Fréttablaðið - 06.05.2011, Side 1

Fréttablaðið - 06.05.2011, Side 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011 REYKJAVÍKURBORG Með samþykkt borgarráðs á viðaukasamningi við Knattspyrnufélagið Fram hefur borgin nú samið um frestun á alls 9.390 milljóna virði af framkvæmd- um sem hún hafði lofað að greiða fyrir fimm íþróttafélög. Eftir að borgin endursamdi við félögin fimm standa eftir fram- kvæmdir fyrir 1.038 milljónir af fyrri loforðum frá árunum 2006 til 2008 um 10.428 milljónir króna. Dagur B. Eggertsson, formað- ur borgarráðs, segir að auk fram- lags til framkvæmda hafi verk- efnin falið í sér nær milljarð króna í árlegum rekstri að öllu meðtöldu. „Þessir samningar fóru langt fram úr því sem borgin gæti ráðið við, jafnvel þótt hér hefði verið bullandi góðæri út í eitt. Jafn- framt er umhugsunarefni að sumir samninganna voru lagðir fram án þess að heildarkostnaður eða sú skuldbinding sem í þeim fæl- ist lægi fyrir, þannig að tölurnar sem fylgdu sögðu aðeins hluta sög- unnar. Af þessu öllu þurfum við sannar lega að læra,“ segir Dagur. Allir fulltrúar í borgarráði nema fulltrúi VG greiddu atkvæði með samningum við Fram í gær. Önnur félög sem málið snertir eru Fjölnir, Fylkir, ÍR og Golfklúbbur Reykja- víkur. Fjölnir fékk á árinu 2007 samn- ing um 3.200 milljónir króna. Samið var um það á árinu 2009 að fresta eða hætta við framkvæmd- ir fyrir 2.900 milljónir af upphæð- inni. Fram fékk fyrirheit um 3.367 milljónir á árinu 2008 en með samningnum sem fyrr er nefndur er 2.859 milljónum af því frestað. Á árinu 2006 var Fylki lofað 1.550 milljónum en fallið var frá því með samningi í fyrra. Golfklúbbur Reykjavíkur fékk samning um 311 milljónir á árinu 2006 en í fyrra var skorin 81 millj- ón af þeirri upphæð. Þá fékk ÍR fyrirheit á árinu 2006 um 2.000 milljónir. Þeim fram- kvæmdum er öllum frestað. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir borgina vegna fjárhagsstöðu henn- ar,“ segir formaður borgarráðs. „En þetta sýnir líka að íþrótta- félögin í Reykjavík eru ekki aðeins metnaðarfull heldur líka ábyrg og raunsæ. Fyrir það erum við þakklát og getum raunar verið stolt.“ - gar Föstudagur skoðun 18 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Föstudagur veðrið í dag 6. maí 2011 104. tölublað 11. árgangur Í fremstu röð Hilma Hólm er talin einn fremsti vísindamaður heims í erfðafræði hjartasjúkdóma. föstudagsviðtalið 16 Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 K affihúsið Litli bóndabær-inn var opnað á Laug-vegi 41 fyrir skemmstu en þar eru allir drykk-ir úr lífrænt ræktuðu hráefni. Á það við um kaffið, teið, safana, heita súkkul-aðið og mjólkina. Þá eru allar umbúð-ir endurvinnanlegar og reynt eftir fremstameg i Litli bóndabærinn á Laugavegi býður upp á lífræna drykki og ljúfmeti. 150 g fínmalað spelt 50 g hrísmjöl50 g hrásykur110 g kælt smjör (til dæmis frá Bíobú)1 tsk. þurrkað lavende( með rifjárni út í blönduna. Blandið smjörinu saman við og hnoðið í um það bil fimm mínútur Kremjið 1.5 sentimetra þykkt. Bakið í 40 mínútur. Gætið þess að kakan verði ekki brún h ld SKOSKAR LAVENDER-SMÁKÖKURstökkar með kaffinu FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Lavender-kex með lífrænu kaffi Eyfirski safnadagurinn verður haldinn í fimmta sinn á morgun og munu 18 söfn og sýningar við Eyjafjörð opna dyr fyrir gestum og gangandi milli 11 og 17. Dagurinn er að þessu sinni tileinkaður börnum og verður