Fréttablaðið - 06.05.2011, Page 16

Fréttablaðið - 06.05.2011, Page 16
6. maí 2011 FÖSTUDAGUR16 Föstudagsviðtaliðföstuda gur Hilma Hólm, verðlaunahafi Verðlaunasjóðs í læknisfræði TAKTU VEL Á MÓTI SÖLUFÓLKI VASALJÓSSINS NÚ UM HELGINA. VERTU UPPLÝSTUR! ÞÚ TREYSTIR HONUM EN BARNIÐ ÞITT ÞEKKIR HANN BETUR EN ÞÚ! 93% barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi þekkja gerandann. Gerendur eru í 30% tilvika konur og 70% tilvika karlar og oftar en ekki einhver sem fullorðnir treysta. er stoltur stuðningsaðili Blátt áfram Ba rn ið á m yn di nn i e r e kk i þ ol an di k yn fe rð is le gs o fb el di s A N T O N & B E R G U R H ilma Hólm, fram- kvæmdastjóri klínískra rann- sókna hjá Íslenskri erfðagrein- ingu, fékk verð- laun úr Verðlaunasjóði í læknis- fræði sem afhent voru á ársfundi Land spítalans í gær. Einhver þarf kannski að heyra það tvisvar en Hilma er aðeins 38 ára gömul og er þegar metin einn virtasti vísinda- maður á sínu sviði í heiminum. Læknisfræði og börn „Áhugi minn á læknisfræðinni kom fljótt til. Ég ímyndaði mér að þetta væri góð blanda af vísindum og mannlegum samskiptum. Það er líka áskorun að takast á við læknis- fræði, og það er ein ástæða þess að ég fetaði þessa braut,“ segir Hilma. „Það eru engir læknar í fjöl- skyldunni, foreldrar mínir eru kennarar svo þessi ákvörðun, eða hug- mynd, verður ekki rakin til þess að ég hafi haft lækna í kringum mig.“ Hilma er fædd og uppalin í Keflavík og eftir stúdentspróf frá Fjölbrautarskóla Suður- nesja hóf hún nám við læknadeild Háskóla Íslands, sem hún lauk árið 2000. Þá var stefn- an sett á Bandaríkin, þar sem Hilma lauk sérfræðinámi í lyflækn- ingum og síðan hjarta- lækningum við tvær virtar háskólastofnan- ir vestan hafs; Baylor- háskólann í borginni Houston í Texas og Emory-háskól- ann í Atlanta í Georgíu. Hún hlaut til námsins styrk frá Minningar- sjóði Ólafs Ásbjörnssonar og Vigdís- ar Ketilsdóttur, sem kom sér mjög vel. „Þá var ég reyndar líka búin að eignast tvö börn,“ segir Hilma eins og það sé eðlilegasti hlutur í heimi. Blaðamaður spyr hvernig nám í læknisfræði fari með barneignum, þar sem hvort tveggja telst ærið verkefni, og ekki stendur á svari. „Það fer bara ágætlega saman. Ég átti líka mann og góða fjölskyldu sem var alltaf boðin og búin að hlaupa undir bagga. Það er ekki eins og ég hafi verið ein í þessu.“ Fjölskyldan dvaldi í Bandaríkj- unum í fimm ár, en við breytingar í einkalífi Hilmu ákvað hún að koma heim og klára rannsóknarárið sitt hér, sem hún hefði að öllu jöfnu klár- að í Atlanta. „Ég vissi ekki hvernig væri best að klára námið svo ég hafði sam- band við kollega mína uppi á Land- spítala, þá Davíð Arnar og Guð- mund Þorgeirsson hjartalækna, sem þá voru í rannsóknasamstarfi við Íslenska erfðagreiningu. Fyrir til- stuðlan þeirra og Kára Stefánsson- ar, forstjóra ÍE, bauðst mér að vinna rannsóknarárið mitt hjá ÍE í sam- starfi við Landspítalann og Emory- háskólann. Þannig æxlaðist það að ég kom hingað og eftir að ég lauk náminu bauðst mér að starfa hér áfram við erfðafræðina. Það er því í raun tilviljun að ég er að takast á við erfðafræði. Góð tilviljun,“ segir Hilma og brosir. Nýjasta tækni og vísindi Búast má við að erfða- fræði muni gegna vax- andi hlutverki í hjarta- lækningum sem og öðrum greinum læknis- fræði á komandi árum. Ljóst er að uppgötvanir í erfðafræði hafa og munu halda áfram að leiða til betri skilnings okkar á orsökum og þróun algengra sjúkdóma. Um síðir mun þessi nálgun að líkindum leiða til betri forvarna og meðferðar. Þegar spurt er um rannsóknarverkefnið sem Hilma vinnur að um erfðafræði hjartasjúk- dóma er ljóst að sú spurn- ing hugnast henni betur en þær sem eru persónu- legs eðlis. Eftir stutt en afar gagn- legt hraðnámskeið situr eftir í huga blaðamanns að ekki er um einstakt verkefni að ræða sem á sér enda- punkt. „Við setjum okkur engar skorður og takmörkum okkur ekki. Við ákveðum ekki hvað finnst, held- ur sjá náttúran og vísindin um það.