Glitni er hárbeitt lýsing á tíðarandanum og lýsingarnar á umbyltingu íbúð- ar hjónanna í anda Húsa og híbýla gefa tóninn fyrir inni- haldsleysi lífsmátans. Það er ekki bara Þórir sem þráir að vera annar og öðruvísi, það er allt þjóðfélagið. Ágúst Borgþór hefur löngu sannað það að hann er fínn stílisti og hér fágar hann stíl sinn enn frek- ar. Ekki orði er ofaukið og fágað yfirborð textans und- irstrikar þá örvæntingu sem undir býr – þrátt fyrir allt. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Vel stíluð og beitt ádeila sem veltir upp spurningum og vekur umhugsun. Listahátíðin List án landamæra verður sett í dag klukkan 17 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á hátíð- inni vinna ólíkir aðilar saman að alls konar list en þátttakend- ur eru „fólk með skrýtin áhuga- mál, fólk með geðræna sjúkdóma, fólk frá Finnlandi, fólk með stóra fætur og litla fætur, kvenfélög, hæfingarstöðvar, fólk með mikla hreyfihömlun, listasöfn, dreifbýl- ingar og þéttbýlingar, sjálfstæðir leikhópar, fólk með þroskahöml- un, leikarar, fólk sem er börn, fólk sem er fullorðið. Listafólk af öllum toga og umfram allt hópur af frábæru skapandi fólki,“ eins og segir í fréttatilkynningu. Á opnunarhátíðinni stígur fjöldinn allur af listafólki á svið. Meðal annars vestfirski karla- kórinn Fjallabræður sem kemur fram ásamt táknmálskórnum sem „syngur“ á táknmáli. Valur geislaskáld mun lesa ljóð og Guðrún S. Gísladóttir les upp úr bókinni „Undur og örlög“ eftir Áslaugu Ýri Hjartardóttur. Kynn- ar verða Gunnar Þorkell Þor- grímsson og Björn Thors. List án landamæra í Ráðhúsinu LISTAMENN Fjölbreyttur hópur tekur þátt í list án landamæra, meðal annars þessi fjögur sem ljósmyndari Frétta- blaðsins rakst á í Ráðhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM. VÖNDUÐ REGNFÖT Pollagalli st. 80-130 Vnr. 836931 5.999kr Pollagalli m/ flísfóðri st. 80-130 Vnr. 836930 7.999kr Vnr. 787455 Gildir til 3. maí á meðan birgðir endast. Vnr. 836357, 836358 Vnr. 787458 Pollagalli st. 98-128 Vnr. 841622, 841623 6.999kr

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.