Fréttablaðið - 06.05.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.05.2011, Blaðsíða 12
6. maí 2011 FÖSTUDAGUR DAGSKRÁ: Tónlistaratriði: Sólveig Steinþórsdóttir, nemandi við Tónlistarskólann í Reykjavík, leikur á fiðlu, meðleikur á píanó: Anna Guðný Guðmundsdóttir TÓNLISTIN OG LÍFIÐ Dr. Njörður P. Njarðvík, prófessor emeritus við Háskóla Íslands Tónlistaratriði: B-sveit Skólahljómsveitar Kópavogs, stjórnandi: Össur Geirsson HLUTVERK TÓNLISTAR í umbreytingu menntunar á 21. öld? Listmenntun, nauðsynlegur hluti almennrar menntunar: Sigurjón Mýrdal, deildarstjóri stefnumótunar- og þróunardeildar mennta- og menningarmálaráðuneytis Hlutverk listaháskóla: Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands Áhrif tónlistarrannsókna á menntun: Helga Rut Guðmundsdóttir, formaður Rannsóknarstofu í tónlistarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Í takt við tímann: Guðni Franzson, tónlistarmaður Tónlist fyrir alla? Þórdís Sævarsdóttir, tónmenntakennari og tónlistarskólakennari Væntingar tónlistarnemenda á 21. öld? Greta Salóme Stefánsdóttir, tónlistarnemandi við Listaháskóla Íslands Tónlistaratriði: Marimbasveit frá Tónlistarskóla Hafralækjarskóla, meðleikur á hristur og stjórnandi: Mauricio Weimar PALLBORÐSUMRÆÐUR Tónlistaratriði: Unnur Birna Björnsdóttir syngur og leikur á píanó, Valdimar Olgeirsson leikur á kontrabassa Skráning á ráðstefnuna fer fram á netfanginu: ft@ki.is / Skráningargjald er 1.200 kr. og veitingar eru innifaldar í gjaldinu. Ráðstefnan er haldin að frumkvæði Félags tónlistarskólakennara og Félags íslenskra hljómlistarmanna í samstarfi við Tónmenntakennarafélag Íslands, Rannsóknarstofu í tónlistarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, og Mennta- og menningarmálaráðuneytið sem styrkir ráðstefnuna. RÁÐSTEFNAN „TÓNLISTIN OG LÍFIГ VERÐUR HALDIN Í TÓNLISTAR- OG RÁÐSTEFNUHÚSINU HÖRPU, KL. 13:00-17:00 LAUGARDAGINN 7. MAÍ 2011, Í SALNUM KALDALÓNI RÁÐSTEFNUSTJÓRI: ÆVAR KJARTANSSON, DAGSKRÁRGERÐARMAÐUR Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Gott í vorverkin Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Black&Decker háþrýstidæla 110 bar 13.900 Hjólbörur 90L 4.490 Garðslanga 15 m með úðabyssu 890 BANDARÍKIN, AP Þriggja metra langur krókódíll olli miklum skemmdum á lögreglubíl í Flórída ríki um síðustu helgi. Lögregla var kölluð á vettvang eftir að krókódíllinn birtist á golf- velli við Gainesville. Á meðan lögregluþjónn beið í bíl sínum eftir aðstoð réðst dýrið á bílinn. Krókódíla bani kom síðar á svæðið, handsamaði skepnuna og lógaði. Krókódílar eru algengir á fenjasvæðum Flórída og kveða reglur á um að lóga megi dýrunum ef þau gerast aðgangs- hörð við menn eða mannabústaði. - þj Krókódíll í Flórída: Krókódíl lógað eftir árás á bíl VIÐSKOTAILLUR VÁGESTUR Krókódíl var lógað eftir árás á lögreglubifreið í Flórída um helgina. MYNDIN ER ÚR SAFNI SAMGÖNGUR Strætó prófaði tvinn- strætisvagn í fyrsta sinn við íslenskar aðstæður í gær. Verið er að meta hvort slík tegund vagna henti hér á landi. Á kynningar- fundi sem haldinn var í gær kom fram að næsta mánuðinn mun strætó prófa vagninn á götunum í tilraunaskyni. Vagninn var feng- inn að láni frá Volvo í Skandinavíu, en fyrirtækið hefur selt um 100 tvinnvagna á síðustu misserum til Norðurlandanna. Reynir Jónas- son, framkvæmdastjóri Strætó, segir einn slíkan kosta um það bil 47 milljónir króna. Strætó fékk vagninn afhentan í lok apríl og mun hann keyra um götur Reykja- víkurborgar allan maímánuð. „Volvo er að leyfa okkur að prófa þessa tækni. Við munum gera ákveðnar mælingar á vagninum og sjá hvernig hann gerir sig í týpísk- um akstri hjá okkur,“ segir Reynir. Tvinnvagnar eru útbúnir sér- stökum búnaði í kring um hemla sem gerir það að verkum að þegar stigið er á bremsuna snúast rafalar sem framleiða og nýta hreyfiorku sem er hlaðið inn á geyma. Raf- magnið nýtist svo samhliða dísil- olíunni til að knýja bílinn. Reynir segir notkun á tvinn- vögnum fara vaxandi á Norður- löndunum. Ekkert hefur þó enn verið ákveðið varðandi framtíð þeirra hér á landi. - sv Strætó prófar nýja tegund strætisvagna: Verið að meta hvort tvinnvagn henti STRÆTÓ PRÓFAR TVINNVAGN Egill Jóhannsson, hjá Brimborg, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Strætó, og Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BANDARÍKIN, AP Indíánar af ætt- bálki Apasja eru afar ósáttir við að bandarísk stjórnvöld hafi notað dulnefnið Geronimo yfir Osama bin Laden í samskiptum tengdum árás sérsveitarmanna á hryðju- verkaforingjann. Þeir hafa krafið Barack Obama Bandaríkja forseta um afsökunarbeiðni. Geronimo er frægasti höfðingi Apasja, en seint á 19. öld barðist hann gegn mexíkóskum og bandarískum herjum sem vildu senda Apasja á verndarsvæði. „Geronimo var virtur leiðtogi Apasja sem barðist til að verja þjóð sína, land og lífshætti,“ segir í bréfi leiðtoga Apasja til Obama. Hann harmar að nafnið skuli hafa verið notað yfir fjölda morðingja og hryðjuverkamann. - bj Mótmæli vegna dráps: Apasjar ósáttir við nafngiftina ÓVIRÐING Frumbyggjum Bandaríkjanna er sýnd óvirðing með því að tengja Geronimo við Osama bin Laden, segir leiðtogi Apasja. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMFÉLAGSMÁL Yfir 80 prósent almennings vilja binda táknmál í lög sem fyrsta mál þeirra sem reiða sig á það til tjáskipta. Þetta eru niðurstöður könnunar, sem fyrirtækið Miðlun ehf. gerði dag- ana 17. til 28. mars fyrir Félag heyrnarlausra, á viðhorfi almenn- ings til táknmáls sem fyrsta máls. Rúmlega sextán prósent aðspurðra voru hvorki sammála né ósammála og tæp þrjú prósent eru frekar eða mjög ósammála. Frumvarp liggur nú fyrir Alþingi um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. - sv Könnun meðal almennings: Yfir 80% vilja táknmál í lög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.