Fréttablaðið - 06.05.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.05.2011, Blaðsíða 18
18 6. maí 2011 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Samsæri Á fundi sínum í vikunni kaus borgar- stjórn sér nýjan forseta og tvo vara- forseta að auki. Úr fundargerðinni má með góðum vilja lesa samsæri gegn liðsmanni Besta flokksins. Látum á það reyna: Fyrst kaus stjórnin sér forseta. Elsa Yeoman hreppti hnossið með níu atkvæðum meirihlutans gegn fimm auðum seðlum minnihlutans. Einn úr minnihlutanum var fjarverandi. Þegar Björk Vilhelmsdóttir var kjörin 1. varaforseti var full- mannað í salnum. Hún hlaut því níu atkvæði gegn sex. Þegar svo Óttarr Proppé var kjörinn 2. varafor- seti gerðist hið undarlega; hann hlaut aðeins átta atkvæði gegn sjö auðum. Einhver félagi hans hafði gengið úr skaftinu svo kjörið stóð tæpt. Svör óskast Hér er ljóst að annað tveggja hefur gerst: a) einhver liðsmaður meiri- hlutans hefur hreinlega gleymt að greiða Óttari atkvæði sitt, eða b) Óttarr nýtur ekki stuðnings einhvers samherja síns úr meirihlutanum í embættið og sá sveik hann í kjör- inu. Þetta hlýtur að þurfa að upplýsa hið snarasta. Prívathagsmunir Annars bar það helst til tíðinda á fundinum að í umræðum um ferða- málastefnu borgarinnar lagði Jón Gnarr ríka áherslu á að skjaldarmerki borgarinnar yrði gert hærra undir höfði – þetta sameiningartákn Reyk- víkinga yrði að vera sem greypt í huga borgarbúa og gesta allra. Þessi umhyggja Jóns fyrir merkinu er skiljanleg því hann á mikið undir. Hann er jú líklega eini maður- inn í heiminum sem er með það húðflúrað á líkama sinn. stigur@frettabladid.is Hjálparstarf kirkjunnar hefur um ára-bil sinnt neyðaraðstoð bæði heima og erlendis. Nú þegar Íslendingar takast á við aukið atvinnuleysi, hækkandi verðlag og aukna skuldabyrði er þörfin fyrir aðstoð meiri en áður. Undirrituð hóf starf sem félagsráðgjafi hjá innanlandsdeild Hjálparstarfsins vorið 2010 og hefur tekið þátt í að aðstoða hundruð fjölskyldna í mánuði hverjum. Mataraðstoð hefur sinn sess hjá okkur og hefur nú fengið nýjan farveg þar sem í stað matarpoka er barnafjölskyldum afhent inneignarkort í matvöru verslunum með ákveðinni upphæð eftir fjölskyldu- stærð. Lyfjakostnaður vegur þungt bæði hjá öryrkjum og öðrum sem takast á við tímabundin eða langvarandi veikindi og því er Hjálparstarfið að hlaupa undir bagga með tilfallandi lyfjakaupum. Samkvæmt niðurstöðum kannana og töl- fræði okkar hefur hópurinn sem þarf á aðstoð að halda breyst í kjölfar kreppunnar og niðurstöður sýna að barnafjölskyldur standa einna verst. Börn öryrkja, atvinnu- lausra, foreldra á framfærslu félags- þjónustunnar og síðast en ekki síst vinn- andi foreldra á lágmarkslaunum standa í mörgum tilfellum höllum fæti. Því er lögð áhersla á það í starfi okkar að greiða götu þessara barna með margvíslegri aðstoð m.a. með sérstakri aðstoð í skólabyrjun fyrir börn í grunn- og framhaldsskóla, greiðslu skólagjalda og bókakaupum. Börn efnalítilla og/eða skuldsettra foreldra geta einnig fengið greiddar tómstundir. Nú í sumarbyrjun er hugað að afþreyingu fyrir börnin, skóla fer senn að ljúka og ekkert er skemmtilegra í vinnunni en að vita til þess að fólk og fyrirtæki sem leggja okkur lið með fjárframlögum gera okkur kleift að styðja við bakið á börnum í sumar. Börnum, sem annars hefðu ekki átt þess kost að taka þátt í tómstundaiðkun, fara í sumar búðir, fá reiðhjól eða annað sem gleður þau og styrkir félagslega. Hópur ungmenna í framhaldsskóla hefur einnig notið góðrar aðstoðar sem oftar en ekki hefur komið í veg fyrir að