Fréttablaðið - 29.04.2011, Side 12
12 29. apríl 2011 FÖSTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Hið nýja stjórnvald hér á landi, Samtök atvinnulífsins (SA),
hefur verið sakað um að taka
launamenn á almennum vinnu-
markaði í gíslingu til að knýja
ríkisstjórnina til hlýðni í sjávarút-
vegsmálum. Gíslatakan er reyndar
víðtækari því að á meðan ekki
hefur samist á almennum vinnu-
markaði hefur Samninganefnd rík-
isins (SNR) haldið að sér höndum
og ekki átt í neinum alvöru kjara-
viðræðum við stéttarfélög opin-
berra starfsmanna. Flestir kjara-
samningar á opinbera markaðnum
hafa verið lausir misserum saman
og opinberir starfsmenn þannig
einnig í gíslingu SA.
Kjarasamningar Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga
(FÍH) við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs
runnu út fyrir 25 mánuðum, 760 dögum.
Hjúkrunarfræðingar hafa ekki fengið kjara-
samningsbundnar hækkanir í 33 mán-
uði eða frá júlí 2008. Á þessum tíma hefur
kjararýrnun almennt verið um 12%. Veru-
lega hefur verið þrengt að starfsumhverfi,
starfsöryggi og starfskjörum hjúkrunar-
fræðinga. Ekki er ráðið í störf sem losna og
álag í starfi hefur aukist mikið.
Samninganefnd FÍH hefur
fundað reglulega með SNR og
lagt fram ýmsar hugmyndir
að nýjum kjarasamningi. SNR
hefur hins vegar ekki brugðist
við með neinum tillögum eða
hugmyndum að mögulegum
samningi og hefur hafnað hug-
myndum samninganefndar FÍH
án skoðunar. Það hefur sannar-
lega hvarflað að manni á samn-
ingafundunum að betra væri að
ræða bara beint við SA því engu
er líkara en þau samtök séu hinn
raunverulegi samningsaðili
opinberra starfsmanna.
Það er auðvitað með öllu
óþolandi að ríkisvaldið skuli
ekki koma fram við stéttarfélög
opinberra starfsmanna sem alvöru samn-
ingsaðila. Nú þegar uppstytta hefur orðið í
kjarasamningum á almennum markaði og
26. samningslausi mánuðurinn fer að hefj-
ast krefjast hjúkrunarfræðingar þess að
samningsréttur FÍH sé virtur og að SNR
verði falið að ganga frá kjarasamningum
við félagið. Langlundargeð hjúkrunarfræð-
inga er á þrotum.
HALLDÓR
Það hefur
sannarlega
hvarflað
að manni á
samninga-
fundunum
að betra væri
að ræða bara
beint við SA
Á
hugi íslenzkra neytenda á lífrænum búvörum hefur farið
vaxandi á undanförnum árum. Nýlega er búið að stofna
Samtök lífrænna neytenda. Jafnframt hefur umræða um
umhverfisvænan landbúnað og velferð dýra verið býsna
hávær að undanförnu.
Eitt af því sem þessi umræða hefur orsakað er að byrjað er að
falla á þá ímynd, sem gjarnan hefur verið haldið á lofti, að íslenzkur
landbúnaður og innlendar búvör-
ur séu miklu hreinni og náttúru-
legri en innfluttur matur. Bent
hefur verið á að lífræn ræktun
sé sáralítil hér í samanburði við
ýmis nágrannalönd, ýmis dæmi
um óvistvæna búskaparhætti og
að meðferð á dýrum orki stund-
um tvímælis.
Verksmiðjubúskapur er að sjálfsögðu alþjóðlegt fyrirbæri. En
annars vegar er hann til hér á Íslandi ekki síður en annars staðar,
einkum í alifugla- og svínarækt, og hins vegar er það staðreynd að
þróun í átt til lífrænnar ræktunar og vistvænna búskaparhátta er
miklu lengra komin í flestum öðrum V-Evrópuríkjum en á Íslandi.
