Fréttablaðið - 06.05.2011, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 06.05.2011, Blaðsíða 54
6. maí 2011 FÖSTUDAGUR42 FÖSTUDAGSLAGIÐ Ný heimildarmynd um rappsveitina Quarashi er í undirbúningi í leik- stjórn Gauks Úlfarssonar, sem vann mikið með sveitinni á sínum tíma. „Ég á ótrúlega mikið af mynd- efni. Ég gerði eina heimildarmynd um þá og ógrynni af tónlistarmynd- böndum. Það eru líka til heilu tón- leikarnir sem voru teknir upp í Japan og stórir tónleikar í Amer- íku með mörgum myndavélum,“ segir Gaukur en efnið hefur aldrei áður litið dagsins ljós. Einnig er til myndefni af Quarashi í hljóð- veri með bandarísku rappsveitinni Cypress Hill. Gaukur gerði heimildarmyndina „Um landið á lyfjum“ sem fjallaði um Quarashi og kom út árið 1999. Þá elti hann hljómsveitina út um allar trissur með myndatökuvélina. Nýja heimildarmyndin er unnin í tilefni þess að Quarashi kemur saman á nýjan leik á Bestu úti- hátíðinni sem verður haldin í júlí. Popparinn Birgir Örn Steinars- son, kynningarfulltrúi Quarashi, er að skrifa handrit myndarinn- ar og vinna úr myndefninu ásamt liðsmanni sveitarinnar Sölva Blön- dal. Æfingar Quarashi í sumar í tengslum við útihátíðina verða teknar upp fyrir myndina, sem og endurkomutónleikarnir sjálf- ir. „Allir liðsmenn Quarashi eru búnir að lofa að tala mjög opin- skátt um tíma sinn í hljómsveit- inni. Öll slagsmálin, öll rifrild- in, allt dópið og allt saman fær að fljóta með,“ segir Birgir Örn. Stefnt er að útgáfu myndarinnar með haustinu. -fb Dóp og slagsmál í Quarashi-mynd NÝ HEIMILDARMYND Heimildarmynd um rappsveitina Quarashi er í undir- búningi. Hún kemur út með haustinu. MYND/ÞÖK „Ég vona að þetta vindi upp á sig. Þetta er besti bransinn til að byrja í því þetta eru „trendsetter- arnir“,“ segir söngkonan Hera Björk Þórhalls- dóttir. Hera er sjóðandi heit í heimi samkynhneigðra í Bandaríkjunum um þessar mundir. Hún er opin- ber söngkona keppninnar Mr. Gay World USA og lag hennar, Je Ne Sais Quoi, er lag keppninnar. Undankeppnir hefjast víða um Bandaríkin í júní og Hera kemur fram á einhverjum þeirra. Þá kemur hún fram í lokakeppninni í janúar á næsta ári. „Þetta er algjör lukkupottur fyrir mig,“ segir Hera hæstánægð. „Ég kann mjög vel við mig á þessum markaði og þetta er það besta sem gat komið út úr þessu öllu – og það á bara eftir að versna. Í góðum skilningi.“ Og ertu að verða rík af þessu? „Þetta er ennþá á byrjunarstigi að því leyti. Pen- ingarnir eru ekki farnir að streyma inn.“ Hera Björk hefur ástæðu til að brosa þessa dagana, en hún trúlofaðist nýlega ástinni sinni, rekstrar hagfræðingnum Halldóri Eiríkssyni, og játar að hún svífi um á bleiku skýi. „Það er bara gott að vera til í dag. Það er ekki yfir neinu að kvarta,“ segir hún. Hera kemur fram á sérstöku styrktarballi íþróttafélagsins Styrmis á Barböru annað kvöld, en herlegheitin eru til styrktar heimsmeistaramóti samkynhneigðra í sundi sem haldið verður í maí 2012 í Reykjavík. „Þeir eru fremstir í flokki, vinna hvert mótið á fætur öðru og eru alveg með‘etta,“ segir Hera, sem kemur einmitt fram á heims- meistaramótinu í ár, en það fer fram á Havaí. Loks kemur Hera fram á djasstónleikum í Salnum í Kópavogi á föstudaginn í næstu viku. - afb Opinber söngkona Mr. Gay World USA GOÐSÖGN Í HEIMI SAMKYNHNEIGÐRA Hera er elskuð og dáð af hommum og lesbíum í Bandaríkjunum og er orðin opinber listamaður keppninnar Mr. Gay World USA. