Fréttablaðið - 06.05.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.05.2011, Blaðsíða 2
6. maí 2011 FÖSTUDAGUR2 Stefán, voruð þið ekki hræddir um að þakið myndi rifna af húsinu? „Við höfum haft næg áhyggjuefni en þetta var ekki eitt af þeim.“ Stefán Hermannsson er framkvæmda- stjóri félagsins Austurhafnar sem á tónlistarhúsið Hörpuna sem Sinfóníu- hljómsveit Íslands vígði í fyrrakvöld við gríðarmikinn fögnuð gesta. NEYTENDUR Hlutfall einnota drykkjarumbúða sem skilað er til Endurvinnslunnar hf. er nú 85 pró- sent af seldri vöru. Fyrir hrun var hlutfallið 77 prósent árin 2007 og 2008, að sögn Helga Lárussonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins sem í fyrra greiddi til baka um 1,2 milljarða króna fyrir umbúðirnar. „Við fáum í hverjum mánuði um tíu milljónir af því sem flokkast undir einnota umbúðir utan um gosdrykki, ávaxtadrykki, bjór og áfengi. Það þýðir að hver Íslend- ingur drekkur um eina flösku á dag að meðaltali. Þetta magn hefur minnkað um tvö prósent síðan mest var drukkið fyrir kreppu,“ segir Helgi. Skilagjaldið hækkaði úr tólf krónum í fjórtán krónur um ára- mótin. „Skilakerfið virkar í raun þannig að kaupendur geta fengið endurgreitt þær fjórtán krónur sem framleiðendur og innflytj- endur leggja á vörurnar. Þetta gjald fylgir breytingum á neyslu- vísitölunni. Áður voru flöskur og dósir við alla vegarkanta. Þess vegna var ákveðið að setja þetta gjald á. Lögin um Endurvinnsluna snúast um náttúruvernd,“ greinir Helgi frá. Endurvinnslan flytur út og selur allar plast- og álumbúðirnar og voru tekjurnar af sölunni rúm- lega 200 milljónir króna í fyrra. Á hverju ári eru um 700 tonn af áli og 1.800 tonn af plasti flutt utan. Glerið er aðallega notað til land- fyllingar og við undirbyggingu vega en það er jafnframt verið að gera tilraunir með notkun gler- mulnings í malbik. Verið er að reyna að finna fleiri leiðir til þess Skila tíu milljónum umbúða á mánuði Íslendingar skila um tíu milljónum flaskna og dósa til Endurvinnslunnar í hverjum mánuði. Hlutfallið er 85 prósent af seldri vöru. Endurvinnslan endurgreiddi í fyrra 1,2 milljarða króna. Hver Íslendingur drekkur um eina flösku á dag. 10 milljónir eininga skila sér í Endurvinnsluna á mánuði Árið 2010 greiddi Endurvinnslan 1,2 milljarða til baka. Endurvinnslan hefur 200 milljónir í tekju á ári af útfluttum umbúðum. Á hverju ári eru um 700 tonn af áli og 18.000 tonn af plasti seld úr landi. 14 kr.stykkið H ve r Ís le nd in gu r tæ m ir að m eð al ta li úr fl ös ku /d ós á d ag . 1.095 einingar frá meðalfjölskyldu á ári. Lög um endurvinnslu snúast um umhverfisvernd. að endurvinna gler, að sögn Helga. Fyrirtækið sér eitt um móttöku allra einnota drykkjarvöruumbúða og er með móttökustöðvar víða um landið. „Okkur er gert að sækja um allt land og koma í útflutning. Flutningsgjöld af landsbyggðinni eru há og svo fá skipafélögin líka hluta af þessu. En menn geta bara ímyndað sér hvernig ruslahaugar landsmanna litu út hefði skila- gjaldi ekki verið komið á.“ Helgi bendir á að góðgerðar- félög fái töluverðar tekjur af söfn- un og móttöku einnota umbúða. „Við erum með góða samvinnu við ýmis þeirra og þau njóta stuðnings margra. Stuðningurinn við þau er víðtækur um allt land.“ ibs@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL Mun fleiri ökutæki hafa verið nýskráð hjá Umferðar- stofu það sem af er árinu í saman- burði við sama tímabil í fyrra. „Frá 1. janúar til 30. apríl hafa 1.419 ökutæki verið nýskráð en þau voru 889 eftir jafn langt tímabil á síðasta ári,“ segir í frétt Umferðarstofu, en aukningin milli ára nemur 59,6 prósentum. Um er að ræða allar tegundir skráðra ökutækja. „Fjölgunin er langmest í aprílmánuði, en í ár voru 503 ökutæki skráð, en 198 árið á undan. Þessi aukning í apríl 2011 skýrist fyrst og fremst af því að nýskráningum fólksbif- reiða hefur fjölgað gífurlega.