Fréttablaðið - 06.05.2011, Blaðsíða 24
Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason fagna fjörutíu ára sam-
starfsafmæli og útgáfu safnplötunnar Ástin og lífið 1971-2011 með tónleikum í
Austurbæ á morgun og í Hofi á Akureyri 21. maí. Á plötunni er að finna fjörutíu
lög. Má þar nefna: Mary Jane, Álfar, Seinna meir, Ástarsorg og Þú ert mér allt.
Prinsessubúningar í öllum litum,
hringabrynja, nunnubúningur, hár-
kollur og fleira er meðal þess sem
fólk getur fengið að máta í húsnæði
Íslensku óperunnar í Gamla bíói á
morgun. Tilefnið er flutningur óper-
unnar í tónlistarhúsið Hörpu sem og
Evrópski óperudagurinn og er dag-
urinn því hugsaður sem eins konar
kveðjuhóf fyrir almenning. Fólki er
velkomið að skoða húsnæðið hátt og
lágt, stíga á svið og þenja raddböndin
ef einhver vill, fara baksviðs og fá kaffi
í „græna herberginu“.
Í sjoppunni verður hægt að kaupa
gamlar leikskrár á 100 krónur stykk-
ið, plaköt og spólur, og að sjálfsögðu
sælgæti. Húsið verður opið frá klukk-
an 13-15. - jma
Prinsessubúningar
og gamlar leikskrár
GANGANDI OG GESTUM ER BOÐIÐ
AÐ KOMA VIÐ Í HÚSNÆÐI ÍSLENSKU
ÓPERUNNAR Í GAMLA BÍÓI Á MORGUN
OG KVEÐJA AÐSETUR ÓPERUNNAR SEM
FLYTUR NÚ Í TÓNLISTARHÚSIÐ HÖRPU.
HÆGT VERÐUR AÐ STÍGA Á SVIÐ, KÍKJA
BAKSVIÐS, MÁTA GAMLA BÚNINGA OG
KAUPA GAMLAR LEIKSKRÁR, PLAKÖT
OG FLEIRA.
Í kjallara Íslensku óperunnar verða
búningar úr einhverjum sýningum
Íslensku óperunnar til mátunar.
Styrktarfélagið Göngum saman nýtur
góðs af samstarfi við Landssam-
band bakarameistara en það stend-
ur fyrir sölu á brjóstabollum í bakarí-
um um allt land fram á sunnudag í
tengslum við mæðradaginn. Styrktar-
félagið Göngum saman styrkir grunn-
rannsóknir á brjóstakrabbameini og
úthlutar myndarlegum styrkjum í
október ár hvert.
Á sunnudaginn mun einnig fara
fram Mæðradagsganga Göngum
saman í Laugardalnum. Lagt verður
af stað frá Skautahöllinni kl. 11
og gengið um dalinn í um það bil
klukkustund. Mæðradagsganga verð-
ur einnig frá sundlauginni í Hvera-
gerði og Jónshúsi í Kaupmannahöfn
kl. 13. www.gongumsaman.is
Brjóstabollur með
kaffinu á mæðradag
BRJÓSTABOLLUR VERÐA TIL SÖLU Í
BAKARÍUM UM HELGINA TIL STYRKTAR
GÖNGUM SAMAN.
Bollurnar eru tilvaldar með kaffinu í
kringum mæðradaginn.
Miðaverð 6.900 kr. (matur og ball)
Miðaverð bara á ball 2.500 kr.
Húsið opnar kl. 19 fyrir matargesti og kl. 23.30 fyrir aðra gesti
Upplýsingar og borðapantanir í síma 414-8000
og veisla@valur.is
Ræðumaður kvöldsin
s
Þorgrímur Þráinsso
n
Sumarsýning Myndlistaskólans í Reykjavík verður opnuð að Grandagarði 16 í dag. Um er að ræða sam-
sýningu 85 nemenda. Þeir sýna verk sem endurspegla fjölbreytileika þeirra efna, aðferða og hugmynda
sem þeir hafa fengist við í vetur; allt frá munsturgerð og myndskreytingum til fjöldaframleiðslu í sam-
starfi við erlend framleiðslufyrirtæki. Sýningin stendur opin frá 13- 18 dagana 7. 8. og 9. maí.
Heimild: www.myndlistaskolinn.is