Fréttablaðið - 29.04.2011, Side 10
29. apríl 2011 FÖSTUDAGUR10
Föstudagsviðtaliðföstuda
gur Talar enn fyrir auknu samstarfi og samvinnu í stjórnmálum
H
anna Birna Krist-
jánsdóttir, oddviti
sjálfstæðismanna
í borgarstjórn
Reykjavíkur, seg-
ist alls ekki hafa
gefið upp á bátinn hugmyndir um
breiðara samstarf á vettvangi
stjórnmála en oft hefur tíðkast,
hvort heldur sem er á vettvangi
sveitarstjórna eða landstjórnar.
„Aukin samvinna í stjórnmálum,
stóraukin aðkoma almennings að
ákvarðanatöku og skýr
sýn um lausnir, tækifæri
og aðgerðir eru lykillinn
að því að horfa frekar til
þess sem sameinar okkur
en þess sem sundrar,“
segir hún. Þannig vinnu-
brögð vilji hún sjá á vett-
vangi borgarstjórnar og
telur sig hafa haft for-
göngu um slíkt sem borg-
arstjóri.
„Og ég vil leggja mitt
af mörkum til að halda
áfram á þeirri braut,
þrátt fyrir að hafa ekki
setið við borðsendann.“
Engu að síður fór
svo fyrir rúmri viku að
Hanna Birna og Sóley
Tómasdóttir, oddviti
Vinstri grænna í borg-
inni, sögðu sig frá þeim
embættum sem þær
höfðu tekið að sér eftir
síðustu kosningar. Hanna
Birna var forseti borgar-
stjórnar og Sóley var
fyrsti varaforseti.
„Mig langaði mjög
mikið til þess að við tækj-
um höndum saman á vett-
vangi borgarstjórnar og
gerðum hlutina áfram vel
og öðruvísi. Í því vildi ég
leggja mitt af mörkum, en get ekki
lengur gert. Viljinn er bara öðrum
megin og mér finnst meirihlutinn
ítrekað velja rangar leiðir skatta-
hækkana, valdboðs og virðingar-
leysis,“ segir hún.
Kornið sem fyllti mælinn
„Í kosningabaráttunni lagði ég til
að við mynduðum hér samstjórn
allra flokka þar sem kjörnir full-
trúar tækju að sér verkefni í sam-
ræmi við kjörfylgi og hefði talið
það farsælustu leiðina,“ segir
Hanna Birna. Hún hafi tekið að sér
hlutverk forseta borgarstjórnar að
beiðni nýs meirihluta Besta flokks-
ins og Samfylkingarinnar, gegn því
að áfram yrðu innleidd ný vinnu-
brögð, samhliða stórauknu samráði
og þeirri aðgerðaáætlun sem verið
hafði í gildi.
Hanna Birna segir góðan árang-
ur hafa verið af aðgerðaáætlun-
inni sem á sínum tíma hafi verið
samin til að vinna gegn krepp-
unni og afleiðingum hennar. „Við
fylgdum alþjóðlegri ráðgjöf um
að standa með íbúum, hækka ekki
skatta, halda gjaldskrám lágum,
verja grunnþjónustu og opna allar
gáttir virkara lýðræðis. Um þetta
sameinaðist öll borgarstjórn, eign-
arhaldið var sameiginlegt og frið-
ur og öryggi ríkti hjá starfsfólki.
Þannig hafði aldrei áður
mælst meiri ánægja hjá
starfsmönnum borgar-
innar þrátt fyrir lækk-
uð laun og aldrei meiri
ánægja hjá íbúum og það
þrátt fyrir að við værum
að draga saman.“
Frá þessu segir hún
meirihlutann nú hafa
vikið og þess í stað valið
það sem hún kallar „leið
þess lata“ sem felist í því
að taka fljótt og örugg-
lega fjármagn af almenn-
ingi án þess að huga að
kerfinu sjálfu.
Kornið sem fyllti mæl-
inn í samstarfinu segir
Hanna Birna hafa verið
fyrirhugaðar samein-
ingar skóla og þá hörku
sem viðhöfð hafi verið í
þeirri vinnu. Hún segist
ekki hafa trúað því fyrr
en á reyndi að borgar-
yfirvöld skorti kjark og
skynsemi til aukins sam-
ráðs við íbúa borgarinn-
ar um aðgerðir á vett-
vangi grunn- og leikskóla
borgarinnar. „Ég get ekki
tekið þátt í slíkum stjórn-
málum eða borið ábyrgð á
þeim með neinum hætti.“
Pólitíkinni má bylta
Hanna Birna hvikar hins vegar
ekki frá þeirri skoðun sinni að inn-
leiða eigi leið aukins samstarfs á
vettvangi stjórnmálanna. „Ég er
sannfærð um að ef við hefðum
haft kjark til að fara með hlutina
alla leið, eins og við gerðum um
tíma í Reykjavíkurborg og ættum
að gera líka í landsmálunum, þá
værum við núna á betri stað. Einn
veit alltaf minna en margir og við
eigum að hafa þroska til að fara á
þann stað,“ segir hún og játar upp
á sig að kunna að hafa ofurtrú á
landinu, borginni og fólkinu sem
hér býr. „Ég held að ef við mynd-
um vinna hlutina með trúna á ein-
staklinginn og getu hans í fyrir-
rúmi þá kæmumst við fyrr og
betur út úr þessu ástandi.“
Hugmyndafræðin hefur ekki
beðið skipbrot þótt ekki hafi farið
betur á með þessum meirihluta,
að mati Hönnu Birnu. „Þau kjósa
fremur leið meirihlutavalds og
valdboðs. Mér finnst það röng leið,
en kannski verða þau bara að reka
sig á í því. Mér finnst ég löngu
búin að reka mig á að það er ekki
góð leið.“
Sannfæring Hönnu Birnu fyrir
aukinni sátt og samvinnu á vett-
vangi stjórnmálanna segir hún að
hafi eflst í þeim harðindum sem
þjóðin hafi mátt ganga í gegnum,
„Samstaða skiptir máli og er ótrú-
lega verðmæt. Það er sú reynsla
sem ég dreg út úr minni pólitísku
þátttöku,“ segir hún og bendir á
að allir séu á sama báti. „Þetta er
tíminn þar sem fólk vinnur í gegn-
um lausnir og reynir að komast að
þeirri niðurstöðu sem farsælust er
fyrir sem flesta.“
Hanna Birna segir að sér þætti
farsælli leið að stefna að hagræð-
ingu án þess að hún komi of hart
niður á almenningi, að auka val
almennings til að velja sér þjón-
ustu og draga úr umfangi kerf-
isins og skapa þannig aðstæður
í landinu að fólki finnist freist-
andi og gott að vera hér. „Og það
er annað sem ég hef orðið fyrir
svo miklum vonbrigðum með hjá
þessum meirihluta. Sífellt er látið
eins og allt sé í kaldakolum. Auð-
vitað eru erfiðir tímar, en það er
líka allt stútfullt af tækifærum,“
segir hún og kveður þurfa að tala
í fólk bæði kjark og von.