þau hafi flosnað úr skóla. Þessi hópur er að leggja grunn að framtíð sinni og þar er menntunin mikilvægasta fararnestið á fullorðinsárum. Ég vil nota tækifærið og hvetja landsmenn til góðrar þátttöku og leggja Hjálparstarfi kirkjunnar lið í söfnunar átakinu sem nú stendur yfir. Það er hægt m.a. með því að greiða val- greiðslur í heimabönkum og fylgjast með fræðslu- og söfnunarþætti um fátækt á Stöð 2 26. maí. Barnafjölskyldur standa verst Félagsmál Eldey Huld Jónsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstofnun kirkjunnarÖflugur greiðendavefur með hagnýtum upplýsingum s.s. F ull ástæða er til að óska Íslendingum til hamingju með tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu, þar sem fyrstu sinfóníutónleikarnir voru haldnir í fyrrakvöld. Loksins hefur Ísland eignazt tónlistarhús sem stenzt samjöfnuð við mörg þau beztu í nágrannalöndum okkar. Loksins hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands fengið samastað sem henni hæfir og leyfir henni að hljóma eins og hún á skilið. Loksins fær Íslenzka óperan sal þar sem von er til að stórar sýningar standi undir sér. Opnun Hörpu markar margvísleg tímamót í íslenzku menn- ingar- og þjóðlífi. Tónlistin hefur ekki eingöngu eignazt nýjan samastað, heldur mun Harpa efla miðborg Reykjavíkur, lyfta hafnarsvæðinu og verða aðdráttarafl fyrir ferðamenn og ráðstefnugesti. Húsið sjálft er listaverk og verður umgjörð flutnings margra fleiri meistara verka. Tilurð Hörpu mun leiða hingað alþjóðlega menningarstrauma í enn ríkari mæli. Opnun hússins er risavaxin jákvæð frétt, ein sú stærsta og gleðilegasta eftir hrun. Það var fullkomlega viðeigandi að kalla fyrstu tónleika Sinfóníunnar í Hörpu óð til gleðinnar, því að sú tilfinning var allsráðandi hjá tónleikagestum. Harpa er dýrt hús. Lagt var upp með að reisa það í samstarfi einkaaðila, ríkis og borgar en bankahrunið setti stórt strik í reikninginn þegar Portus, undir forystu Björgólfs Guðmunds- sonar, þraut örendið. Óvíst er að nokkurn tímann hefði verið ráðizt í byggingu hússins ef skattgreiðendur hefðu einir átt að standa undir byggingu og rekstri þess. Það varð þó niðurstaðan, þótt reyndar verði að hafa í huga að kröfuhafar Landsbankans taka líka á sig talsverðar byrðar vegna afskrifaðra lána til fram- kvæmdarinnar. Fáir sem hafa skoðað húsið og notið tónlistarflutnings þar geta þó efazt um að það var rétt ákvörðun hjá ríki og borg að ljúka við byggingu Hörpu, þótt hún væri umdeild á sínum tíma. Húsið var hálfbyggt og hefði orðið skelfilegt lýti á miðborginni ef fram- kvæmdum hefði ekki verið haldið áfram. Það hefði orðið miklu dýrara að taka þráðinn upp síðar til að ljúka verkinu. Niðurrif hússins hefði falið í sér gífurlega sóun á verðmætum. Harpa er ekki snobbhús fyrir fámennan hóp unnenda klass- ískrar tónlistar, eins og stundum hefur verið haldið fram. Sá hópur fer reyndar stækkandi, eins og sést á því að kortagestum Sinfóníuhljómsveitarinnar hefur fjölgað verulega eftir hrun. Í húsinu verður gífurlega fjölbreytt dagskrá með alls konar tónlist. Þegar er búið að bóka tónleika ýmissa heimsfrægra listamanna; ekki síður rokkara, djassara og annarra dægurtónlistarmanna en flytjenda sígildrar tónlistar. Harpa verður líka opið hús, þar sem almenningur getur farið á veitingastaði, heimsótt verzlanir, farið á sýningar og notið byggingarlistar í hæsta gæðaflokki. Íslendingar hafa ástæðu til að vera stoltir og glaðir yfir þessari nýju sameign þjóðarinnar. Opnun Hörpu er risavaxin jákvæð frétt. Til hamingju með Hörpu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.