Fréttablaðið - 06.05.2011, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 06.05.2011, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 6. maí 2011 SIGURBOGINN 19ára 19% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Í DAG OG Á MORGUN KYNNING Á DIOR OG SHISEIDO SNYRTIVÖRUNUM VERTU VELKOMIN Í AFMÆLIÐ „Þetta er einstakt tækifæri og lyfti- stöng fyrir fagið hér á Íslandi,“ segir Ingibjörg Guðmundsdóttir, ein þeirra fimm sem útskrifast úr tveggja ára diplómanámi í Mótun við Myndlistaskólann í Reykjavík í vor, en útskriftarverkefnin voru unnin í samstarfi við postulínsfram- leiðandann Kahla. Dagana 1. til 5. júní sýnir hópur- inn á alþjóðlegu hönnunarsýning- unni DMY í Berlín, þar sem yfir- hönnuður Kahla, Barbara Schmidt fer yfir útskriftarverkin en hún var jafnframt einn af kennurum verk- efnisins. „Barböru leist svo vel á hlutina okkar að hún stakk upp á að við sýndum á DMY. Þar mun hún fara yfir verkin og hugsanlega bjóða einu okkar eða fleirum lærlingsvist hjá Kahla til að þróa vörurnar enn frek- ar,“ segir Ingibjörg og bætir við að ómetanlegt sé að komast inn á verk- stæði hjá fyrirtæki af þessari stærð- argráðu. „Kahla er stærsta postulínsverk- smiðja í Þýskalandi og hefur selt vörur sínar um allan heim í áratugi. Kahla er iðulega í samstarfi við hönnuði, listamenn og skóla til að halda vörulínu sinni sem ferskastri, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir eru í samstarfi við íslenska nemendur.“ Aðspurð hvort samkeppnin hafi haft áhrif á andann í bekknum segir hún örlítinn titring hafa farið um hópinn í byrjun, en hann hafi rjátlast af þeim strax. „Í listnámi verður bekkurinn bara eins og náin fjölskylda,“ segir Ingibjörg en hún er ásamt félögum sínum að leggja lokahönd á undirbúning útskriftar- sýningar Myndlistaskólans í Reykja- vík sem verður opnuð í dag klukkan 17 í Gömlu útgerðinni að Granda- garði 16. Þar verður hægt að bera vörurnar sem unnar voru fyrir Kahla augum ásamt verkefnum annarra deilda skólans. Sýningin er opin dagana 7., 8. og 9. maí milli klukkan 13 og 19. heida@frettabladid.is Elín hannaði ílát fyrir afganga upp úr gömlu Kahla-stelli sem hún átti í eldhússkápnum. Diðrik hannaði tvöfaldan kaffibolla með holrúmi sem einangrar svo að kaffið helst lengur heitt. Ingibjörg vann með gamalt munstur frá Kahla. Ingibjörg Guðmundsóttir, Diðrik Steinsson og Elí n Haraldsdóttir, útskriftarnemendur í Mótun, hafa hannað muni fyrir postulínsverksmiðjuna Kahla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sýna lokaverkin í Berlín Útskriftarnemar í Mótun við Myndlistaskólann í Reykjavík hönnuðu lokaverkefnin sín í samvinnu við þýsku postulínsverksmiðjuna Kahla. Eftir sýningu í Berlín gæti tekið við starfsnám við verksmiðjuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.