Fréttablaðið - 06.05.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.05.2011, Blaðsíða 24
Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason fagna fjörutíu ára sam- starfsafmæli og útgáfu safnplötunnar Ástin og lífið 1971-2011 með tónleikum í Austurbæ á morgun og í Hofi á Akureyri 21. maí. Á plötunni er að finna fjörutíu lög. Má þar nefna: Mary Jane, Álfar, Seinna meir, Ástarsorg og Þú ert mér allt. Prinsessubúningar í öllum litum, hringabrynja, nunnubúningur, hár- kollur og fleira er meðal þess sem fólk getur fengið að máta í húsnæði Íslensku óperunnar í Gamla bíói á morgun. Tilefnið er flutningur óper- unnar í tónlistarhúsið Hörpu sem og Evrópski óperudagurinn og er dag- urinn því hugsaður sem eins konar kveðjuhóf fyrir almenning. Fólki er velkomið að skoða húsnæðið hátt og lágt, stíga á svið og þenja raddböndin ef einhver vill, fara baksviðs og fá kaffi í „græna herberginu“. Í sjoppunni verður hægt að kaupa gamlar leikskrár á 100 krónur stykk- ið, plaköt og spólur, og að sjálfsögðu sælgæti. Húsið verður opið frá klukk- an 13-15. - jma Prinsessubúningar og gamlar leikskrár GANGANDI OG GESTUM ER BOÐIÐ AÐ KOMA VIÐ Í HÚSNÆÐI ÍSLENSKU ÓPERUNNAR Í GAMLA BÍÓI Á MORGUN OG KVEÐJA AÐSETUR ÓPERUNNAR SEM FLYTUR NÚ Í TÓNLISTARHÚSIÐ HÖRPU. HÆGT VERÐUR AÐ STÍGA Á SVIÐ, KÍKJA BAKSVIÐS, MÁTA GAMLA BÚNINGA OG KAUPA GAMLAR LEIKSKRÁR, PLAKÖT OG FLEIRA. Í kjallara Íslensku óperunnar verða búningar úr einhverjum sýningum Íslensku óperunnar til mátunar. Styrktarfélagið Göngum saman nýtur góðs af samstarfi við Landssam- band bakarameistara en það stend- ur fyrir sölu á brjóstabollum í bakarí- um um allt land fram á sunnudag í tengslum við mæðradaginn. Styrktar- félagið Göngum saman styrkir grunn- rannsóknir á brjóstakrabbameini og úthlutar myndarlegum styrkjum í október ár hvert. Á sunnudaginn mun einnig fara fram Mæðradagsganga Göngum saman í Laugardalnum. Lagt verður af stað frá Skautahöllinni kl. 11 og gengið um dalinn í um það bil klukkustund. Mæðradagsganga verð- ur einnig frá sundlauginni í Hvera- gerði og Jónshúsi í Kaupmannahöfn kl. 13. www.gongumsaman.is Brjóstabollur með kaffinu á mæðradag BRJÓSTABOLLUR VERÐA TIL SÖLU Í BAKARÍUM UM HELGINA TIL STYRKTAR GÖNGUM SAMAN. Bollurnar eru tilvaldar með kaffinu í kringum mæðradaginn. Miðaverð 6.900 kr. (matur og ball) Miðaverð bara á ball 2.500 kr. Húsið opnar kl. 19 fyrir matargesti og kl. 23.30 fyrir aðra gesti Upplýsingar og borðapantanir í síma 414-8000 og veisla@valur.is Ræðumaður kvöldsin s Þorgrímur Þráinsso n Sumarsýning Myndlistaskólans í Reykjavík verður opnuð að Grandagarði 16 í dag. Um er að ræða sam- sýningu 85 nemenda. Þeir sýna verk sem endurspegla fjölbreytileika þeirra efna, aðferða og hugmynda sem þeir hafa fengist við í vetur; allt frá munsturgerð og myndskreytingum til fjöldaframleiðslu í sam- starfi við erlend framleiðslufyrirtæki. Sýningin stendur opin frá 13- 18 dagana 7. 8. og 9. maí. Heimild: www.myndlistaskolinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.