“ Allir hjartasjúkdómar liggja innan rannsóknasviðs Hilmu en hún hefur helst einbeitt sér að gena- tengslum hjartsláttartruflana, ekki síst þeirra sem krefjast gangráðs- meðferðar, og gáttatifs, sem er hjartsláttartruflun sem kemur til vegna truflunar á rafboðum í efri hólfum hjartans. Rannsóknir Hilmu og samstarfsmanna hennar benda til að gáttatif liggi í ættum. Vonir standa til að rannsóknirnar muni hjálpa til við að skilja betur grunn- orsakir sjúkdómsins, sem gæti svo leitt til nýrrar nálgunar við þróun frekari meðferðar. „Ekki veitir af, en með hliðsjón af vaxandi tíðni og alvarlegum afleiðingum gáttatifs er ef til vill nærri lagi að tala um sjúkdóminn sem faraldur 21. aldar- innar,“ skrifar Davíð Arnar, sam- starfsmaður Hilmu á Landspítal- anum. Hilmu og samstarfsmönn- um hefur tekist að finna stökk- breytingar í fjórum genum sem stuðla að tilurð gáttatifs. Einnig hafa fundist samsvarandi gena- tengsl við blóðtappa í heila hjá sjúk- lingum með sjúkdóminn. Næstu skref eru að meta hvort mælingar á tilvist þessara stökkbreytinga bæti möguleika til að segja fyrir um lík- urnar á tilurð sjúkdómsins og síðan gefa þeim sem teljast í aukinni áhættu við eigandi ráðleggingar og meðferð. 99 prósent „Þessar rannsóknir byggjast í stuttu máli á að leita að erfðabreytileikum sem tengjast auknum líkum á sjúk- dómum. Erfðamengið er 99 prósent eins í okkur öllum en svo eru breyti- leikar. Það sem við erum að gera er að kanna hvort tengsl séu á milli þess að vera með ákveðna erfða- breytileika í genamenginu og að fá einhvern ákveðinn sjúkdóm. Ef við finnum samhengi þarna á milli fylgjum við því eftir.“ Niðurstöðurnar gefa gjarnan nýja innsýn í meinmyndun sjúk- dóma, upplýsingar sem nýta má á ýmsa vegu, til að mynda við áhættu- mat á sjúkdómum, til að auðvelda greiningar ferli og til lyfjaþróunar,“ segir Hilma. „Okkur hefur gengið afar vel hjá Íslenskri erfða greiningu og það byggir meðal annars á því að við erum með erfðaupplýsingar frá stórum hluta þjóðarinnar auk ættfræði upplýsinga sem hjálpa okkur mikið í þessum rannsóknum.“ Undraskjótur frami Eins og áður segir eru verðlaun úr Verðlaunasjóði í læknisfræði stærstu verðlaun, sem veitt eru íslenskum vísindamönnum. Þetta er í fimmta sinn sem verðlaunin eru veitt en átta tilnefningar bárust sjóðnum að þessu sinni. Vart þarf að fjölyrða að um mjög hæfa vísinda- menn er að ræða úr ýmsum svið- um líffræði, læknisfræði og öðrum greinum heilbrigðisvísinda. Björn Zoëga, forstjóri Land- spítalans, sagði við afhendingu verðlaunanna í gær að þrátt fyrir ungan aldur sé Hilma nú á meðal fremstu vísindamanna heims á sínu vísindasviði; erfðafræði hjarta- sjúkdóma. Til marks um það hafi rannsóknir samstarfshópsins sem Hilma starfar með birst í mörgum af virtustu vísindaritum heims, til dæmis í Nature og Nature Genetics, auk birtinga í Lancet, Journal of the American College of Cardio- logy og European Heart Journal. Þá eru viðmælendur Fréttablaðs- ins á einu máli um að frami Hilmu innan Íslenskrar erfðagreiningar sé undraskjótur. Þá hefði ég ekkert komist En hvað finnst henni sjálfri um það lof sem á hana er borið? „Ég hef fyrst og síðast verið mjög heppin að hafa villst inn í þetta umhverfi og hafa þess vegna getað nýtt mína þekkingu á sjúkdómum í bland við erfðafræðina. Ef ég hefði ekki fengið tækifæri til að starfa með fólkinu hér innan dyra og öðrum samstarfsmönnum væri ég ekki í þessum rannsóknargeira. Hlutirnir hafa vissulega gengið vel og við höfum fengið margar grein- ar birtar sem lýsa okkar rann- sóknarniðurstöðum. En það er ein- göngu vegna samvinnu fjölmargra vísindamanna, þátttöku Íslend- inga í okkar rannsóknarverkefn- um og þeirrar vinnu sem búið er að vinna innan ÍE undanfarin ára- tug sem hefur lagt grunninn að öllum okkar rannsóknum. Hér er ekkert sem takmarkar mig, held- ur hef ég þvert á móti tækifæri til að ná langt vegna þess umhverf- is sem ég hef fengið að starfa í,“ segir Hilma. Hún bætir því við að auðvitað verði allir að hugsa um sinn eigin hag og sinn eigin starfsferil en þá sé hollt að hafa í huga að persónulegur frami sé háður því að njóta stuðnings ann- arra. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, hefur látið svo um mælt að Hilma sé nú einhver öflugasti vísinda- maður Íslendinga og það sé óhætt að segja að hún sé „heims átoritet“ í erfðafræði hjarta sjúkdóma. Hilma, þaulspurð, gengur ekki lengra en að segja: „Kári er bara Kári,“ og hlær. Náttúran ákveður hvað finnst Hilma Hólm tók í gær við stærstu viðurkenningu sem veitt er fyrir árangur í vísindarannsóknum hér á landi. Hún er talin einn fremsti vísinda- maður heims í erfðafræði hjartasjúkdóma, eins og Svavar Hávarðsson komst að. YFIRBURÐAMAÐUR Hilma er fædd og uppalin í Keflavík og var, eins og margur úr þeim bæ, virk í íþróttum. Nokkrir Íslands- meistaratitlar í körfubolta komu í hús og aldrei kom til greina að fara burt í skóla. Það er því í raun til- viljun að ég er að takast á við erfða- fræði. Góð tilviljun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.