boðið upp á söngva, sýningar, leiki, listasmiðjur, leikföng, ratleiki og ýmislegt fleira. Nánar á www.sofn.is. föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 6. maí 2011 Annie Mist Þóri dó i FÓLK Teiknimyndafyrirtækið CAOZ hefur stofnað dótturfyrir- tækið CAOZ Games utan um hönn- un á tölvuleik upp úr teiknimynd fyrirtæksins Hetjur Val- hallar – Þór. Búist er við því að tölvu- leikurinn líti dagsins ljós á næsta ári en myndin sjálf verður frum- sýnd í haust. Tölvuleikja- gerðin fékk nýverið 24 milljóna króna styrk úr evrópska sjóðn- um MEDIA. Framkvæmdastjóri CAOZ Games, Haukur Sigurjóns- son, segir styrkinn vera kærkom- inn enda ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að fjáröflun til tölvuleikjagerðar. - fgg / sjá síðu 58 Fékk 24 milljóna styrk: Gerir tölvuleik upp úr íslenskri teiknimynd Íþróttafélag Fyrirheit um framkvæmdir Hætt við eða frestað ótímabundið Frestað tíma- bundið Fjölnir 2007 3.200 Fallið frá framkvæmdum með samningi 2009 2.900 Fram 2008 3.367 Viðaukasamningur 2011 2.859 Fylkir 2006 1.550 Fallið frá framkvæmdum með samningi 2010 1.150 GR 2006 311 Fallið frá samkv. endurskoð. samningi 2010 81 ÍR 2006 2.000 Ótímabundin frestun framkvæmda 2.000 Samtals 10.428 6.531 2.859 HEIMILD: REYKJAVÍKURBORG, FJÁRMÁLASKRIFSTOFA Fyrirheit um fé og endurskoðun 2009-11 Stöðva 9 milljarða til íþrótta Borgin hefur samið við íþróttafélög um frestun á lofuðum framkvæmdum fyrir 9.390 milljónir króna. Aðeins er framkvæmt fyrir 1.038 milljónir. Í gær var gengið frá frestun á 2.859 milljóna króna framkvæmdum hjá Fram. Opið til 19 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA! www.listahatid.is 10 12 10 6 9 BJART N-TIL Í dag má búast við 15-20 m/s allra syðst en hægari vindi annars staðar. Horfur á lítilsháttar vætu víða við S- og SA-ströndina en norðantil verður nokkuð bjart.Hlýjast inn til landsins S- og V-til. VEÐUR 4 Fullt hús í Hörpu Jónas Sen var ánægður með fyrstu tónleikana í Hörpu. menning 30 HAUKUR SIGURJÓNSSON Sænskir meistarar Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson urðu í gær Svíþjóðarmeistarar í körfubolta. sport 38 KJARAMÁL Vonast er til þess að kjarasamningarnir sem Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnu- lífsins undirrituðu í gær verði undirstaða stöðug- leika, hagvaxtar og öflugs atvinnulífs næstu þrjú árin. Í samningunum felast meðal annars almennar launahækkanir og hækkun lágmarkslauna. Einnig eru í þeim fyrirvarar um víð tækar aðgerðir stjórnvalda til að auka kaupmátt og fjár- festingu og draga úr atvinnuleysi. Í yfirlýsingu stjórnvalda, sem var kynnt eftir að samningarnir voru í höfn, eru áætlanir um margs konar aðgerðir, meðal annars stór auknar opinberar framkvæmdir og sókn í orku- og iðnaðar málum. Opinberar fjárfestingar verða auknar um þrettán milljarða fram að lokum næsta árs og gangi öll virkjanaráform Landsvirkjunar í Þing- eyjarsýslum eftir gætu fjárfestingar þar numið um sjötíu til áttatíu milljörðum króna. Þá er tryggt að lífeyrisþegar og atvinnulausir fái sömu kjarabætur og felast í samningunum. - þj / sjá síðu 4 Þriggja ára kjarasamningar milli ASÍ og SA loks undirritaðir: Samningar undirstaða hagvaxtar LOKS Í HÖFN Forsvarsmenn atvinnurekenda og ASÍ handsöluðu í gær kjarasamninga til þriggja ára. Á milli þeirra Vilmundar Jósefssonar og Gylfa Arnbjörnssonar stendur Magnús Pétursson ríkissáttasemjari. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.