Fréttablaðið - 29.04.2011, Side 16

Fréttablaðið - 29.04.2011, Side 16
16 29. apríl 2011 FÖSTUDAGUR Við stofnun Slökkviliðs Höf-uðborgarsvæðisins bs. (SHS) þann 1. júní árið 2000 urðu ákveðin kaflaskil í rekstri slökkviliða á Íslandi. Slökkvi- lið Reykjavíkur ásamt Slökkvi- liði Hafnarfjarðar runnu í eitt og úr varð öflugt og vel rekið slökkvilið sem þjónar höfuð- borgarsvæðinu af miklum myndarskap og veitir íbúum nú ákveðna öryggiskennd vitandi um þá þjónustu sem SHS veitir. Við brotthvarf Varnarliðsins 1. okt. 2006 varð eftir ákveðin óvissa um skyldur slökkviliða á Suðurnesjum er varða gamla varnarsvæðið og Keflavíkur- flugvöll. Við og á flugvellin- um eru rekin þrjú slökkvilið, Slökkvilið Keflavíkurflugvallar, Brunavarnir Suðurnesja (BS) og Slökkvilið Sandgerðis. Aukið flækjustig Þar til nýverið sá Slökkvilið Keflavíkurflugvallar alfarið um alla slökkvi- og björgunarþjón- ustu á flugvellinum þ.e. allar byggingar og flugvélar auk við- búnaðar vegna eiturefnaslysa. Eins og nú háttar, eiga þrjú áðurgreind slökkvilið að sjá um þessa þjónustu. Slökkvilið Keflavíkurflugvallar á að sjá um flugslys og eld í flugvélum jafnt utan sem innandyra. BS á að sjá um allar byggingar á eystra svæði flugvallarins jafnt flugskýli sem aðrar byggingar og Slökkvilið Sandgerðis á að sjá um allar byggingar og flugskýli vestan til á flugvellinum. Komið er upp allnokkurt flækjustig er varðar útköll og boðun slökkvi- liða í byggingar á flugvellinum og má þar nefna eftirfarandi: Verði eldur í flugskýli á Keflavíkurflugvelli mun BS verða boðað, Slökkvistöð BS er staðsett í Keflavík. Sé hins vegar flugvél inni í áðurnefndu flugskýli, ber Slökkviliði Kefla- víkurflugvallar að mæta og slökkva í flugvélinni og þá er þetta væntanlega spurning hvort greinarmunur sé gerður í brunaboði frá flugskýli með og án flugvélar, þetta á reyndar við öll flugskýli á flugvellinum. Sama er að segja um t.d. flug- turninn á Keflavíkurflugvelli, komi brunaboð frá flugturni, þá fer slökkviliðsmaður frá Slökkviliði Keflavíkurflugvallar og athugar hvort um bilun í kerfi sé að ræða, sé hinsvegar eldur í byggingunni þá hringir slökkvi- lið flugvallarins sem staðsett er steinsnar frá flugturni, í BS sem kemur frá Keflavík og sér um að slökkva eldinn. Allur þessi hrærigrautur leiðir til óvissu og ómarkvissra viðbragða. Óvissa sem hefur verið í kringum slökkvilið Keflavíkur- flugvallar með kröfu Isavia ohf. um að slökkvilið flugvallarins verði í raun lagt niður í núver- andi mynd og einskonar viðbún- aðarþjónusta komi í staðinn, er einungis til þess fallin að auka á þá ringulreið sem er nú þegar í slökkvi- og björgunarþjónustu flugvallarins. Sameinaðir kraftar Með reynslu af stofnun SHS í huga þá er það skoðun okkar og margra annarra, að sveitar- félögin og stjórnvöld sem eiga hlut að máli komi að þessu með sambærilegum hætti og gert var þegar SHS var stofnað og sam- eini krafta allra slökkviliða á áðurnefndum svæðum. Hugmyndir sem settar voru fram á árunum 2005-2006 um eitt öflugt slökkvilið höfuðborg- arsvæðis-Suðurnesja-Selfoss- Akraness, eiga fyllilega rétt á sér nú á tímum samdráttar og sparnaðar. Fjárhagslegur og fagleg- ur ávinningur af einu öflugu slökkviliði er ótvíræður. Fjárhagslegur ávinningur felst m.a. í samlegð á tækjum og mannafla. Faglegur ávinn- ingur mun m.a. skila sér í nán- ari samhæfingu í þjálfun og öfl- ugra og markvissara viðbragðs á öllu svæðinu. Við brotthvarf Varnarliðsins 1. okt. 2006 varð eftir ákveðin óvissa um skyldur slökkviliða á Suðurnesjum er varða gamla varnarsvæðið og Keflavíkurflugvöll. Árið 1991 var í fyrsta sinn úthlut-að sérstökum styrkjum til atvinnumála kvenna að frumkvæði Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi félagsmálaráðherra. Síðan