Fréttablaðið - 29.04.2011, Side 54

Fréttablaðið - 29.04.2011, Side 54
29. apríl 2011 FÖSTUDAGUR30 FÖSTUDAGSLAGIÐ Kristján Eyjólfsson, íslenskur gullsmiður og skartgripahönn- uður búsettur í London, stal sen- unni af þeim Vilhjálmi Bretaprins og Kate Middleton á miðvikudag þegar heimspressan komst á snoð- ir um að hann og unnusta hans, hin ástralska Ivonne Valle, hygðust ganga í það heilaga í dag. Krist- ján og Ivonne mættu fyrst í við- tal við BBC London, svo var ítar- legt viðtal við þau á bandarísku fréttastöðinni ABC og deginum lauk með blaðaviðtali við Evening Standard. Þótt athöfnin sé sú sama hjá Kristjáni og Ivonne og þeim Vil- hjálmi og Kate gæti eftirleikur- inn ekki verið ólíkari. Prinsinn og prinsessan þurfa að sinna 1.900 gestum sem fylgjast með hverju skrefi þeirra á brúðkaupsdaginn en gestirnir í brúðkaupi Krist- jáns og Ivonne eru fjórtán talsins. „Við komum hvort frá sínum enda jarðarinnar þannig að það var erfitt að ná öllum saman í einu. En það kemur fólk frá Íslandi, Ástralíu, Þýskalandi, Indlandi og Bandaríkjunum, mjög sérstakur og fjölþjóðlegur en lítill hópur, náinna ættingja og vina,“ segir Kristján í samtali við Fréttablað- ið. Um kvöldið ætla þau síðan að koma vinum sínum á óvart með „Royal Wedding“ partíi á hverf- iskránni sinni. „Það veit enginn að við erum að fara að gifta okkur þennan sama dag þannig að þetta á eftir að koma þeim skemmtilega á óvart.” Gullsmiðurinn hefur búið í London síðan 2004 og rekur sitt eigið gullsmíðaverkstæði, Eyjolfs- son Goldsmiths Ltd., þar sem hann einbeitir sér að sérsmíði skart- gripa. Hann kynntist verðandi eiginkonu sinni í partíi í London og segir að það hafi verið ást við fyrstu sýn. Kristján og Ivonne hyggjast ganga í það heilaga í Marylebone-ráðhúsinu klukkan hálf ellefu, hálftíma áður en Vil- KRISTJÁN EYJÓLFSSON: GLEYMI ALDREI BRÚÐKAUPSAFMÆLINU Stelur kastljósinu frá konunglega brúðkaupinu Snoop-around er ný ljósmynda- og viðtalsvefsíða þar sem heimili, vinnustaðir og vinnustofur skap- andi fólks eru heimsótt. Mark- mið síðunnar er að gefa innsýn í líf áhugaverðs fólks bæði í máli og myndum. Að baki síðunni standa þau Nanna Dís Jónsdóttir og Guðni Rúnar Jónasson. „Ég les mikið af bloggum og þá aðallega síður þar sem fólk er heimsótt og heim- ili þess skoðuð. Mér fannst þetta alveg vanta hérna heima og út frá því fæddist eiginlega hugmyndin,“ útskýrir Nanna Dís. Hún sér um að mynda það sem fyrir augu ber á meðan Guðni Rúnar sér um viðtöl og greinaskrif. Nanna Dís segist aðallega hafa heimsótt kunningja og vini í upp- hafi en að nú berist þeim gjarn- an skemmtilegar ábendingar frá hinum og þessum um skemmti- leg viðtalsefni. Auk þess að líta inn á heimili fólks skoða þau einnig verslanir, veitingastaði og vinnustofur listamanna og því er efni vefsíðunnar fjölbreytt og skemmtilegt. Aðspurð segir hún flesta taka vel í bón þeirra um innlit þó að sumir hafi neitað þeim um slíkt. „Við höfum fengið alveg merkilega góðar móttökur frá flestum. Aðrir eru meira þjóf- hræddir og vilja alls ekki fá okkur í heimsókn.“ Meðal þeirra sem þau í Snoop- around hafa heimsótt eru tón- listarmaðurinn Davíð Berndsen, verslunin Hringa og veitingastað- urinn Sjávargrillið og segir Nanna Dís að fyrirhuguð sé heimsókn bæði til Sigríðar Soffíu dansara og Fjölnis tattú. Þeim sem hafa áhuga á að skoða síðuna er bent á slóðina www.snoop-around.com. - sm Snuðra um fólk og staði SNUÐRA VÍÐA Nanna Dís Jónsdóttir og Guðni Rúnar Jónasson standa á bak við bloggið Snoop-around. hjálmur játast Kate og gerir hana að prinsessu. Ákvörðunin um að ganga í hjónaband var tekin í febrúar hjá þeim skötuhjúum og Kristján segir að þau hafi lítið spáð í