Mjúk eða árangursrík?
„Stjórnmálamenn eru kosnir til
þess að leysa hlutina, en ekki til að
flækja þá og búa stöðugt til óvissu
og óöryggi hjá fólki. Það er okkar
hlutverk að axla þá ábyrgð, að
leggja okkur fram um að tryggja
að hér fari hlutirnir vel. Og þrátt
fyrir að það geti kostað erfið-
ar ákvarðanir og andvökunætur
þá verður maður stundum bara
að bera harm sinn í hljóði, boða
lausnir en ekki stöðug vanda-
mál og persónulegar átakasögur.
Stjórnmálamenn eru kosnir til að
leysa viðfangsefni fólksins þannig
að það þurfi ekki að hafa of miklar
áhyggjur. Þannig að með sama
hætti og við eigum að segja satt og
rétt frá stöðunni, eigum við líka að
tala vilja, getu og kraft í fólk, því
hér er allt til staðar sem þarf.“
Hugmyndir Hönnu Birnu um
aukna samvinnu og samstarf í
stjórnmálum eru hins vegar langt
frá því óumdeildar. Hún var til að
mynda harðlega gagnrýnd í eigin
flokki fyrir að taka þátt í einhverri
samvinnu við núverandi meiri-
hluta. Þá hefur því verið haldið
fram að mikil bjartsýni sé að ætla
að vinna að slíkri siðbót í íslensku
stjórnmálaumhverfi. „Ég veit að
ég hef verið gagnrýnd og að innan
míns flokks eins og víðar segja
sumir að pólitík sé ekki svona. En
hver sagði það? Hver ákvað að póli-
tík væri vígvöllur þar sem helst
ætti að höggva mann og annan?
Það er einhver gamall kúltúr sem
ég sætti mig ekki við. Það er kúlt-
úr sem fælir fólk frá pólitík. Hann
kemur í veg fyrir að ungt hæfi-
leikaríkt fólk vilji fara inn á þenn-
an vettvang og kemur í veg fyrir
að góðir hlutir gerist,“ segir hún
og kveðst sannfærð um að meiri
árangri skili að tileinka sér aðrar
aðferðir og vinnubrögð í pólitík.
„Mig langar til að þetta land nái
öllum þeim árangri sem það getur.
Og ég held að því fleiri hendur
sem að því koma, þeim mun meiri
árangri náum við.“
Þótt nálgun Hönnu Birnu hafi
stundum verið kölluð „kvenleg“
eða „mjúk“ segir hún það ekki
réttu lýsinguna. „Þetta er bara
árangursrík pólitík. Og ég vil
meina að það hafi skilað meiri
árangri þegar við unnum þannig
í Reykjavík.“ Hanna Birna bendir
á að Sjálfstæðisflokkurinn sé lýð-
ræðisflokkur þar sem áherslan
hafi verið á „stétt með stétt“. „Og
þess vegna getur hugmyndin um
aukna sátt, samráð og skilning
hvergi átt betur heima en einmitt
þar.“
Valdboðsleiðin er ekki sú rétta
Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst enn sannfærð um að leið aukins samráðs í stjórn-
málum sé sú rétta. Í samtali við Óla Kristján Ármannsson lýsir hún aðdraganda brotthvarfs síns úr stóli forseta borgarstjórnar.
Hver ákvað
að pólitík
væri vígvöll-
ur þar sem
helst ætti
að höggva
mann og
annan?
Það er ein-
hver gamall
kúltúr sem
ég sætti mig
ekki við.
HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR Kannanir sem gerðar voru fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar, eftir borgarstjóratíð Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur, sýndu að hún naut meiri vinsælda en spegluðust í fylgi flokks hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Opinn
dagur á Ásbrú
30. apríl
12.00–16.00
Frábær
skemmtun og
áhugaverðir
viðburðir
fyrir alla
Risa-
róbótar
Náms-
kynningar
í Keili
Hreysti-
braut fyrir
börnin
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
10
36
3
Í R E Y K J A N E S BÆ
40 MÍN
Nánari dagskrá á asbru.is