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Tölvuleikur byggður á tölvuteikni- myndinni Hetjur Valhallar – Þór sem teiknimyndafyrirtækið CAOZ er nú að klára fer vænatanlega á netið á næsta ári. Hann verður hlut- verkaleikur, ætlaður börnum og verður aðalmarkaðssvæðið Norður- löndin og Þýskaland. Tölvuleikur- inn fékk nýverið styrk úr evrópska MEDIA-sjóðnum upp á 24 milljónir íslenskra króna, en það þykir mik- ill gæðastimpill að fá slíkan styrk úr áðurnefndum sjóði. Þegar hefur verið gerður símaleikur fyrir i- Phone síma um Þór þrumuguð en eins og gefur að skilja er þessi net- leikur mun stærri í sniðum. „Við byrjuðum að vinna við þetta síðasta sumar og höfum verið að láta þetta meitlast yfir veturinn,“ segir Haukur Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri Caoz Games, dóttur- félags Caoz, en fyrirtækið mun sjá um þróun leiksins og hönnun í sam- starfi við starfsmenn CAOZ. Það er kannski í takt við tæknina sem umlykur teiknimyndafyrirtækið að Haukur er búsettur í Svíþjóð, nánar tiltekið í Lundi, og stýrir starfsem- inni þaðan í gegnum Skype-síma- forritið og tölvupóst. Nýlega var greint frá því að heildarverðmæti af útflutningi tölvuleikja á Íslandi hefði sexfald- ast á síðastliðnum fjórum árum en Haukur segir ekki hlaupið að því að fá styrki til tölvuleikjagerðar. „Við fengum fimm milljón króna styrk í október frá Norræna sjónvarps- og kvikmyndasjóðnum og hann hefur fleytt okkur ótrúlega langt. Þessi styrkur frá MEDIA er síðan mik- ill heiður því þar voru ansi marg- ir um hituna.“ Engu að síður á enn eftir að taka mörg skref og Haukur kveðst ekki reiðubúinn til að áætla hvað gerð tölvuleikjarins eigi eftir að kosta þegar allt kemur til alls. „Ég get svarað því í ágúst, þá liggja fyrir niðurstöður úr alls kyns til- raunum og prófunum.“ Tölvuleikurinn verður hlutverka- leikur og mun væntanlega gera börnum kleift að hanna sína eigin HAUKUR SIGURJÓNSSON: HLUTVERKALEIKUR FYRIR BÖRN Tölvuleikur eftir íslenskri teiknimynd fær risastyrk persónu. Að því leyti minnir hann á netleikinn Club Penguin sem notið hefur mikilla vinsælda hjá börnum um allan heim, meðal annars hér á Íslandi. „Við viljum hins vegar hafa söguþráð í okkar leik, að börnin geti fengið verkefni og klárað þau og fengið í kjölfarið hrós eða verð- laun frá Æsunum.“ freyrgigja@frettabladid.is TEKUR SINN TÍMA Tölvuleikur byggður á teiknimyndinni Hetjur Valhallar – Þór fer væntanlega á netið á næsta ári. Tölvuleikurinn fékk nýverið styrk frá MEDIA-sjóðnum upp á 24 milljónir, sem þykir mikill heiður. Haukur Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri CAOZ Games, segir ekki hlaupið að því að fá styrki til að gera tölvuleiki og því komi þetta sér vel. „Let’s Get It Started með Black Eyed Peas. Því er blastað þegar það á að vera föstudags föstudags.“ Halldór Högurður fáráðgjafi. ÚTGÁFUTÓNLEIKAR LÖGREGLUKÓRSINS 6.MAÍ 2011 KL.20:00 AUSTURBÆR – SNORRABRAUT 37 MIÐASALA: WWW.MIDI.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.