dagsetninguna, 29. apríl, heldur bara fundist hún passa full- komlega. „Það var ekki fyrr en við hringdum í Marylebone-ráðhúsið að starfsmaður þar spurði okkur hvort við áttuðum okkur ekki á hvaða dag við hefðum valið,“ segir Kristján og viðurkennir að hann eigi sennilega aldrei eftir að gleyma brúðkaupsafmælinu. Blaðamaður ABC bendir á það í sinni umfjöllun að Kristján og Ivonne hafi valið sama hráefni í sína hringa, demanta og safíra, en breski prinsinn getur eflaust ekki montað sig af því að hafa smíðað hringana sjálfur eins og Kristján gerði. freyrgigja@frettabladid.is BRÚÐHJÓN DAGSINS Brúðkaup Kristjáns Eyjólfssonar og Ivonne Valle vakti mikla athygli hjá heimspress- unni enda völdu þau að ganga í það heilaga sama dag og breski prinsinn Vilhjálmur og heitkona hans, Kate Middleton. Brúð- kaupið verður þó eilítið smærra í sniðum en hjá bresku konungsfjölskylduni; aðeins fjórtán gestir verða viðstaddir athöfnina hjá Kristjáni og Ivonne en ekki 1.900 eins og hjá Vilhjálmi og Kate. Bandaríska „hár-metal“ hljóm- sveitin Steelheart spilar á Nasa 8. júní. Hún er þekktust fyrir kraft- ballöðuna She´s Gone þar sem söngvarinn Miljenko „Mili“ Matij- evic nær ótrúlegum tónhæðum. Dagur Sigurðsson, sem vann Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir skömmu, er mikill aðdáandi Steelheart, einkum söngvarans Mili. „Það voru einhver lög eftir þá í Rockstar-myndinni og þá fór ég að tékka betur á þeim,“ segir Dagur. „Þá kynntist ég þessum magnaða söngvara. She´s Gone er ævimarkmið mitt. Ég get hætt að syngja þegar ég næ því,“ fullyrðir hann í léttum dúr. Steelheart, sem sló í gegn árið 1990, átti góða endurkomu í Rock- star þar sem Mark Wahlberg fór með aðalhlutverkið. Þar hljómuðu lög sveitarinn- ar ótt og títt, þar á meðal We All Die Young sem Dagur flutti einmitt í Söngkeppni framhalds- skólanna árið 2008 og náði þriðja sætinu. „Rockstar er ein af mínum uppáhaldsmynd- um,“ segir hann og bíður spenntur eftir komu Steelheart til Íslands en miðasala hefst á Midi.is á mánudaginn. Dagur hefur í nógu að snúast í sumar við hin ýmsu verkefni. Meðal annars syng- ur hann með gítar- leikaranum Birni Thoroddsen á djass- og blúshátíð í Kópa- vogi. - fb Steelheart flytur She’s Gone á Nasa í sumar „All of the Lights með Kanye West en það er bara af því að ég er að fara á tónleika með honum í Kaupmannahöfn í sumar.“ Ólafur Andrés Guðmundsson, stórskytta í FH. HLAKKAR TIL Dagur Sigurðsson hlakkar virkilega til að sjá Steelheart á Nasa 8. júní. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Í HÆSTU HÆÐUM Söngvar- inn Miljenko „Mili“ Matijevic nær hæstu hæðum í laginu She´s Gone. e s t a b l i s h e d 1 9 3 4 Andersen & Lauth Herraverslun Laugavegi 7 Lokadagar Lagersölu Lagersölu lýkur laugardaginn 7. maí 70%- Sun 1.5. Kl. 15:00 Síð. sýn. Sindri silfurfiskur (Kúlan) Lau 30.4. Kl. 20:00 Sun 1.5. Kl. 20:00 Síð. sýn. Hedda Gabler (Kassinn) Allir synir mínir (Stóra sviðið) Mið 27.4. Kl. 20:00 Lau 30.4. Kl. 20:00 Mið 4.5. Kl. 20:00 Fim 5.5. Kl. 20:00 Mið 11.5. Kl. 20:00 Fim 12.5. Kl. 20:00 Mið 18.5. Kl. 20:00Ö Sun 1.5. Kl. 14:00 Sun 1.5. Kl. 17:00 Sun 8.5. Kl. 14:00 Sun 8.5. Kl. 17:00 Sun 15.5. Kl. 14:00 Sun 22.5. Kl. 14:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Bjart með köflum (Stóra sviðið) Fim 28.4. Kl. 20:00 5. sýn Fös 29.4. Kl. 20:00 6. sýn Fös 6.5. Kl. 20:00 7. sýn Lau 7.5. Kl. 20:00 8. sýn Fös 13.5. Kl. 20:00 Lau 14.5. Kl. 16:00 br.sýn Fim 19.5. Kl. 20:00 Fös 3.6. Kl. 20:00 Lau 4.6. Kl. 20:00 Fim 9.6. Kl. 20:00 Fös 10.6. Kl. 20:00 U U Ö Ö Ö Ö U U Ö Ö U Ö Ö Ö U Brák (Kúlan) Fös 13.5. Kl. 20:00 Sun 15.5. Kl. 20:00 Aukasýn. Ö Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.