Fréttablaðið - 06.05.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 06.05.2011, Blaðsíða 26
2 föstudagur 6. maí núna ✽ Jákvæðni léttir lífið augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is og Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 blogg vikunnar FÖNGULEG Leikkonan Rene Russo var stórglæsileg á frum- sýningu hasar myndarinnar Thor í Los Angeles. NORDICPHOTOS/GETTY Hönnuðirnir Jack McCollough og Lazaro Hernandez hafa svo sann- arlega slegið í gegn með hönn- un sinni undanfarin ár. Félag- arnir hanna saman undir heitinu Proenza Schouler og virðast þeir sjaldan stíga feilspor. Nú ætla þeir að færa út kvíarnar og senda frá sér skartgripalínu, fréttir sem kæta án efa marga. Fylgihlutalína Proenza Schouler ber heitið PS1 og inniheldur nú þegar fallegar leðurtöskur, en skartið mun bætast við innan skamms. Hönnuðirnir segja skartið muna vera klassískt og ekki bundið við tískubylgjur en að þeir muni þó bæta reglulega við nýjum litum og efnum. Áætl- að er að skartið komi út um mitt sumar og verður spennandi að sjá herleg heitin. - sm Skartgripalína frá Proenza Schouler: Klassískt skart frá Proenza Schouler Flott Fallegt hálsmen úr smiðju Proenza Schouler fyrir vorlínu þeirra í ár. Valdís Thor ljósmyndari opnaði sýninguna II í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í gær. Sýn- ingin samanstendur af myndum sem Val- dís hefur tekið undanfarin áratug og eru þær settar fram á frumlegan og skemmti- legan hátt. Að sögn Valdísar er markmið sýningar- innar að fá áhorfandann til að taka þátt í verkinu og er honum gefinn kostur á að breyta sýningunni, raða upp á nýtt og leika sér með ljósmyndirnar. „Sýningin saman- stendur af myndum sem ég hef tekið jafnt og þétt undanfarin tíu ár. Flestar myndirnar eru úr Reykjavík en það eru einnig nokkrar frá Svíþjóð, Danmörku og Bandaríkjunum. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af tvítekning- um og þó að sýningin innihaldi hundrað myndir þá eru þetta aðeins fimmtíu verk, maður fær því að sjá tvær hliðar af sama augnablikinu,“ út skýrir Valdís. Þannig eru tvær myndir límdar beggja megin á karton- spjald og snýr önnur myndin að áhorf- andanum en hin að veggnum. Áhorfendur þurfa því að snerta verkið og færa það til eigi þeir að geta notið þess til fulls. Sýning- in er því afskaplega lifandi enda útkoman aldrei eins allt eftir því hver raðar mynd- unum. Myndirnar eru allar teknar á filmu og segir Valdís það eiga að minna fólk á hversu mikilvægt það er að eiga minningar í haldbæru formi. Valdís lærði ljósmyndun við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan sveinsprófi árið 2008. Hún hefur einnig starfað sem ljós- myndari hjá Morgunblaðinu og í desember í fyrra setti hún uppsýninguna 101 heim- sókn auk þess að gefa út ljósmyndabók með sama nafni. Sýningin stendur yfir til 29. júní. - sm Valdís Thor heldur lifandi ljósmyndasýningu: TVÆR HLIÐAR Á SAMA AUGNABLIKINU Tvítekning Valdís Thor opnaði sína aðra einkasýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Að sunnan Tískan á suðurhveli jarð- ar tekur að sjálfsögðu mið af veðurfarinu sem þar ríkir. Við á Íslandi klæð- umst flík ofan á flík til að halda á okkur hita á meðan Ástralar kunna að klæða sig létt og sumarlega. Þar sem hið íslenska sumar er handan við hornið (vonandi) er um að gera að leita að innblæstri fyrir sumar- klæðnaðinn beint til Ástralíu. Ástralska bloggið www. oraclefox. blogspot. com er stórskemmti- legt og fötin flott og það er gaman að renna í gegnum myndirnar og láta sig dreyma um betri veður- tíð. Köttur að næturlagi Bloggið www. knighttcat.com samanstendur af myndum héðan og þaðan. Myndirnar eru flestar af tískufyrir- myndum, flottum tískumyndaþáttum og öðru eins sem allir tískuspekúlantar ættu að hafa gaman af að skoða. FYRIR KONUR OG KARLA ck one summer er nýtt ilmvatn sem er ætlað báðum kynjum. Ilmurinn er frískandi og með svolitlum keim af sítrusávöxtum, melónu og rabarbara. Sem sagt heill aldingarður sem búið er að fanga í litríkar og sumarlegar umbúðir. == SALON REYKJAVÍK VERTU VELKOMMINN Á SALON REYKJAVÍK GRANDAGARÐUR 5 101 REYKJAVÍK SÍMI: 56 85 305 SALON REYKJAVÍK BÝÐUR UPP Á NÝJA NATURA KERATIN SLÉTTUNARMEÐFERÐ SEM GEFUR MJÚKT, SLÉTT, HEILBRIGÐT, FALLEGT OG GLANSANDI HÁR. g g
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.