“ - óká Aukningin er tæp 60 prósent: Nýskráningum fjölgar milli ára Nýskráning ökutækja Mánuður 2010 2011 Aukning Janúar 212 305 43,9% Febrúar 181 284 56,9% Mars 298 327 9,7% Apríl 198 503 154,0% Alls: 889 1.419 59,6% Heimild: Umferðarstofa EFNAHAGSMÁL Englandsbanki og evrópski seðlabankinn héldu báðir stýrivöxtum óbreyttum á vaxtaákvörðunarfundum sínum í gær. Þetta er nokkuð í takt við væntingar greiningaraðila. Stýrivextir í Bretlandi hafa staðið í hálfu prósenti síðan í apríl árið 2008. Vextir á evru- svæðinu voru á hinn bóginn hækkaðir um fjórðung úr pró- sentustigi í síðasta mánuði og standa í 1,25 prósentum. Reuters- fréttastofan segir því almennt spáð að evrópski evrópski seðla- bankinn hækki stýrivexti í smá- skrefum út árið og þeir verði 1,75 prósent við árslok. - jab Óbreyttir stýrivextir í Evrópu: Lágvaxtastefna líklega á enda HORFUR RÆDDAR Mervyn King, seðla- bankastjóri Bretlands, ræðir hér við Yoon Jeung-hyun, fjármálaráðherra Suður-Kóreu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP NÁTTÚRA „Okkur finnst náttúruperlan Öskjuhlíð lítið kynnt þótt hún sé nálægt Nauthólsvík, frábær- um gönguleiðum og stríðsminjum,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur- borgar. Borgarráð samþykkti í gærmorgun að setja á laggirnar starfshóp sem myndi í samstarfi við Reykjavíkurborg, Háskólann í Reykjavík og Skóg- ræktarfélag Íslands móta framtíðarstefnu um skipulag Öskjuhlíðar. Horft er til þess að byggja þar upp alhliða útivistarsvæði jafnt fyrir börn sem fullorðna. „Hugmyndir hafa verið uppi um að endur skoða gróðurstefnuna í Öskjuhlíð og grisja betur. Jafnvel setja upp lund með ávaxtatrjám,“ segir Jóhann Hlíðar Harðarson, forstöðumaður almannatengsla Háskólans í Reykjavík. Hann bend- ir á að síðustu ár hafi verið sýnt fram á að rækta megi ávaxtatré í borginni. „Okkur finnst að það eigi að kynna Öskjuhlíðina betur fyrir fólki, ekki síst útlendingum. Hún gæti orðið okkar Central Park. Þannig sjáum við hana fyrir okkur,“ segir hann. Á morgun verður Öskjuhlíðardagurinn haldinn í fyrsta sinn. Þar verður margt í boði, stríðsminjar kynntar, farið í ratleiki og margs konar uppákomur í boði. - jab Stefnt að því að gera Öskjuhlíðina í Reykjavík að miðstöð útvistar og lýðheilsu: Gæti svipað til Central Park PERLAN Í ÖSKJUHLÍÐ Stefnt er að því að gera Öskjuhlíðina að útvistarperlu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu fékk í fyrrakvöld tilkynningu um mann í nauðum en sá hrópaði á hjálp úr kirkju- turni. Þegar lögreglan kom á vettvang kom í ljós að verið var að taka upp kvikmynd og engin hætta var á ferðum. Lögreglan fékk annað óvenju- legt útkall þegar hún var kölluð á stað þar sem maður hafði verið sleginn með golfkylfu. Hann slasaðist lítillega en þegar lög- reglan kom á vettvang fékk hún þær útskýringar að um óviljaverk hefði verið að ræða. Kylfingurinn hefði verið að æfa golfsveifluna og þolandinn staðið of nálægt. - th Óvenjuleg útköll lögreglu: Hrópað á hjálp úr kirkjuturni BANDARÍKIN Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, minntist í gær þeirra sem létust í hryðjuverka árásunum á Tvíburaturnana í New York 11. sept- ember árið 2001 og lagði blómsveig þar sem turnarnir stóðu. Forsetinn hélt enga ræðu. Að athöfninni lok- inni ræddi hann við aðstandendur og slökkviliðsmenn. Þetta var fyrsta opinbera heimsókn Obama á staðinn þar sem turnarnir stóðu. Um þrjú þúsund manns létust í árásunum. Á sama tíma lagði varaforsetinn Joe Biden blómsveig við Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þar létust 184 í hryðjuverka árás sama dag. Bandaríska stórblaðið Washington Post tók svo til orða um athöfnina að hún hefði öðru fremur verið táknræn. Bandarískir sérsveitarmenn felldu Osama bin Laden, leiðtoga hryðju- verkasamtakanna al-Kaída, á dval- arstað hans í borginni Abbottabad á mánudag. Hann hefur lengi verið grunaður um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverkin. Í dag mun forsetinn ræða við bandaríska hermenn er þeir koma heim eftir dvöl í Afganistan. Á meðal þeirra eru nokkrir sérsveitar- hermenn sem felldu bin Laden. - jab Forseti Bandaríkjanna minntist þeirra sem létust í árásinni á Tvíburaturnana: Táknræn minningarathöfn í New York FÓRNARLAMBA MINNST Barack Obama lagði blómsveig að grunni Tvíburaturnanna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Fjármálaráðuneytið hefur ekki upplýsingar um virði skuldabréfa fjármálafyrirtækja sem Eignasafn Seðlabankans hefur eignast. Þetta kemur fram í svari Stein- gríms J. Sigfússonar fjármála- ráðherra við fyrirspurn Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfs- stæðisflokksins. Kristján spurði um verðmat skuldabréfa sem VBS Fjárfestingarbanki og Saga Capital gáfu út upp á 46 milljarða króna auk sex milljarða bréfs sem Askar Capital gaf út. - jab Stóð á gati um virði skulda: Allt á huldu um 52 milljarða SPURNING DAGSINS Dala Feta fyrir þá sem gera kröfur ms.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.