Á málþingi um aðbúnað dýra í íslenzkum landbúnaði, sem haldið
var fyrr í vikunni, kom fram í máli Oddnýjar Önnu Björnsdóttur,
stjórnarmanns í Samtökum lífrænna neytenda, að íslenzkir neyt-
endur ættu nánast ekkert val um lífrænt ræktað kjöt; svo til ein-
göngu væri hægt að fá lambakjöt og þá í sérverzlunum. Hér lifði
fólk enn í þeirri blekkingu að búfénaður gengi almennt frjáls eins
og fjallalömb og fyrir vikið væri lítill þrýstingur á framleiðendur
að bjóða lífrænt vottaðar afurðir.
Umræðan um þessi mál ber enn nokkurn keim af því að íslenzkur
landbúnaður hefur lengi verið verndaður fyrir útlendri samkeppni.
Vaxandi spurn er eftir lífrænt vottaðri búvöru og talsverður hópur
neytenda reiðubúinn að greiða hærra verð fyrir slíka vöru. Hvað á
að gera ef íslenzkir framleiðendur bjóða ekki upp á hana? Í öllum
öðrum framleiðslugreinum væri svarið einfalt; flytja hana inn.
Hér er flutt inn talsvert af lífrænt ræktuðu korni, grænmeti og
ávöxtum, sem ekki veitir innlendri vöru neina samkeppni og ber
fyrir vikið lága tolla. Ef tollar á öðrum búvörum væru afnumdir
eða lækkaðir duglega gæti líka orðið hagkvæmt að flytja inn líf-
rænt vottaðar kjöt- og mjólkurafurðir. Neytendur ættu þá val og
þrýstingur myndi skapast á innlenda framleiðendur að auka lífræna
framleiðslu. Stundum er talað eins og ef tollar á búvörum yrðu
lækkaðir myndu ódýrar afurðir verksmiðjulandbúnaðar flæða hér
yfir. Það myndu þær vissulega gera og veita hefðbundinni innlendri
framleiðslu tímabæra samkeppni, en lífræna varan kæmi líka.
Eygló Björk Ólafsdóttir, viðskiptafræðingur og matvælaframleið-
andi, skrifaði grein hér í blaðið fyrir stuttu um þann mikla mun sem
er á stefnumótun og stuðningi við lífrænan landbúnað í Evrópu-
sambandsríkjunum og hér. Full ástæða er til að fylgismenn lífræns
landbúnaðar velti fyrir sér hvort affarasælla sé að þróa hann á bak
við tollmúra eða sem þátttakendur á evrópskum markaði, þar sem
sívaxandi áhugi er á lífrænni framleiðslu.
Hvað á að gera ef innlend framleiðsla á lífrænt
vottuðum vörum annar ekki eftirspurn?
Lífrænn
innflutningur
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Samningslaus í 25 mánuði
Kjaramál
Elsa B.
Friðfinnsdóttir
formaður
Félags íslenskra
hjúkrunar-
fræðinga
Múturnar
Í desember skrifaði Björn Valur
Gíslason að Guðlaugur Þór Þórðar-
son hefði þegið mútur. Skrifin vöktu
svolitla athygli en höfðu tæpast þau
áhrif að fólk umpólaðist í afstöðu
til málefnisins. Björn Valur er
bara þannig maður. Þessi
skrif voru vitaskuld öllum
gleymd þangað til í gær
þegar Björn Valur upplýsti
að honum hefðu borist boð
frá lögmanni Guðlaugs um
að draga ummælin til baka
ellegar færi Guðlaugur
í mál.
Skaði
Lögmaðurinn segir að ummælin
hafi bakað Guðlaugi skaða. Fróðlegt
verður að heyra hvernig hann mun
færa rök fyrir því að einmitt orð
Björns Vals hafi skaðað hann
fremur en allt hitt hnjóðið
sem Guðlaugur hefur mátt
þola um ævina.
Hress
Hreggviður Jónsson, fyrr-
verandi alþingismaður,
dundar sér við að
skrifa athugasemdir
við fréttir á
Eyjunni. Þær eru stundum skemmti-
legar. „Ég myndi taka það að mér að
skrifa stjórnarskrá fyrir Ísland „frítt“
ef ég ætti IPAD,“ skrifaði hann um
daginn.
Ha?
„Hugsa sér – enginn
lagaprófessor starfar á
Alþingi …“ skrifaði Vigdís
Hauksdóttir í Moggann
í gær. Af nokkru er að
taka en þetta er líklega
það vitlausasta sem
Vigdís hefur skrifað.
bjorn@frettabladid.is