þá hafa þessir styrkir verið veittir árlega af hálfu félagsmálaráðuneytisins, nú velferðarráðuneytisins. Upphaflega var markmið styrk- veitinganna að draga úr atvinnu- leysi í röðum kvenna sem þá var töluvert, jafnframt því að efla nýsköpun í atvinnulífinu. Þessi markmið eiga við enn í dag. Sú stað- reynd blasir við að konur eiga ein- ungis fjórðung fyrirtækja í landinu og því er styrkjunum einnig ætlað að auka hlut þeirra í fyrirtækja- rekstri. Enn fremur hafa rannsókn- ir sýnt að konur fá aðeins fimmt- ung styrkja sem í boði eru og því er nauðsynlegt að vega upp á móti þeim mun með sértækum styrkveit- ingum sem þessum. Styrkir til atvinnumála kvenna eru ætlaðir konum sem vinna að góðum viðskiptahugmyndum og verkefnum. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í eigu kvenna og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun. Ekki er nauðsynlegt að vera með starfandi fyrirtæki til að sækja um styrk og því er heim- ilt að sækja um vegna verkefna á byrjunarstigi en einnig geta þær konur sótt um styrk sem eru að þróa nýjungar í starfandi fyrirtækj- um. Unnt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetningar, vöruþróunar og hönnunar en ekki eru veittir styrk- ir til framkvæmda eða vegna stofn- kostnaðar. Verkefni sem hlotið hafa styrki í gegnum tíðina eru afar fjölbreytt á sviði framleiðslu, hönnunar og þjón- ustu af ýmsu tagi. Sem dæmi um styrkveitingar síðustu ára má nefna styrki til þróunar á morgunkorni, barnamat og heilsusamlegum birki- safa, markaðssetningar á blásturs- hljóðfæraviðgerðum, vöruþróunar á heimagerðum ís, baðhúss í Stykkis- hólmi auk verkefna á sviði hönnun- ar af ýmsu tagi. Af þessari upptaln- ingu má sjá að fjölbreytnin er mikil enda kraftur í nýsköpun kvenna um þessar mundir. Í þarfagreiningu sem gerð var í fyrra meðal styrkhafa síðustu ára voru konurnar beðnar um að meta þýðingu styrkjanna fyrir sig. Fyrir utan þann augljósa ávinning að fá fjármuni til að koma verkefnum sínum áfram bar öllum saman um að viðurkenningin sem fólst í styrk- veitingu væri þeim afar mikilvæg og hvatning til að halda áfram og vinna enn harðari höndum að því að gera verkefnin að veruleika. Með styrkjum sem þessum er tví- mælalaust stuðlað að aukinni fjöl- breytni í atvinnulífinu. Ný fyrir- tæki hafa litið dagsins ljós sem skapa störf, samfélaginu til hags- bóta. Í ár bárust 338 umsóknir hvað- anæva af landinu og hafa aldrei borist fleiri. 30 milljónir króna eru til úthlutunar og hefur ráðgjafar- nefnd metið umsóknir á undanförn- um vikum. Að þessu sinni hljóta 42 konur styrki og mun afhendingin fara fram í Víkinni – Sjóminjasafn- inu í Reykjavík kl. 13.00 í dag. Listi yfir styrkhafa er á heima- síðu verkefnisins, www.atvinnu- malkvenna.is. 30 milljónir til at- vinnumála kvenna Velferðarmál Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra Eitt öflugt slökkvilið Eggert Karvelsson formaður Félags slökkviliðsmanna Keflavíkurflugvelli Ó. Ingi Tómasson aðalvarðstjóri Keflavíkurflugvelli Jón E. Árnason varðstjóri Keflavíkurflugvelli Öryggismál TRJÁPLÖNTUÚTSALA ÖSP, FURA, BIRKI, GRENI, TOPPAR, RÓSIR, ÖLUR, REYNIR, KVISTUR, RUNNI, VÍÐIR, RUNNAMURUR, BER, ÞÖLL, GULLREGN OG MARGAR FLEIRI TEGUNDIR. TRJÁPLÖNTUR Í STYKKJATALI EÐA MARGAR SAMAN. BIRKI ÚTSÖLUVERÐ 150 KR. Verð áður 500 kr. stk. ILMREYNIR ÚTSÖLUVERÐ 950 KR. Verð áður 1.750 kr. stk. SITKAGRENI ÚTSÖLUVERÐ 500 KR. Verð áður 1.000 kr. stk. STAFAFURA ÚTSÖLUVERÐ 600 KR. Verð áður 1.200 kr. stk. Smiðjuvöllum 14 | AkranesiNánari upplýsingar í síma 856 1488 ALLT AÐ 70% AFSL ÁTTU R Ka im an sve llir Holtsflöt Hagaflöt Dalbraut Ha ga flö t Brúa Sm iðj uv ell ir Esjubraut 14 ÍS L E N S K A S IA .I S L A E 5 46 34 0 4/ 11

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.