Fréttablaðið - 29.04.2011, Side 49

Fréttablaðið - 29.04.2011, Side 49
FÖSTUDAGUR 29. apríl 2011 25 Kvikmyndin Órói verður opnun- armyndin á kvikmyndahátíðinni í Kristiansand í Noregi 3. maí. Hátíðin sérhæfir sig í kvikmynd- um fyrir ungt fólk og er mjög virt. Baldvin Z, leikstjóri Óróa, Ingi- björg Reynisdóttir, handritshöf- undur og leikkona, og Atli Óskar Fjalarsson, aðalleikari myndar- innar, verða viðstödd frumsýn- inguna. Myndin verður sýnd fjór- um sinnum og munu aðstandendur hennar svara spurningum áhorf- enda að loknum sýningum. Órói var frumsýnd í október í fyrra og fékk mjög góðar viðtökur. - fb Órói sýnd í Kristiansand TIL NOREGS Kvikmyndin Órói verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Kristiansand. Meðlimir breska strákabands- ins Blue eru óánægðir með að Eurovision-lag þeirra I Can fái ekki nægilega spilun á útvarps- stöðvum heima. Lagið hefur ekki komist inn á helstu spilunarlist- ana, þar á meðal hjá BBC Radio 2. Samkvæmt vefsíðunni Myradio. com sem fylgist með lagaspilun útvarpsstöðva hefur I Can aðeins verið spilað 22 sinnum síðastlið- inn mánuð á öllum Bretlandseyj- um. „Við erum að reyna að gera þetta fyrir þjóðina okkar en hún vill ekki styðja við bakið á okkur,“ sagði söngvarinn Simon Webbe ósáttur. Eurovision-keppnin fer fram í Þýskalandi um miðjan maí. Blue fær ekki spilun heima ÓSÁTTIR Meðlimir Blue eru óánægðir með að fá ekki spilun í heimalandinu. Richie Sambora, gítarleikari rokksveitarinnar Bon Jovi, hefur ákveðið að fara í meðferð vegna vímuefnavanda- mála sinna. Sam- bora, sem hefur lengi barist við fíkniefna- djöfulinn, fór síðast í meðferð fyrir fjórum árum. Ári síðar var hann hand- tekinn fyrir að aka undir áhrifum og lýkur hann afplánun þriggja ára skilorðs- bundins dóms síðar á þessu ári. Næstu tónleikar Bon Jovi eru fyrirhugaðir á morgun en óvíst er hvort af þeim verður vegna vanda- mála gítarleikarans. Fer aftur í meðferð RICHIE SAMBORA Nýja Chubby Stick Moisturising Lip Colour Balm er fullt af góðgæti á borð við mangó og afrískt smjörviðarkrem. Einmitt það sem þurrar og viðkvæmar varir þarfnast til að líða vel og vera mjúkar. Gjöfin þín að verðmæti 10.000 kr. er í Debenhams Ef keyptar eru vörur frá Clinique fyrir 5.900 kr eða meira dagana 29. apríl – 4. maí er gjöfin til þín:* *meðan birgðir endast BONUS Ofnæmisprófað. 100% ilmefnafrítt. Nýtt

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.