Fréttablaðið - 06.05.2011, Blaðsíða 44
6. maí 2011 FÖSTUDAGUR32
folk@frettabladid.is
1,2 MILLJÓNIR dala er upphæðin sem Leonardo DiCaprio borgaði fyrir verk eftir Salvador Dali. DiCaprio reyndi fyrr í þessari viku að kaupa verk eftir Picasso en þegar
það mistókst beindi hann sjónum sínum að verki Dali, Chevaliers en parade.
Fyrstu tónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands voru
í Hörpunni á miðviku-
dagskvöld. Tár mátti sjá á
hvarmi gesta þegar níunda
sinfónían var flutt en sjón-
varpsvélar frá RÚV voru
víðsfjarri.
Húsfyllir var þegar Vladimír
Ashkenazy gekk í Eldborgarsal-
inn í fyrsta sinn með tónsprotann
sinn og stjórnaði Sinfóníuhljóm-
sveitinni eins og hershöfðingi.
Lofsyrðin hafa flogið um allt netið
og menn hafa síst dregið undan í
hástemmdum lýsingum. En ekki
eru allir sáttir; netverjar hafa
kvartað undan því að RÚV skyldi
ekki sýna beint frá tónleikunum,
valið handboltaleik fram yfir. Sig-
rún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri
RÚV, sá sig knúna til að senda út
yfirlýsingu í gær þess efnis að
RÚV hefði ekki fengið leyfi til að
taka upp tónleikana. „Ég margbað
um þetta en við fáum að taka upp
tónleikana í kvöld [gærkvöldi] og
sýnum þá á hvítasunnu.“
Sigurður Nordal, framkvæmda-
stjóri Sinfóníunnar, var að vonum
svekktur að engar tökuvélar skyldu
vera í salnum til að fanga þetta
sögulega augnablik í íslenskri tón-
listarsögu. „Sinfóníuhljómsveitin
bannaði ekki upp tökur, við hefðum
aldrei staðið í vegi fyrir því. Sin-
fónían vill sjónvarpa sínum tón-
leikum sem allra mest og það er
okkar kappsmál að sem flestir hafi
aðgengi að tón leikum okkar. Við
hefðum svo sannarlega fagnað því
ef þetta hefði verið sent beint út.“
Á þessu öllu var mjög einföld
skýring; aldrei höfðu verið próf-
aðar upptökur í salnum áður en
tónleikarnir fóru fram. „Ýmsum
spurningum var enn ósvarað bæði
hvað varðar ljós og hljóð og því
var sú ákvörðun tekin að taka upp
aðra tónleikana. Það hefði einfald-
lega verið tæknilegt lotterí að sýna
beint frá þessum tónleikum, það
hefði gjörsamlega allt getað klikk-
að,“ segir Anna Margrét Björns-
son, kynningarfulltrúi Hörpunnar.
Hún bætir því við að kvöldið hafi
gengið snurðulaust fyrir sig og að
salurinn glæsilegi verði í stakk
búinn til að vera í beinni útsend-
ingu næsta föstudag á formlegri
opnunarhátíð Hörpunnar.
freyrgigja@frettabladid.is
Tæknilegt lotterí
að sýna beint
Ólafur Ragnar Grímsson mætti á Sin-
fóníutónleikana með forseta Slóveníu
Danilo Türk og eiginkonu sína Dorrit
Moussaieff upp á arminn.
Dagur B. Eggertsson gaf sér smá tíma
frá argaþrasi borgarmálanna og mætti á
Sinfóníutónleika ásamt eiginkonu sinni,
Örnu Dögg.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti
Íslands, og Ástríður Magnúsdóttir voru
meðal gesta í Hörpunni.
Forsætisráðherrann Jóhanna Sigurðar-
dóttir og eiginkona hennar, Jónína Leós-
dóttir, heilsa upp á Þórunni Sigurðar-
dóttur fyrir tónleikana.
Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason ásamt eiginkonu sinni, Sigurveigu Káradóttur,
syni sínum Kára og japanska blaðamanninum Hirohito Ono hjá stórblaðinu Asahi
Shimbun. Egill og Hirohito voru í skóla saman í París en Hirohito er víst ákaflega
lunkinn sellóleikari. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
www.myndlistaskolinn.is
MÓTUN leir og tengd efni
Diplómanám 4 annir
Ígildi 120 ECTS eininga til BA náms hjá
erlendum samstarfsskólum
UMSÓKNARFRESTUR TIL 30. maí
Myndlista- og hönnunarsvið
Fornám 2 annir
Undirbúningur fyrir nám á háskólastigi í
arkitektúr, hönnun og myndlist.
UMSÓKNARFRESTUR TIL 23. maí
Við verðum á Eiðistorgi í gömlu
Blómastofunni
aðeins þessa helgi og af því til
efni munum við
einnig bjóða upp á fatnað, sæn
gurföt og fleira
tengdum Múmínálfum, Línu Lang
sokk, Mínu Mús
og fleiri merkjum.
Komdu, skoðaðu og mátaðu ok
kar dásamlegu skó ,sokka, sun
dföt og allt hitt.